15 dagar í brottför!

Tvær vikur!! Og ég er svo hrikalega afslöppuð yfir þessu að það er hreinlega furðulegt. Hef samt eiginlega ekkert til að stressa mig yfir svosem þannig séð, það er allt komið á hreint. Finnst alveg merkilegt að alþjóðaskrifstofa Háskólans segir að maður þurfi að minnsta kosti eitt-eitt og hálft ár! til að plana að fara út. Tók okkur Signýju svona þrjá mánuði í mesta lagi....
En ég tók loksins ákvörðun með leiðina út! Búin að kaupa mér flugmiða, sem var furðu auðvelt, enda vön manneskja á ferð. Planið er semsagt að fljúga til London 26.jan þar sem ég gisti í eina nótt og sæki miðana mína. Daginn eftir fer ég í flug til Singapore þar sem ég mun stoppa í viku og fagna kínverska nýárinu með Singaporebúum. Svo fer ég aðfaranótt 5.feb í flug yfir til Brisbane þar sem ég mun vera næstu tíu mánuðina. Ég fer í sumarfrí svo um 20.nóvember og ætla þá að heimsækja hana Signýju frænku í Wellington á Nýja-Sjálandi í nokkra daga, slappa svo af á ströndum Fiji í tvær vikur, versla svo jólagjafirnar í Los Angeles og þaðan fer ég aftur til London og svo heim til ástkæra ylhýra rétt fyrir næstu jól. Sumarfríið mitt er þrír mánuðir þannig að ég verð heima eitthvað fram í febrúar líklegast áður en skólinn byrjar aftur. Þetta er allavega planið núna. :) Sjáum til hvernig þetta fer allt, ætla ekkert að fullyrða að þetta verði svo svona!
Já, en allavega, kínverska nýárið í Singapore, hlakka mikið til þess, held að það verði mikið stuð. Nú gengur í garð ár Hundsins, sem er einmitt árið mitt! (og reyndar allra hinna sem ég þekki sem eru fæddir árið 1982...) En ég hef fulla trú á því að árið 2006 verði mun betra en árið 2005, þarf allavega ekki mikið til að það verði meira spennandi... ;)
Ætla ekki annars allir að djamma um helgina??! :)
<< Home