miðvikudagur, apríl 05, 2006

Nothing brings me down



Góðan dag, góðan dag, glens og grín það er mitt fag,
hopp og hí og trallalí og uppá nefið nú ég sný!
(þetta lag minnir mig alltaf á Nonnsa, bregst ekki! :) )

Hvað segist? Allir í góðu fjöri??

Ég er búin að hafa það ágætt síðustu daga, same old, same old.. Mamma móðgaði mig um daginn, leyfði henni að sjá mig í webcam og hún spurði hvar brúnkan mín væri eiginlega! Maður verður ekki brúnn í fyrirlestrarsölunum, ótrúlegt en satt! Þannig að ég ákvað að taka til minna mála í brúnkudeildinni og skellti mér í sund í fyrsta sinn síðan ég kom. Reyndar þegar ég hugsa útí það, þá held ég að það hafi verið í fyrsta sinn í ca. eitt og hálft ár.. Gott ef síðasta skiptið var ekki bara þegar ég var í Ástralíu í fyrsta skiptið! Mesta furða að ég skyldi enn komast í sundfötin, átti alls ekki von á því.. Og man, hvað maður getur annars verið fljótur að gleyma! Gleymdi því algjörlega að ég kann hreinlega ekki að synda! Enda var sund eini áfanginn sem ég hef verið á mörkunum á að falla í á ævinni! Allt beygja-kreppa-út-saman-dæmið er bara ruglandi. Veit ekki hvað ég á að gera við hendurnar á meðan ég er að einbeita mér að því að ná fótadæminu á hreint þannig að ég lít út eins og híena á ísjaka. Tókst þó að svamla tíu ferðir í fimmtíu metra laug, sem er ekki sem verst miðað við vankunnáttuna á sundsviðinu... Kannski að Unnur vinkona mín, sunddrottning með meiru, myndi senda mér myndskreyttar sund-leiðbeiningar, það myndi eflaust hjálpa þessu litla fatlafóli! ;) Þrátt fyrir byrjendaörðuleikana fór ég aftur daginn eftir, samt mest útaf því að það var óþolandi heitt þann daginn. Æfingin skapar meistarann eins og máltækið segir..!

Annars er merkilegt að ég skuli aðeins blogga þegar ég hef svona milljón aðra hluti á dagskránni.. Ætlaði að vera svo dugleg að fara að læra, en það virðist alltaf eitthvað meira spennandi vera í boði.. Nágrannar, spjall við stelpurnar, eða (og ekki fara með þetta lengra!) Bold and the Beautiful! Já, ég horfði á það í dag.. skemmtilegt að það breytist aldrei neitt í þessum þáttum.. ennþá sama dramað og fyrir fimm árum..
Í gær var mini-tornado (fellibylur) í Brisbane.. frekar skarí sjitt þar sem að ég var ein heima og fannst eins og eldingarnar væru beinlínis úti á svölum.. En ég lifði það af, hafði the O.C. og Galileo til að dreifa huganum ;)
Sjii..verð að fara að læra núna, klukkan er orðin alltof margt miðað við hvað það er mikið eftir og ég þarf að mæta á "fund" í fyrramálið..
xoxo
Andie