My life is brilliant...

Hopp og hí og trallalí kæru lesendur!! Hressleikinn er alveg í hámarki hérna í Brisbane þessa dagana, en áður en við förum nánar út í þá sálma langar mig að segja þetta:
1. Til hamingju með afmælið elsku Íris mín! Veit að það er ekki fyrr en á fimmtudaginn og að þú kannt ekki að lesa, en hey..bíttar ekki máli.. Elska þig krúsídúllan mín!! Hildur, þú gefur henni stórt afmælisknús og koss frá mér!
2. Annað afmæli: Mútter verður XX gömul á föstudaginn og ætlar að fagna því á Oxford Street. Til hamingju elsku mamma mín! Hildur, þú sérð líka um að gefa henni koss og knús! Sorry, lendir allt á þér, en það þýðir ekkert að biðja Nonna og þú verður bara að líða fyrir það að vera eina systir mín!
eitthvað fleira?? það voru fleiri afmæli þarna eitthvers staðar, en ég er búin að færa hamingjuóskir í tilefni af þeim þannig að segjum þetta gott í bili og færum okkur í alvöru málsins!! ;)
- Stór spurning hvar skal byrja..þegar við hættum síðast þá var ég með skordýr í skorunni sem ollu svo sálrænu áfalli að ég man ekki hvað ég gerði frá þeim viðburðaríka þriðjudegi og fram á fimmtudagskvöldið..getur ekki hafa verið merkilegt hvort eð er.. Byrjum þá þar! Kom heim á fimmtudagseftirmiðdaginn tilbúin í að fara í verslunarleiðangur í Vestakurs Garðs Borgina (Westfield Garden City) en um leið og ég kom heim var mér tilkynnt af húsfélögunum að verslunarferðin hefði verið blásin af og til stæði að kynna sér tilboð á þriggja-dollara-Daquiries í Spilavítinu í staðinn. Ég var vitanlega treg í taumi eins og þið vitið, hef hingað til ekki verið þekkt fyrir að fara mikið út á lífið, en komst bara einfaldlega ekki undan því í þetta skiptið.. Þó ég hefði auðvitað frekar viljað vera heima yfir bókunum og Swiss Mokka en maður fær ekki allt sem maður vill, eða svo hef ég heyrt. Allavega, dubbaðar upp í okkar "fínasta" "skunduðum" við af stað, ég, Amy, Jordan, Peta og vinkona Amyar hitti okkur svo niðrí bæ. Casinoið (Spilavítið) var fyrsti stoppustaður þar sem önnur táin var sett í bleyti í 3$-Daqcuiries. Hillbillyið sem ég er fékk sér bara bjór því ég kann ekki að vera svona sex-and-the-city-típa. (innskot ritara: var rétt í þessu að fá sms frá Jordan og spyrja hvort ég vildi koma út í kvöld! Afþakkaði vitanlega, á að skila ritgerð á föstudaginn og einkaritarinn minn er ekki byrjaður á henni..það er svo erfitt að fá góða hjálp nú á dögum...*andvarp*) Eftir smá blackjack (tuttuguogeinn fyrir ykkur sem eruð eins glær og ég í spilamálunum!) og spjall við herramennina á staðnum var haldið á næsta stað!
The Victory varð fyrir valinu, mjög skemmtilegur staður, skiptist niður í nokkra bari þannig að maður getur farið t.d. upp að dansa við fm lögin, hlustað á live tónlist á útibarnum (uppáhaldið mitt) eða sest niður í rólegt horn og spjallað ef allt fútt er úr þér. Ok, nenni ekki að segja meira frá þessu kvöldi enda man ég sáralítið af restinni! hehe..djókur, ég var vitanlega bláedrú, aldursforsetinn í hópnum! ;) Kom heim um fjögur og rankaði ekki við mér fyrr en um hádegi þegar ég þurfti að berjast við timburmennina til að komast upp í skóla í strípurnar sem ég var búin að panta.
- hér þarf ég að segja staðar numið í kvöld kæru lesendur, mín bíður fjall af heimavinnu sem ég þarf að klára svo hægt sé að djamma aftur næstu helgi. Og áður en þið missið ykkur af hneykslun, þá er góð afsökun fyrir því núna, því á föstudaginn er St.Patricks day og er það víst meiri hátíðisdagur hér heldur en í Írlandi meira að segja! Þannig að maður getur víst ekki skrópað í þau fagnaðarlæti! ;)
Svo vil ég koma því á framfæri frá föður mínum að honum þykir heldur nóg um bjór-umræður í kommentunum og biður ykkur að koma umræðunni á hærra plan!
(Ef þið eruð hins vegar ófáanleg til að ræða um nokkuð annað (*blink*Unnz, Björn, Beta, Hjördís og fleiri, þið vitið hver þið eruð!) þá mæli ég með að þið minnist á samfylkinguna, umhverfisverndunarsinna, Manchester United svo fátt eitt sé nefnt, þá held ég að hann myndi frekar kjósa áframhaldandi bjórumræðu! ;) )
Ps.setti inn myndir undir efsta linkinn, "check out my photos"!!
P.P.S. reyni að skella inn restinni af sögunni á morgun, allavega við fyrsta tækifæri!
Knús og kram
<< Home