laugardagur, apríl 08, 2006

Things were different then. All is different now. I tried to explain. Somehow.


Loksins kólnaði í Brisbane og ég held að ég sé sú eina sem er í skýjunum með það! Fór niður í ellefu stig í gærnótt og ég stóð úti á svölum og baðaði mig í fersku næturloftinu. Skreið svo undir sæng, svaf í níu tíma og naut þess að vakna ekki í svitabaði til tilbreytingar. ah..ljúfa líf, ljúfa líf..

Vona að veðrið haldist svona, mér finnst þetta alveg fullkomið. Fer uppí 25 á daginn, góð gola til að halda manni freskum og svo er peysuveður á kvöldin sem er alveg nauðsynlegt þegar manni er farið að þykja pirrandi að klæðast einungis hlýrabolum og uppábrettum gallabuxum.

Annars var ástæðan fyrir því að ég var yfirhöfuð vakandi klukkan tvö um nótt á föstudagskvöldi sú að Amy var með Body Shop partí heima hjá okkur í gærkvöldi. Tólf stelpur fylltu stofuna okkar og dekrið hófst! Það kom kona frá body shop heim og skellti á okkur alls kyns kremum og dóterí og íbúðin ilmaði sem aldrei fyrr. Bara kósý. Amy stóð líka í ströngu í eldhúsinu allan daginn þannig að eftir kynninguna belgdum við okkur út og skoluðum kræsingunum niður með (mis)áfengum drykkjum. Vorum svo of afslappaðar til að fara á tjúttið niðrí bæ þannig að ég fór í háttinn um tvöleytið. Og er aktúallí búin að læra smá í dag..believe it or not! Er nefnilega að fara út að borða og í bíó í kvöld þannig að það er best að nýta tímann á meðan maður getur! Er það kannski merki um hvað ég er orðin gömul þegar mér líst betur á að fara í bíó og koma snemma heim heldur en að fara á djammið?? Maður spyr sig...
Tók nokkrar myndir í partíinu (ég veit, ég sökka í myndatökunum hérna, ætla að reyna að bæta úr því..) en nenni ekki að setja þær inn núna því ég þarf að hoppa útí Nightowl og kaupa mér eitthvað í svanginn. Interesting, no? ;)

Hey, ætla að setja inn niðurstöður úr persónuleikakönnun sem ég þurfti að gera, yfir tvöhundruð spurningar, hélt að þetta ætlaði aldrei að enda... Finnst ykkur þetta passa við mig?? (sorry að þetta er á ensku samt..):

Your Personality Type: Jack-of-all-trades
Your well-rounded personality makes you the Jack-of-all-trades. Your type is one of the most difficult to define - you tend to make decisions on a case-to-case basis, rather than going with a knee-jerk reaction. As a result, you are hard to pin down accurately. Your laidback but generally hardworking nature allows you to work in a variety of positions and to get along with a range of people. You appreciate having a balance between an active social and alone time in your life, and only occasionally experience anxiety or stress. You enjoy being around others, but you find that time alone refreshes you both mentally and spiritually. For the most part, you are confident and even-keeled. While you don't allow life to pass you by, you have an appreciation for the natural order of things, and although you accept change, you don't go to great lengths to create it.

Well, things to do, and people to see..
see ya's :)