miðvikudagur, apríl 19, 2006

Someone tell me where did it go.. Darling I'm damned if i know..


Sumir fengu lit í dag! ;) Ég og Peta fórum á ströndina í Newcastle í dag, eins og sést á myndinni og ég er orðin í stíl við foreldra mína, rauð og smekkleg..!

Jebbserí, komin aftur heim..ekki "heim" í alvöru skilningi orðsins, heldur í tímabundinni merkingu. (Vá, er bara að taka eftir því núna hvað nefið á mér er fáránlegt, takiði eftir því á myndinni? Eða hefur það alltaf verið svona og enginn hefur sagt mér það??) Anyways, much needed nose-job aside, þá var ferðin mín mjög skemmtileg. Held að ég hafi sjaldan hlegið jafn mikið á einum sólarhring (miðað við það að hafa verið blá edrú allan tímann!) Vaknaði á ónáttúrulegum tíma, klukkan fimm í gærmorgun og skellti mér í flug. Eftir típískt vesen hjá yfirvöldunum (held að það hvíli bölvun á mér) komst ég til stórborgarinnar. Stoppaði hjá henni Sigrúnu konsúl í ca. klukkutíma á spjallinu bara og afgreiddi D-ið mitt þannig að það getur enginn sagt að ég geri ekki mitt í þágu flokksins! Fáránlegt að skrifa einn bókstaf á blað, loka það svo inni í þremur umslögum með innsiglum og látum og fara svo og setja það sjálf í póst! Rölti svo um Sydney, fór í útsýnistúr upp í Sydney Tower og borðaði forframaðan hádegisverð á KFC. Mjög skrítið að koma þangað aftur (Sydney sko, ekki KFC) fór alveg langt aftur í tímann í huganum. Labbaði meira að segja framhjá hostelinu sem ég var á síðast, bara fyrir húmorinn. Já, það þarf lítið til að skemmta ljóskunni í útlöndunum! ;) Hoppaði svo uppí lest til Newcastle sem tók hátt í þrjá tíma. Gott að mér finnst gaman í lestum, þó að salernin í þeim séu nú kannski ekki efst á vinsældarlistanum hjá mér! Held að ég sé andlega sködduð eftir þá reynslu..*ógeðishrollur* Sigur Rós í geislaspilaranum, ástralskt landslag (sem felst að mestu í trjám og öðrum gróðri) og sms til Petu á fimm mínútna fresti.
Hér kemur dæmi..
Peta: Where are you now?
Andrea: In some hillbilly nowhere town with weird horses who are wearing capes, and LOTS of trees! ;)
ah..stytti mér stundirnar allavega..! ;)
Mamma hennar og pabbi tóku svo á móti mér með svaka veislu, ekta ástralskt bbq (engar rækjur samt!) Ég bondaði við hundinn hennar, Sootie (correct spelling Petey?), en kötturinn Milo var held ég enn geðveikari heldur en hann Keli minn heitinn.. Foreldrar hennar eru æði, tóku rosalega vel á móti mér og létu mér líða eins og heima. Horfðum á Day after Tomorrow um kvöldið, sem Petu fannst fyndið því hún var viss um að það myndi minna mig á ástandið heima! (verðið að hafa séð myndina til að fatta þetta..) Í dag fóru þær mæðgur svo með mig í smá sightseeing túr um Newcastle, sem var mjög gaman. Kíktum á ströndina, löbbuðum um downtownið og borðum lunch á bryggjubakkanum. (Sjá myndir ef þær öpplódast einhvern tímann!)
Á morgun er svo planið að reyna að hitta "litlu" frænku og eyða smá tíma með henni og co. Er samt enn ekki búin með fjandans ritgerðina, en það kemur að lokum.. Þau (Signý og Óskar) eru víst búin að bóka hótel og bíl fyrir Byron Bay ferðina okkar sem hefst stundvíslega klukkan tíu á föstudagsmorguninn. Óskar ætlar að keyra víst.. hey, better him than me! myndi ekki meika vinstri umferðina hérna! Ætla að safna meiri rauðum lit um helgina og drekka helling af XXXX Gold! Hey, ég verð líka að fá að fagna tíu ára fermingarafmælinu mínu eins og allir eru að fara að gera heima...!
Ég er að gera mitt besta með myndirnar, er að hlaða þeim inn á síðuna núna, tekur bara svo langan tíma...og ég er þreytt..það tekur á að leika sér á ströndinni krakkar mínir!

Vil svo í lokin gefa elskulegum föðurbróður mínum, Víði, stórt klapp á bakið og hrós fyrir nýju Fréttaveituna! Sá nýjasta tölublaðið á HS síðunni og ég verð að segja að hún hefur aldrei litið betur út! Hlakka til að sjá hana læv, ekki eins að sjá þetta í abdobe reader. En þetta er geðveikt flott hjá þér Víðir, enda ekki við öðru að búast af snillingi eins og þér! (Ps. finndu nýrri myndir til að setja af pabba í greinarnar sem hann skrifar, sama hvað hann vill trúa því, þá er hann gráhærðari núna heldur en hann var fyrir tíu árum þegar þessi mynd var tekin! Enga afbökun á sannleikanum takk fyrir! ;) )

Sólarkveðjur frá Brisbane!
Andie McTanned