Life in slow motion

Á í erfiðleikum með að byrja á þessu bloggi. Margt búið að veltast um í kollinum á mér undanfarna daga og ég veit ekki hversu mikið af því ég ætti að deila með ykkur.. Allavega, byrja á gærkvöldinu til að koma mér í gang.. ;)
Við stelpurnar (ég, Jordan, Amy, Peta og Hege) fórum á Comedy Night á Uni barnum í gærkvöldi. Borðuðum þar áður og versluðum nokkrar könnur á barnum.. ;) Og vá, hvað ég hló mikið! Ekkert smá gaman, geðveikt fyndnir gaurar, við förum pottþétt aftur næst því þetta á að vera mánaðarlegur viðburður. Ekki spillti heldur fyrir verðið á barnum, verandi stúdentabar með stúdentaafslætti! Peta sá til þess að ég væri tekin fyrir fyrir my icelandic-ness! Hann spurði nefnilega hvort það væru einhverjir international students á staðnum og hún benti á mig og Hege.. Ýkt fyndið, hún sagði að ég væri Icelandic og maður sá heilann hans alveg vera á fullu að spá hvað það væri eiginlega.. Endaði með því (einhvern vegin svona) að hann spurði hvort við værum olíuland, ég neitaði og hann sagði að við þyrftum þá ekki að hafa áhyggjur af innrás. I guess you had to be there... ;)
Eftir þetta var ákveðið að fjölmenna til Ólafar Höllu, sem var með innflutningspartí í gærkvöldi. Ólöf er semsagt vinkona Signýjar frænku og býr líka í Brisbane. Við hittumst semsagt í fyrsta skipti í gærkvöldi hérna úti og það var ekkert smá frábært að hitta Íslending aftur. Samræðurnar fóru þó fram á ísl-ensku á mestu, þe. ensku þegar aðrir voru nálægt og íslensku þegar slíkar áhyggjur voru óþarfar. Allt í allt, magnað partí, ég skemmti mér rosalega vel, varð alltof drukkin, fór heim, svaf til hálfþrjú í dag og hef ekki opnað bók eftir það. Kenni Ólöfu um þynnkuna, Opal skot eru bara ekki góð hugmynd fyrir fólk á mínum aldri!! ;) Fékk sms frá henni áðan um að koma á markaðinn niðri í South Bank, en ég var á þeim tímapunkti að deyja úr þynnku og gat vart komið mér uppúr rúminu, hvað þá að fara "alla" leið niðrí South Bank. Hefði samt alveg viljað það, á enn eftir að taka svona túristadag á þetta og sjá eitthvað annað en bara Upper Mt. Gravatt (hverfið mitt). Varð líka óendanlega afbrýðisöm útaf íbúðinni hennar, geggjað flott, magnað útsýni og niðrí í South Bank (sem er svona downtown). Og hún borgar minna en ég!! Við vorum allar slefandi yfir þessu við stelpurnar... but whatchagonnado? :)
Horfði á My Girl í þynnkunni, grenjaði yfir henni þangað til ég fékk höfuðverk og er rétt að jafna mig núna.. Ætti að fara að læra, en ætla að nota þá afsökun að peran er sprungin í herberginu mínu sem veldur myrkri sem hjálpar ekki til við lesturinn. Og þið getið gleymt því að ég sitji inná klósetti að lesa námsbækurnar!
Það sem hefur verið að bögga mig hinsvegar síðustu daga er þetta: Önnur stelpan sem ég bý með er mesti rasisti sem ég hef á ævi minni hitt. Komst reyndar að því stuttu eftir að við byrjuðum að búa saman, en hélt einhvern vegin að það væri ekki það "alvarlegt", þe. að það risti ekki það djúpt hjá henni. Reyndar var ég sannfærð um að kærastinn hennar væri mesta fífl í heimi eftir því sem hún sagði af honum, en hugsaði með mér að ég þyrfti nú ekki að hitta hann það oft að það skipti mig máli. Hann er mesta fífl í heimi, það er algjör staðreynd. Kemur ótrúlega illa fram við hana og hún trúir öllu ruglinu sem kemur útúr honum. Meðal þess sem hún sagði okkur af honum á miðvikudagskvöldið (ég, Peta og hún sátum niðri í stofu að spjalla) var að hann hefði sparkað ruslatunnu í heimilislausan mann síðasta laugardagskvöld, bara að gamni. Og að hann skyrpi á alla múslima og hún hló! þegar hún sagði það. Ok, eins og það væri ekki nóg til að ég og Peta værum að kúgast yfir fordómunum og heimskunni, þá fór hún að lýsa sínum skoðunum, sem eru reyndar bara hans skoðanir sem hún kýs að trúa. Meðal þess var þetta: hún hatar frumbyggjana (frumbyggja Ástraliu, sem eru kallaðir aboriginies) af því að foreldrar hennar kenndu henni það, hún var alin upp til að hata þá. Hún hatar alla aðra kynþætti en þann hvíta, sagði t.d. að henni fyndust sambönd fólks af mismunandi kynþáttum óeðlileg og bar því við að það væri svo mikill genamunur milli kynþátta að það væri beinlínis hættulegt. Ok, load of crap, það eru 10 gen af að mig minnir 50.000 sem stjórna litarhætti, sem þýðir að það er 0,0012% munur á kynþáttum. Það er meiri líffræðilegur munur INNAN kynþátta, heldur en á milli þeirra. Og hún er að læra hjúkrun!! Kræst..
Og rúsínan í pilsuendanum, og það sem hefur verið að bögga mig mest undanfarna daga og þetta er það sem hún sagði við mig face to face: (þýtt á ísl of course) "Ég skil ekki af hverju allir þessir útlendingar þurfa að koma hingað til að læra, af hverju geta þeir ekki lært í sínu eigin landi? Ástralía er fyrir Ástrala" ARGGG!! Ég var svo orðlaus að ég gapti bara. Peta vissi ekkert hvað hún átti að segja, horfði bara á hana vantrúuðum augum.
Hún hefur ekki beðið mig afsökunar á að hafa sagt þetta, henni finnst hún örugglega hafa haft fullan rétt á að segja þessum helvítis útlendingi hvað henni fyndist um veru mína hér. Hef síðan talað um þetta við Petu og Amy, sem er hin stelpan sem ég bý með. Spurði hana bara beint út hvort henni fyndist verra að búa með útlendingi, hún horfði á mig eins og ég væri biluð og sagði auðvitað ekki. Hún ætlar að tala við hina stelpuna um það sem hún sagði og sjá hvað kemur útúr því. Við erum reyndar allar stelpurnar sammála um að hún er algjör rasisti og það böggar okkur allar. Hinar non-áströlsku stelpurnar hafa líka fundið fyrir þessari framkomu frá henni, eins og við eigum engan rétt á að vera að koma okkur inn í "hennar" land. Mér finnst þetta svo fáránleg framkoma að ég næ því bara ekki. Hélt alltaf að rasistar (finn ekki betra orð, þó að það sé ekki allt sem hún er, frekar með fordóma útí allt sem er ekki ástralskt) væru að "deyja út". Þe. að fólk á mínum aldri væri nógu upplýst og menntað til að virða allar þjóðir, kynþætti, trúarbrögð og annað. En greinilega ekki. Ég veit að Ástralir eru yfirhöfuð ekki svona, allir sem ég hef kynnst hafa verið svo opnir, tekið mér svo vel og viljað læra sem mest um landið mitt.
Og ég NEITA að láta álit mitt á Áströlum breytast útaf þessari manneskju og fjölskyldu hennar. Og ég NEITA að láta þessa rasista tík (afsakið orðbragðið, en ég er reið) flæma mig út úr minni eigin íbúð.
Og mest af öllu þá NEITA ég að leyfa henni að láta mér líða illa fyrir það sem ég er og hvar ég er. Ég er íslensk, ég er stolt af því og ég læt ekki fáfróða stelpukind hafa stjórn á því hvernig mér líður.
Og hananú!!!
<< Home