Back to school special
Well, þá tekur alvaran við hjá mér því í fyrramálið á slaginu átta (that's ten tonight for you folks back home) fer ég í fyrsta fyrirlesturinn minn. Er bara nokkuð spennt og kannski pínu kvíðin, en á vafalaust eftir að spjara mig vel, enda víkingur eins og einn kallaði mig á laugardaginn. Verð að viðurkenna að ég nenni ekki baun að segja ykkur frá vikunni minni núna því ég er grautsyfjuð. Í staðinn ætla ég að setja inn annan klukk-týpu-leik sem ég gerði hjá Lindu og "þarf" þá víst að setja hann inn hér.
Anyways, virkar þannig að ef þú vilt taka þátt þá skrifarðu bara nafnið þitt í kommentin að neðan og ég segi þér:
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðurðu að setja þetta á bloggið þitt (ætla reyndar ekkert að láta ykkur standa við þetta því ég er svo góðhjörtuð!)
Lofa að skrifa almennilegt blogg í vikunni!
Annars bara vona ég að þið hafið það öll gott og ég sakna ykkar!
Ps. í dag er ákkúrat mánuður síðan ég fór! ótrúlegt, finnst miklu lengra síðan.. Tíu mánuðir þá þangað til ég kem heim! :)
<< Home