þriðjudagur, mars 21, 2006

It's all fun and games till someone loses a finger..


Pirrelsi í gangi í dag og ég ætla að láta það bitna á þér. Sorry. Kemst ekki hjá því... !

Ég þoli ekki:
-að sofa í einbreiðu rúmi
-að vera pirruð og stressuð
-að vera alltaf heitt (stilli stundum loftkælinguna á milljón til að líða eins og heima.. )
-að vera svona hrikalega óskipulögð og koma mér þar af leiðandi í bobba
-að bíða eftir strætó
-að ég viti ekki lengur alla litlu hlutina sem gerast í lífi vina minna
-að íslensku stafirnir virka ekki á msn hjá mér..alls staðar annars staðar, en ekki á msn!
-að þurfa að skrifa ritgerðir og fara í próf (stress dauðans í gangi)
-að hafa ekki fengið almennilegt knús í næstum tvo mánuði
-að vera með heimþrá
-að finnast ég vera gömul
-að finnast ég ekki geta gert eitthvað, eins og t.d. ritgerðir!
-að ég eyði tímanum í að gera ekki neitt í staðinn fyrir að vera að læra
-ástralskt skordýralíf
-að það eru hlutir að gerast heima sem ég á eftir að missa af
-að geta ekki labbað inn til Nonna og finnast ég vera fyndnust í heimi því hann hlær að öllu sem ég segi (miss ya bró, veit að þú lest þetta ekki, en samt...)
-að geta ekki stolið Axel og Írisi á laugardögum og dekrað við þau, sætust í heimi!
-að ég geti ekki hringt í vinkonur mínar hvenær sem er því það kostar of mikið
-að þurfa að spara..
-að þurfa að dröslast með matarpokana í strætó og svo uppá þriðju hæð(engin lyfta)
-að ég er algjör gunga og á það til að fresta öllu þar til á síðustu stundu..
-að fótboltakvöld á Paddy's með Unni eru liðin tíð í bili ;)
-að ég muni stundum ekki hvernig ég á að segja hluti á íslensku
-að ég viti ekki hvernig sumt er sagt á ensku (ég er í einskismannslandi tungumálalega séð..)
-að ég hafi ekki keyrt bíl í tvo mán (sakna Púmba..ekki það að það þýði nokkuð því það er búið að selja hann..)
-að þurfa að elda og þvo þvott sjálf... *roðn*
...
ok, og hvernig væri að vera jákvæð í lokin?!

Ég elska:
-að vera í Ástralíu
-að vera að eldast!
-að það er sífellt sól (já, þetta er svona love/hate relationship)
-að ég er búin að eignast góða vini hérna
-að það er enginn hérna sem segir mér hvað ég eigi að gera, ræð mér sjálf!
-að ég sé búin að venjast flestu hérna
-að O.C. er í kvöld! ;)
-að horfa á Nágranna í Ástralíu, drama drama drama
-að fólk er farið að fatta húmorinn minn á ensku
-að ég eigi frábæra vini og fjölskyldu heima á Íslandi og annars staðar líka!

ok, svo neikvæði dálkurinn er stærri en sá jákvæði, en það eru stærri hlutir í þeim jákvæða!! :)

ÆTLA að fara að læra núna, þarf að lesa svona eittþúsund blaðsíður þannig að það er ekki seinna vænna að fara að koma sér af stað.. allavega næsta klukkutímann áður en O.C. byrjar.. ;)

Veit að allavega ein manneskja (amma Erla) hafði áhyggjur af að ég hefði orðið fyrir fellibylnum, en óttist eigi, hann lenti mun norðar, í kringum Cairns, þannig að það er allt í fína lagi með mig. Hann var samt frekar slæmur, miklar skemmdir.. :/

Og þau ykkar sem voruð farin að hafa áhyggjur af því að ég yrði ein um páskana og voruð komin á fremsta hlunn (ótrúlegt að ég kunni svona háfleyg orð..) með að bóka oneway ticket to OZ, óttist eigi! Signý kemur hingað 19.apríl þannig að ég verð ekki algjörlega yfirgefin. Svo eru tónleikarnir með Sigur Rós þann 15.apríl þannig að ég hef nóg að gera. Held að ég sé búin að sannfæra Daniel (sem er með mér í tveimur kúrsum+tutes) að koma líka.. Hann er ótrúlega fyndinn gaur, ekki fyndinn haha, heldur bara fyndin típa... :) Og ef ég held rétt á spilunum þá kannski sendir mútta mér eitt Nóa egg áður en hún fer sjálf í sólina í FL. Annars er mér farið að litast þannig á blikuna að ég verði ein í kotinu, það virðast allir vera að fara heim eða að ferðast eitthvað, sem ég get ekki gert vegna tónleikanna. Aldrei að vita nema ég nýti fríið þá til að læra!! Ekki veitir af...

I'm doing it again...fresta hlutunum þeas. típískt.. viljastyrkur koma svo!!
Later