laugardagur, mars 18, 2006

Twinkle twinkle little star...


Saturday night and I'm sitting at home.. Já, kæru lesendur (og þá sérstaklega pabbi!) ég fór ekki á djammið í kvöld, aldurinn færir margar gjafir og þrátt fyrir að ég hafi ekki beðið sérstaklega um þessa, þá hef ég ekki endalaust djammþol lengur.. Kannski fyrir bestu, mér finnst ég óendanlega gömul á köflum að djamma með átján ára krökkum niðrí bæ... En nóg um það!! :)

Já, ég ætlaði að segja ykkur restina af síðustu helgi, en nenni ekki að fara út í það í smáatriðum því ég hef heyrt að ég skrifa of löng blogg og fólk nenni einfaldlega ekki að lesa þau! Hnuss... Allavega, gleymdi því fyndnasta sem gerðist á fimmtudagskvöldið í síðasta bloggi! Ég er vitanlega stolt af rótum mínum og þeirri staðreynd að ég er íslensk í húð og (litað) hár, þannig að ég hef reynt að mennta Ástralina eftir bestu getu um kosti Íslands og Íslendinga. Því var tekið smá tungumálanámskeið áður en haldið var út á lífið á fim... Eftir að hafa reynt að kenna stelpunum í korter að segja góðan daginn og góða kvöldið var ég að þrotum komin. Þær voru bara ekki að ná þessu. Held að ég hafi ekki bætt um betur þegar ég reyndi að útskýra hvernig orðin breytast eftir því hvað maður segir, einhvern veginn fengu þær þá hugmynd að maður segi góðan daginn við stráka og góða kvöldið við bæði kynin.. Ekki spurja mig hvernig mér tókst að villa svo um fyrir þeim, ég hugga mig við það að þær eigi líklega ekki eftir að hitta fleiri Íslendinga á lífsleiðinni svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af að hafa orðið tungumáli mínu til skammar.. Gafst að lokum upp á að reyna að kenna þeim hefðbundnar kveðjur og endaði náttúrlega á því að kenna þeim tja.. ekki svo kurteis orð.. Tík var eina orðið sem þær náðu með góðu móti þannig að síðan þá hefur viðkvæðið verið: Skál mi tík! Heimska tík náði líka góðu flugi á tíma, en þær hafa blessunarlega gleymt því og ég hef neitað að rifja upp framburðinn á því.. Þannig að á göngum Genesis 1 (stúdentagarðarnir mínir) hafa þær heilsað kynsystrum sínum með þessu skemmtilega orði.. Og Amy vakti mikla lukku í vinnunni sinni með sömu kveðju.. Segi nú hver sem vill að ég geri ekki mitt til að auka hróður landsins! Að hugsa sér að ég hafi einu sinni unnið í túrista infói! ;)
Laugardagskvöldið var fáránlega skemmtilegt, Australia partíið var mjög skemmtilegt og svo var farið á the Victory (the Vic, if you will, sjá meðfylgjandi mynd). Vaknaði svo á sunnudaginn við hringingu með boð á deit, as in a REAL date, út að borða á fínum stað og alles. (Nota bene, ég svaraði ekki, en hann skildi eftir skilaboð á voicemailinu) Ok, ég veit að þetta er líklega ekki réttur hugsunarháttur (ég er að nálgast 24 ára aldurinn og við vitum öll að the big 3-0 is just around the corner, þannig að ég fer að nálgast síðasta söludag), en ég get bara ekki hugsað mér að fara á deit með gaur sem ég þekki ekki neitt... Get bara ímyndað mér að sitja þarna eins og fífl, reyna að finna eitthvað fyndið og áhugavert til að segja og almennt bara að finnast þetta óþarflega stirt og vandræðalegt. Kemur ekki til greina! Þannig að.. ég svaraði ekki.. og hringdi ekki til baka heldur.. :/ Fór samt að spá í deit menningunni hérna miðað við heima.. as in they have one here.. (vá, afsakið allar enskusletturnar, er bara orðin svo vön að hugsa á ensku að það kemur bara svona út!..hvernig ætli ég verði þegar ég kem heim, þarf að hafa túlk með mér örugglega!) Æi, nóg um þetta, hvað get ég sagt ykkur meira..?
Vikan er búin að vera fín, fékk 9.5 fyrir fyrsta verkefnið mitt (vá, má maður monta sig!) og skilaði öðru í gær sem ég fæ pottþétt EKKI 9.5 fyrir, en ég fell samt örugglega ekki á því..
Já, ég fór út á fimmtudaginn, ætlaði ekki að gera það, en Amy hitti á veikan blett.. Hún sagði að hún skildi það alveg að ég vildi vera heima, ég væri hvort eð er of gömul til að halda í við hana (eða eins og hún sagði það: you're too old to keep up with a nineteen year old..hell no!!) Þannig að ég "neyddist" til þess, þó ekki væri nema fyrir sjálfsvirðinguna! Fórum líka út í gær og það átti að vera frekar stórt kvöld á djammmælikvarða, útaf St.Patrick's day, en írski pöbbinn var með tveggja kílómetra röð þannig að við ákváðum fara bara á kojufyllerí. Sem var mjög gaman, leggið saman sjö stelpur, áfengi og ég-hef-aldrei leikinn og þá vitiði hvernig fór. ;) Skemmtilegar uppgvötanir vægast sagt... Í dag tók ég svo aktúallí upp bækurnar og lærði aðeins! A real life miracle in itself.. Svo þurfti ég að koma mér út úr íbúðinni í kvöld því Amy fékk gest í vidjó fyrir tvo þannig að ég og Peta tókum Sex and the City maraþon og fengum svo norskan gaur í heimsókn þannig að kvöldið var bara ansi gott, þrátt fyrir ekkert djamm! ;)

Næsta vika verður helguð glæpum, ekki í þeim skilningi að ég ætli að fremja þá, heldur þarf ég að skrifa um þá. Sem minnir mig á það að ég þarf topic fyrir ritgerðina, óska eftir aðstoð ykkar: ég þarf að skrifa um myths and facts on crime (sögusagnir og staðreyndir um glæpi?) og mig vantar glæp til að skrifa um, eins og t.d. heimilisofbeldi, rán, árásir eða eitthvað slíkt.. Hvað segið þið? Hef enga reynslu af glæpum, fyrir utan verðlag á Íslandi, þannig að help me out here.. Gæti verið áhugavert reyndar að skrifa um verðlag á Íslandi, en gæti átt erfitt með að finna heimildir hérna.. ;) Kommentið einhverju sniðugu, þarf að fara að byrja á þessu..

Ætti að fara að hætta núna, þetta er orðið fjandi langt eins og vanalega og ég ætla að reyna að lesa einn kafla í viðbót áður en ég fer í háttinn. Hversu sorgleg er ég að læra á miðnætti á laugardagskvöldi??!

See ya dalls..
Andrea glæpon