miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Griffith Uni

Jæja, íslenskir stafir elskurnar mínar!! Er samt að reyna að venjast því aftur að skrifa með þeim, þannig að ef ég geri þá ekki, þá afsakið þið það vonandi!! :)
Anyways, ég er í skólanum núna, sit á einu! af mörgum kaffihúsum Campusarins og hef það gott í hitanum.. Fór á eitt námskeið í morgun, svona getting started for international students og það var bara fínt. Róaði mann aðeins niður í stressinu! hehe.. tvö námskeið á morgun sem ég þarf að fara á og svo fleiri næstu daga. En það gengur allt rosa vel hingað til og ég er bara mjög bjartsýn á þetta allt saman. Kynntist tveimur stelpum í morgun og við ætlum að hittast aftur á morgun og hjálpast ad við að koma okkur inn í allt saman. Lýst mjög vel á þær, heita Cathrine og Kathrine og eru frá Danmörku og Þýskalandi.
Hef alveg helling að segja ykkur en get það því miður ekki núna, því það er geðveikt erfitt ad skrifa svona þar sem að borðið er mun hærra en stóllinn þannig að það verður að bíða betri tíma!!
Fæ vonandi íbúðina á morgun, en ég hef það fínt á hótelinu sem þau komu mér fyrir á í millitíðinni.. sér bað og sjónvarp er algjör lúxus eftir hostellífid!!
Annars er ég í alveg brilliant góðu skapi, ekki annad hægt eftir eins frábæran morgun og ég er búin að eiga, sem byrjadi með símtali frá elsku systur minni sem ég hef ekki heyrt í síðan ég fór! Miss ya loads! Luv ya sys.. :* Og svo hefur allt gengið svo vel síðan þá að ég er alveg í sjöunda himni hérna í hitanum! Só, nó níd tú vörrí abát mí!! :)
Hafið það gott heima, ég sakna ykkar allra !
Luv Andie

hey ps. ég er komin með ástralskt símanúmer og hefði bara gaman af að heyra í ykkur! Hafid bara í huga tímamismuninn, en ég er tíu tímum á undan ykkur!
Nr. er. 0406678743 (þarf að sleppa fyrsta núllinu og landskóðinn er 61) þannig að að heiman yrði það : 0061 406678743 :)