Authorised by the Australian Government Canberra

Veit að þið furðið ykkur á að ég sé að blogga í annað skiptið á tveimur dögum, en í dag er sérstakur dagur.
Elsku litla frænka mín, hún Sandra Guðný, fermist í dag og mig langar að óska henni innilega til hamingju! Vildi að ég gæti verið hjá þér krúttið mitt, en þú verður að láta þér hina hundrað ættingjana duga! Mamma og pabbi mæta fyrir mína hönd allavega!
Fór samt að rifja upp ferminguna mína í tilefni dagsins. Ótrúlegt að það sé áratugur! síðan. Enda er tíu ára fermingarafmælið mitt núna í apríl. Kemst því miður ekki á það heldur, nema ykkur langi að halda kökubasar og safna fyrir farinu mínu heim, það væri ekki slæmt! ;) hehe..neinei, ég mæti bara spræk á fimmtán ára afmælið og bæti upp fyrir fjarveru mína þetta árið. Annars man ég best eftir fermingargjöfinni frá Hildi sys, sem entist þó ekki eins lengi og fermingargræjurnar frá moms&pops (sem eru enn í fullu fjöri! græjurnar þeas... jú og reyndar eru þau gömlu líka furðu spræk miðað við að hafa þurft að ala mig upp!). Frá Hildi sys fékk ég hins vegar hann Kela minn, sem hét reyndar fullu nafni Hrafnkell Starri (millinafnið kom að vísu síðar eftir að hann færði mér fyrstu af mörgum svipuðum gjöfum í þau tæpu þrjú ár sem hann blessaði þessa jörð). Hann var yndislegur, þó örlítið geðveikur greyið...ekki hans sök samt... Mér fannst samt mesta furða að pabbi skyldi leyfa mér að halda greyinu því hann er ekki mesti dýravinur sem fyrirfinnst... Hann hefur samt þverneitað að ég fái aftur kött á heimilið eftir að Keli minn var sendur til dýralæknisins í sína hinstu ferð eftir að hafa komið með lifandi (þó mikið slasaðan) fugl heim og pabbi þurfti að aflífa þar sem að ég var of hrædd til að gera það sjálf. Nú er mottóið: ef þú vilt kött þá geturðu fengið þér þitt eigið heimili til að hafa hann á! Sem ég skil alveg, ég meina, við systkinin fengum að eiga tvo ketti (annar þeirra margfaldaði sig fjórfalt meira að segja!) þrátt fyrir að hann þoli ekki ketti.. That's parents' love for ya... Dad you're the best! :)
Annars ætti ég að hætta að rifja upp áratuga gamlar minningar núna því ég er að fara í próf á morgun og ætti að lesa aðeins meira fyrir það. Og klukkan er hálfellefu og ég þarf að vakna klukkan sex (ókristilegur tími) til að ná strætó. Vá hvað ég verð fegin þegar þessi vika verður búin!
Önnur skemmtileg staðreynd: í dag eru TVEIR mánuðir síðan ég yfirgaf fósturjörðina. Einn í viðbót og þá hef ég bætt heimsreisuferðina í tíma. (Þetta hljómaði asnalega.. er hætt að geta sett saman eðlilegar setningar á Ísl..)
Spurning dagsins (sjáum hvort pabbi geti þessa líka):
Á ástralska skjaldarmerkinu eru tvö dýr, hver eru þau??
Later dudes! :)
<< Home