Ellefu tímar!

Eftir mánaða bið er loksins komið að þessu.. Er með kvíðablandna tilhlökkun, þótt erfitt sé að útskýra nákvæmlega hvernig mér líður. Fannst mjög erfitt að geta ekki kvatt systur mína og Axel og Írisi í eigin persónu, en maður getur víst lítið gert í því núna.. Elska ykkur endalaust, þið vitið það nú alveg! Sendi hellings knús í Mosó..
Táraflóðið sem fylgdi kveðjustund vinkvennanna var líka ansi öflugt og hamlaði mál mitt í nokkra stund á eftir..
Átti líka góða stund með yndislegu fólki í gær, takk fyrir að koma öll sömul, elska ykkur og mun sakna ykkar og hlakka til að eiga fleiri góðar stundir með ykkur um jólin. Hugs and kisses til ykkar, þið eruð frábær!
Það er alltaf erfitt að kveðja ástvini sína, þótt maður viti (vonandi allavega!) að maður eigi eftir að sjá þá aftur. En ég veit að ég er að taka rétta ákvörðun og þetta verður alveg frábært, þó að vissulega muni koma erfiðir kaflar inná milli. Það fylgir líka öllu sem við gerum.
Ég nýt líka þeirrar blessunar að eiga yndislega fjölskyldu og vini sem standa við bakið á mér sama hvað gerist og það er alveg ómetanlegt. You guys keep me sane og eruð mér allt!
Ætla í lokin að setja inn smá kafla úr bók sem amma mín gaf mér fyrir brottför. Finnst þetta fallegur texti, þó ég sé engan vegin að segja að þetta sé eins og talað úr mínu hjarta! ;)
"En á leiðinni niður fjallið settist að honum tregi, og hann hugsaði:
Hvernig ætti ég að geta yfirgefið fólkið í borginni rór í skapi og án saknaðar?
Langir voru dagar þjáninganna í þessari borg, og langar voru nætur einsemdarinnar.
Og hver getur skilið við þjáningu sína og einsemd án trega?
Og mörgum brotum hjarta míns hef ég dreift um þessi stræti, og of mörg eru börn langana minna, sem ganga nakin um þessar hæðir, og ég get ekki farið frá þeim án saknaðar og trega.
Það er ekki skikkja mín, sem ég hef afklæðst í dag, heldur er hörund mitt flegið af mér.
Það er ekki hugsun mín, sem ég skil að baki, heldur hjarta, sem varð ríkt af hungri og þorsta.
Þó get ég ekki dvalist lengur.
Hafið, sem kallar allt til sín, kallar mig, og ég verð að stíga á skip.
Kveðjustundin brennir mig eins og logi um nótt, en að vera kyrr er að frjósa fastur, verða lík af ljósi og bundinn duftinu.
Feginn vildi ég taka með mér allt, sem hér er, en það get ég ekki.
Orð getur ekki tekið með sér tunguna og varirnar, sem gáfu því vængi. Einn verð ég að leggja á djúpið.
Einn og án hreiðurs síns flýgur örninn mót sólu."
Farin að klára að pakka.. læt vita aftur af mér við fyrsta tækifæri..
-Andrea, lögð af stað á hinn æðri menntaveg!
<< Home