35/1848 Logan Road
Jæja, þá er maður bara fluttur inn og allt í fulle swing..
Heimilisfangið mitt er semsagt:
35/1848 Logan Road
Upper Mt.Gravatt 4122
Brisbane, Queensland
AUSTRALIA
Ég flutti inn í gær semsagt og líst bara vel á þetta, fyrir utan náttla að það er ekki nærri því allt tilbúið hérna, sérstaklega ekki úti við, þar er allt í klessu..Sundlaugin er t.d bara hola í jörðinni, sem sagt ekki sundlaug að ráði frekar en heima á Drangavöllunum! Svo er gat í loftinu á baðherberginu mínu, sem á að laga á morgun, þetta er reyndar ekki "gat" heldur man-hole, eitthvað sem ég var ekki alveg að skilja fyrst, en fattaði að lokum. Semsagt gat til að komast upp á þakið eða eitthvað svoleiðis! Herbergið mitt er líka ansi lítið, en eftir fyrstu vonbrigðin yfir því hef ég ákveðið að gera gott úr því og horfa á björtu hliðarnar.
1. Mér líkar vel við stelpurnar sem eru með mér í íbúð
2. Það er minna pláss fyrir drasl!
3. Ég er á þriðju hæð þannig að ef það verður brotist inn þá byrja þeir líklega ekki á minni íbúð! 4. Það er enn þrjátíu stiga hiti (þetta ætti reyndar að vera galli, það er bara OF heitt! en á hinn bóginn er frost hjá ykkur þannig að ég ætla að hafa þetta sem kost!
Set inn myndir af íbúðinni og herberginu leið og ég nenni að taka þær!
En já, fyrsta heimþrárkastið mitt kom síðastliðið mánudagskvöld. Var komin inná hótel og fannst ég vera rosalega ein eitthvað allt í einu. Sem ég var náttla. Sendi múttu sms og bað hana ad hringja og eftir langa bið gafst ég uppá að hún hefði séð skilaboðið. (Reyndar fattaði ég daginn eftir að það hefði ekki farið, þannig að hún á enga sök þar á) Tók þá til minna ráða og eftir að hafa hlustað á alla íslensku diskana mína endaði ég á því að spila HLH flokkinn í botni, lesa túristabækling um Ísland sem ég tók með til að fræða Ástrali um landið mitt og japlaði á Bingókúlum þess á milli.. Þetta hjálpaði töluvert, þó nokkur tár hafi læðst niður kinnarnar á meðan líka! En það var svosem viðbúið..
Svo eyddi ég restinni af kvöldinu að finna eitthvað í tellíinu til að glápa á fram að svefntíma. Þar var fátt um að velja. Annað hvort Jerry Springer, sem hlýtur að vera einn sorglegasti þáttur sem framleiddur hefur verið fyrir sjónvarp frá byrjun, fréttir eða íþróttastöðvarnar. Á tímabili ákvað ég að það væri ekki svo vitlaust að þróa með mér áhuga á körfubolta aftur, en eftir að hafa horft á CNS spila á móti HUN gafst ég upp. Ekki nóg með að ég vissi ekkert hvaða lið voru að spila þrátt fyrir að hafa skammstafirnar (?) fyrir framan mig, þá er bara ekkert varið í körfubolta án Jordans. Man í þá gömlu góðu þegar ég og Nonns læddumst fram um miðja nótt til að horfa á NBA playoffs þegar Bulls voru uppá sitt besta. Hvar eru klassískir leikmenn eins og Jordan, Pippen, Barkley og fleiri nú til dags? Hef ég kannski bara dottið svona algjörlega útúr boltanum að ég þekki þetta bara ekki lengur?? Líklegast... Og að horfa á leikinn á milli CNS og HUN var bara sorglegt.. Minnti mig á myndina White Men Can't Jump.. það voru svona tveir "kanar" (íslenskum skilningi) í hvoru liði! Hefði alveg eins getað verið að horfa á íslenskan körfubolta eins og bandarískan...Ekki það að það skipti öllu máli hvaða litur er á leikmönnunum, en í denn var þetta meira fifty-fifty heldur en þetta var.. Tekur allt fúttið úr þessu..
Þannig að ég hef ákveðið að gefa skít í körfuna aftur.. Ætti kannski að taka mið af núverandi aðstæðum mínum og fylgjast með ozzie-footie.. Sá reyndar brot úr einum leik og þetta virðist vera stúpid leikur, þeir kalla þetta footie og grípa boltann svo með höndunum!! Af hverju heitir þetta þá ekki handie?? Bara asnalegt.. Ég læt ykkur vita ef ég verð algjör fan, en ekki halda niðrí ykkur andanum yfir því!
Hvað á ég að segja ykkur meira? Það gengur allt bara mjög vel hjá mér, hef reyndar lítið að gera þangað til á fimmtudaginn, þá fer ég aftur í orientation. Held bara áfram að koma mér fyrir og svona þangað til, þarf að redda ýmsu svosem áður. Skólinn byrjar svo 27.feb, semsagt eftir rúma viku. Er orðin nett nervös, en ekki alvarlega!
Ætla að reyna að setja inn nokkrar myndir, tjekkið á því undir myndirnar mínar. Lofa engu samt...!
Pís át
<< Home