All my friends..are dear to me..oh when the storm comes..they're as close as family..

Ætla að taka mér smá pásu frá því að skrifa um hatursglæpi. Erfitt að einbeita sér að því í lengri tíma að skrifa um svoleiðis, ég verð svo döpur að þetta sé virkilega að ske í heiminum í dag. Svo segjumst við vera siðmenntuð!! Fussumsvei segi ég nú bara...
Annars er allt fínt að frétta af mér, þó ég hafi á tilfinningunni að þið haldið hið gagnstæða eftir síðasta blogg! Er í alvörunni ekki með svo mikla heimþrá að þið þurfið að peppa mig upp, en takk samt fyrir það! Kommon, hver myndi í alvöru sakna þess að vera í kuldarassgatinu þarna uppfrá?! ;)
Hef svo lítið spennandi að segja að það er bara enginn húmor í því. Vikan hefur farið í lærdóm (tja svona að mestu..) og mér tókst meira að segja að afþakka djamm á fimmtudagskvöldið! Og þetta verður annað laugardagskvöldið í röð sem ég verð heima hjá mér.. Met alveg. Ég fer í próf á mánudagsmorguninn, brilliant leið til að hefja vikuna! Er reyndar ekki stressuð, enda hef ég aldrei á ævinni verið stressuð fyrir próf. Finnst alltaf eins og ég eigi að vera það, en hef bara aldrei náð að fullkomna tilfinninguna.. Skilst að ég sé ekki að missa af miklu, hún er ekki það ljúf að mati margra.
Þið munið líklega flest eftir rauðhausapöddusögunni (eins og Inga mín nefndi hana réttlega)? Get toppað hana með atburðum síðustu viku. Var semsagt fyrir utan northern theatre nr.22 að bíða eftir að fyrirlesturinn myndi hefjast og var að spjalla við Becks (ekki bjórinn, heldur stelpa sem ég þekki) til að drepa tímann. Allt í einu kem ég auga á nokkuð sem að mínu mati á ekki nokkra samleið með æðri menntaveginum. Eftirfarandi er brot af samtali mínu og Becks í kjölfarið:
Brjálaði Íslendingurinn: WHAT IS THAT??!! (með bendingum og kerlingarskríkjum)
Becks: (horfir í átt bendingarinnar) A barbeque, they are selling hotdogs.. (sagt með þú-ert-geðbilaður-útlendingur-tóni)
Brjálaði Íslendingurinn: NO NO!! THAT!! (meiri bendingar) ON THE GROUND!! THE THING THAT IS CRAWLING? ?!
Becks: oh, that? That's a goana.
Brjálaði Íslendingurinn: A WHAT???!!
Becks: A GOANA (sagt mjög hægt til áherslu) Have you never seen one?
Brjálaði Íslendingurinn: NO! SJITT..WHAT'S IT DOING HERE?? (en í panikki því nú nálgast kvikindið..)
Becks: They live here, in the forest, they're everywhere..This one probably smelled the bbq and that's why it came out..
Brjálaði Íslendingurinn: this country is mad (sagt í hálfum hljóðum til að móðga ekki ástralann) Oh..ok...are they dangerous?
Becks: Not very, if you attack them, they could be... but usually they are just looking for food..
Brjálaði Íslendingurinn: (making a mental note; never attack a goana..) Right..ok..I think we should go inside now...
- afsakið að þetta er allt á ensku, fattaði ekki fyrr en eftirá að ég væri búin að skrifa þetta á ensku en ekki ísl.! æi, bætir karakterinn í sögunni..
Hef séð aðra goana eftir þetta samt, ein var á vappinu fyrir utan bókasafnið..sem hrekur þá tilgátu becks að þær leiti ætis því bókasafnið er stranglega no food, no drink policy. Er núna of hrædd að sitja á bekkjunum sem eru á jaðri skógarinns, af ótta við árás af goana.. Þær eru meter á lengd, bara svo ég réttlæti ótta minn!! og ég er bara 1.70.. munar ekki það miklu.. En myndin meðfylgjandi er einmitt af Goana, þó að það sé að vísu ekki sú sama og fjallað var um hér að ofan..
Well.. þarf víst að halda áfram að læra..því ef ég fell á þessu þá verður erfiðara að ná kúrsinum og ef ég fell á kúrsinum verður mér hent út úr landinu og ég fæ engin námslán. Upplífgandi, ekki satt??
Hamingjukveðjur frá Upper Mt. Gravatt!
ps. tíu rokkstig fyrir þann sem veit úr hvaða lagi fyrirsögnin er og hver flytur lagið!
einnig ætla ég að prófa hvað þið vitið um Ástralíu og koma með spurningar í lok hvers pistils (geri mér grein fyrir að það er alltof auðvelt að svindla, þannig að sá fyrsti sem svindlar fær stig)
Tíu gáfnaljósastig fyrir þann sem getur svarað þessari spurningu:
Hvað heitir forsætisráðherra Ástralíu?
<< Home