mánudagur, apríl 17, 2006

Are you lonesome tonight...?



I feel so abandoned.. Það eru allir farnir heim til sín og ég sit hérna ein að hlusta á þvottavélina.. hring eftir hring eftir hring.. stuð. Annars verð ég nú ekki ein lengi, flýg til fallegu borgarinnar í suðri, Sydney eldsnemma í fyrrmálið! Jesssörrí.. það verður eflaust skrítið að koma þangað aftur, einu og hálfu (circa..) ári síðar. Og á allt öðrum forsendum. Var einmitt að hugsa það í dag hvort það væri eitthvað sem ég ætti eftir að sjá þar og er að spá í að skella mér uppí Sydney Tower ef ég hef tíma. Það er svona útsýnisturn þar sem maður sér yfir alla Sydney. Fór ekki þangað síðast... Nema ég endi í búðunum, sem ég ætla fyrir alla muni að forðast! Nema ég klári ritgerðina í kvöld (bjartsýni, er bara búin með innganginn) þá verðlauna ég mig kannski smá.. ;)

Tek svo lestarkvikindið til Petu og fæ að gista hjá henni (ávallt hagsýnn námsmaður!) Skottúr, en verður án efa skemmtilegur :) Tek myndavélina með, og skal REYNA að taka myndir og aktúallí að setja þær inn líka ;) Mamma var allavega að pressa á mig með það..

Páskarnir mínir hafa verið mjööööög rólegir, búin að sitja og stara á tölvuna að reyna að koma einhverju á blað, en hefur ekki tekist neitt rosalega vel.. Fór á Sigur Rósar tónleikana á laugardagskvöldið og þeir voru fantagóðir eins og ávallt. Ekki eins góðir og í Laugardalshöllinni fyrir jól, en það er nú erfitt líka að toppa þá frammistöðu. Svo var líka vesen með hljóðið hjá þeim fyrripartinn af tónleikunum, en var nokkurn veginn komið í lag undir lokin. Ástralirnir heyrðu allavega engan mun, miðað við fagnaðarlætin í lokin. Fyndnast fannst mér að gaur sem stóð rétt hjá mér var sífellt að öskra: Jónsi! Jónsi! (hann var á perunni sko, gaurinn, ekki Jónsi..held ég allavega..) Veit ekki hvað það átti að áorka, hvort hann bjóst við að Jónsi myndi hoppa niður af sviðinu og koma og tala við hann eða bjóða honum uppá bjór.. En allt í allt, góðir tónleikar og skemmtilegt kvöld. Var samt alveg búin á því þegar ég loksins komst heim, þurftum að labba töluvert til að finna leigara og á einum tímapunkti var mér boðið 5 dollara fyrir..tja, það eru ung börn að lesa þetta líka, förum ekki lengra útí það! ;) Skuggalegt hverfi, sagði ykkur það!

Jæja, nágrannar eru að byrja, skuggalega spennandi, myndi segja ykkur hvað er að gerast, en við erum náttúrulega ljósárum á undan þáttunum heima þannig að ég ætla nú ekki að kjafta frá öllu.. ;)

Skrifa ferðasögu þegar ég kem frá Sydney, until then, cheers mates!