þriðjudagur, mars 28, 2006

I’m not a performing monkey...although sometimes I do look like one


G'day mate! How's it goin'?!
Bloggstuð í gangi þessa dagana augljóslega.. ;)
I miss my mum! Kræst, tilraunir mínar til að elda kvöldmat enduðu í ruslinu. Bókstaflega. Kannski vegna þess að það eina sem ég kann að elda er kjúklingur og lasagne (ok, tók mig sjö tilraunir að reyna að skrifa þetta orð...og það er örugglega vitlaust skrifað..hjúkkit að ég elda það betur en ég stafset það!) Ekki það að það sé nokkur hætta á að ég svelti þrátt fyrir fánýta kunnáttu í eldhúsinu! Það er ekki einu sinni til skyr hérna til að bjarga manni á kvöldum sem þessum. Og tæplega tveggja mánaða leit minni að seríósi hefur ekki borið árángur... But I shall not surrender! The Cheerios shall be mine!
En nóg um mat, ég hlýt að hafa eitthvað skemmtilegra að segja en það..

Prófið gekk sæmilega held ég bara, skrifaði allavega nógu mikið, en það er annað mál hvort það hafi "meikað sens". Kemur í ljós síðar.. Ritgerðin gengur líka alveg súpervel *hóst*.. hehe, nei í alvöru, þá er hún næstum tilbúin. Þarf samt að skrifa lokaorðin aftur þar sem að ég skrifaði þau í gærkvöldi þegar ég var alveg að því komin að sofna fram á lyklaborðið. Peta var líka svo yndisleg að lesa hana yfir fyrir mig og koma með ábendingar. Þannig að allt stress er horfið eins og dögg fyrir sólu! Enda ekki annað hægt í allri sólinni hérna, veðurfræðingarnir hérna eru greinilega betri í sínu starfi því það hefur vart sést ský á himni síðustu daga. Oh, if only I could make the most of it.. ;)

Myndin hefur tilgang, veit að þið voruð að spá í því. Það er myljandi spenningur í gangi meðal stelpnanna að fá að sjá mig með víkingahatt. Þær eru meira að segja (því miður) búnar að finna stað sem selur svoleiðis höfuðföt og það er á dagskránni að fjárfesta í svoleiðis mér til heiðurs. Það er reyndar mjög fyndið að sjá hversu spenntar þær eru yfir því, syngja meira að segja eitthvað ástralskt víkingalag með þegar þær ræða þetta mál.. Ég bíð og vona að hugmyndin hverfi eins fljótt og hún kom. Skil reyndar ekki af hverju þær miða ekki víkingaáróðurinn frekar að norsurunum sem búa hérna (tvö stykki)... Noregur er víst ekki eins spennandi og Ísland að þeirra mati.. Petu finnst reyndar ekkert skemmtilegra en að "take the piss out of me" fyrir að vera íslensk. Það er uppspretta óteljandi hláturskasta á milli okkar tveggja að hlægja að rótum mínum. Henni finnst einnig óendanlega fyndið þegar ég segi eitthvað sem telst til "svarts húmors". Hinar stelpurnar horfa nefnilega stundum á mig eins og ég sé væglega geðveik þegar ég segi eitthvað sem jaðrar við að vera á velsæmismörkunum en Peta ætlar að pissa á sig af hlátri. Myndi gefa ykkur dæmi, en foreldrar mínir, ömmur og fleiri ættingjar lesa þetta.. veit að stelpurnar mínar heima fatta þetta alveg.. PS. Hjördís, ég reyndi að þýða Önnu handalausu brandarana yfir á ensku og f.y.i. they do not work. Ef þú varst að spá í að reyna það einhvern tímann.. ;)
Fæ endalaust af spurningum um Ísland, flestar eru reyndar orðnar frekar þreyttar og pirrandi, en ég reyni að gera mitt besta í landkynningunni! Hérna eru nokkur dæmi (skrifa þau á ensku samt, auðveldara.. ps. er einhver pirraður/pirruð á hversu mikið ég sletti??):
*I've heard that Iceland is green and Greenland is ice..? Is that true?
*Where is Iceland? (Og í framhaldi af því:) Where is Greenland? (og áfram) Where is Norway? (ok, að missa þolinmæðina núna..en held áfram) Oh, so it's like a part of England? (ARRRGG!)
*Where is Europe?? (??!!! what's wrong people??)
*Iceland is a part of the Commonwealth of course? (eh..nei..! proud to be independent!)
*What's Iceland like? (ok, ég HATA þessa spurningu..hvernig í ósköpunum á maður að svara henni?? þetta er ritgerðarspurning, ekki spurning til að sletta fram í samræðum!)
*Do you speak English? (nei..íslensku..) Oh, is that like Irish then? (dear god, what do they teach the kids in school...?)
annars hef ég mest gaman af þessu, ekki misskilja mig! Finnst bara óendanlega fyndið (og sorglegt) hvað Ástralir virðast vita lítið um umheiminn. Hef hitt marga sem hafa ekki einu sinni farið út úr sínu fylki hvað þá út úr landinu.. Landafræði og tungumál eru allavega ekki þeirra sterkasta hlið..

Annars er ég bara endalaust hamingjusöm í dag og allar áhyggjur af mér eru algjörlega óþarfar því satt best að segja þá gæti lífið vart verið betra! Nema ef ég fengi HD á prófinu, sem er líklega of mikils til ætlast.. ;) (HD=High Distinction=A=8.5-10=frábært)

Well, the books won't read themselves!
xoxo
Andie

úff..gleymdi næstum spurningu dagsins.. og bara svo þið fáið stöðuna, þá er pabbi með yfirgnæfandi forystu í leiknum, með tuttugu stig, þið eruð ekki einu sinni að gefa honum samkeppni!! Það eru verðlaun í boði ef það hvetur ykkur eitthvað áfram! Þetta eru ekki einu sinni það erfiðar spurningar..(ætlaði vísu að koma með eina svakalega í dag, en ákvað að hafa hana bara létt/miðlungs):
Ástralía skiptist í nokkur fylki sem hvert hafa sína sér fylkisstjórn og lögsögu. Hversu mörg eru þau, hvað heita þau og í hverju þeirra bý ég? (síðasti parturinn er reyndar alveg gefinn ;) )