þriðjudagur, mars 28, 2006

I’m not a performing monkey...although sometimes I do look like one


G'day mate! How's it goin'?!
Bloggstuð í gangi þessa dagana augljóslega.. ;)
I miss my mum! Kræst, tilraunir mínar til að elda kvöldmat enduðu í ruslinu. Bókstaflega. Kannski vegna þess að það eina sem ég kann að elda er kjúklingur og lasagne (ok, tók mig sjö tilraunir að reyna að skrifa þetta orð...og það er örugglega vitlaust skrifað..hjúkkit að ég elda það betur en ég stafset það!) Ekki það að það sé nokkur hætta á að ég svelti þrátt fyrir fánýta kunnáttu í eldhúsinu! Það er ekki einu sinni til skyr hérna til að bjarga manni á kvöldum sem þessum. Og tæplega tveggja mánaða leit minni að seríósi hefur ekki borið árángur... But I shall not surrender! The Cheerios shall be mine!
En nóg um mat, ég hlýt að hafa eitthvað skemmtilegra að segja en það..

Prófið gekk sæmilega held ég bara, skrifaði allavega nógu mikið, en það er annað mál hvort það hafi "meikað sens". Kemur í ljós síðar.. Ritgerðin gengur líka alveg súpervel *hóst*.. hehe, nei í alvöru, þá er hún næstum tilbúin. Þarf samt að skrifa lokaorðin aftur þar sem að ég skrifaði þau í gærkvöldi þegar ég var alveg að því komin að sofna fram á lyklaborðið. Peta var líka svo yndisleg að lesa hana yfir fyrir mig og koma með ábendingar. Þannig að allt stress er horfið eins og dögg fyrir sólu! Enda ekki annað hægt í allri sólinni hérna, veðurfræðingarnir hérna eru greinilega betri í sínu starfi því það hefur vart sést ský á himni síðustu daga. Oh, if only I could make the most of it.. ;)

Myndin hefur tilgang, veit að þið voruð að spá í því. Það er myljandi spenningur í gangi meðal stelpnanna að fá að sjá mig með víkingahatt. Þær eru meira að segja (því miður) búnar að finna stað sem selur svoleiðis höfuðföt og það er á dagskránni að fjárfesta í svoleiðis mér til heiðurs. Það er reyndar mjög fyndið að sjá hversu spenntar þær eru yfir því, syngja meira að segja eitthvað ástralskt víkingalag með þegar þær ræða þetta mál.. Ég bíð og vona að hugmyndin hverfi eins fljótt og hún kom. Skil reyndar ekki af hverju þær miða ekki víkingaáróðurinn frekar að norsurunum sem búa hérna (tvö stykki)... Noregur er víst ekki eins spennandi og Ísland að þeirra mati.. Petu finnst reyndar ekkert skemmtilegra en að "take the piss out of me" fyrir að vera íslensk. Það er uppspretta óteljandi hláturskasta á milli okkar tveggja að hlægja að rótum mínum. Henni finnst einnig óendanlega fyndið þegar ég segi eitthvað sem telst til "svarts húmors". Hinar stelpurnar horfa nefnilega stundum á mig eins og ég sé væglega geðveik þegar ég segi eitthvað sem jaðrar við að vera á velsæmismörkunum en Peta ætlar að pissa á sig af hlátri. Myndi gefa ykkur dæmi, en foreldrar mínir, ömmur og fleiri ættingjar lesa þetta.. veit að stelpurnar mínar heima fatta þetta alveg.. PS. Hjördís, ég reyndi að þýða Önnu handalausu brandarana yfir á ensku og f.y.i. they do not work. Ef þú varst að spá í að reyna það einhvern tímann.. ;)
Fæ endalaust af spurningum um Ísland, flestar eru reyndar orðnar frekar þreyttar og pirrandi, en ég reyni að gera mitt besta í landkynningunni! Hérna eru nokkur dæmi (skrifa þau á ensku samt, auðveldara.. ps. er einhver pirraður/pirruð á hversu mikið ég sletti??):
*I've heard that Iceland is green and Greenland is ice..? Is that true?
*Where is Iceland? (Og í framhaldi af því:) Where is Greenland? (og áfram) Where is Norway? (ok, að missa þolinmæðina núna..en held áfram) Oh, so it's like a part of England? (ARRRGG!)
*Where is Europe?? (??!!! what's wrong people??)
*Iceland is a part of the Commonwealth of course? (eh..nei..! proud to be independent!)
*What's Iceland like? (ok, ég HATA þessa spurningu..hvernig í ósköpunum á maður að svara henni?? þetta er ritgerðarspurning, ekki spurning til að sletta fram í samræðum!)
*Do you speak English? (nei..íslensku..) Oh, is that like Irish then? (dear god, what do they teach the kids in school...?)
annars hef ég mest gaman af þessu, ekki misskilja mig! Finnst bara óendanlega fyndið (og sorglegt) hvað Ástralir virðast vita lítið um umheiminn. Hef hitt marga sem hafa ekki einu sinni farið út úr sínu fylki hvað þá út úr landinu.. Landafræði og tungumál eru allavega ekki þeirra sterkasta hlið..

Annars er ég bara endalaust hamingjusöm í dag og allar áhyggjur af mér eru algjörlega óþarfar því satt best að segja þá gæti lífið vart verið betra! Nema ef ég fengi HD á prófinu, sem er líklega of mikils til ætlast.. ;) (HD=High Distinction=A=8.5-10=frábært)

Well, the books won't read themselves!
xoxo
Andie

úff..gleymdi næstum spurningu dagsins.. og bara svo þið fáið stöðuna, þá er pabbi með yfirgnæfandi forystu í leiknum, með tuttugu stig, þið eruð ekki einu sinni að gefa honum samkeppni!! Það eru verðlaun í boði ef það hvetur ykkur eitthvað áfram! Þetta eru ekki einu sinni það erfiðar spurningar..(ætlaði vísu að koma með eina svakalega í dag, en ákvað að hafa hana bara létt/miðlungs):
Ástralía skiptist í nokkur fylki sem hvert hafa sína sér fylkisstjórn og lögsögu. Hversu mörg eru þau, hvað heita þau og í hverju þeirra bý ég? (síðasti parturinn er reyndar alveg gefinn ;) )

sunnudagur, mars 26, 2006

Authorised by the Australian Government Canberra

Þetta er veðurspáin fyrir vikuna hjá mér, heiðskýrt og 25 stiga hiti út vikuna. No jealousy required.. ;)
Veit að þið furðið ykkur á að ég sé að blogga í annað skiptið á tveimur dögum, en í dag er sérstakur dagur.
Elsku litla frænka mín, hún Sandra Guðný, fermist í dag og mig langar að óska henni innilega til hamingju! Vildi að ég gæti verið hjá þér krúttið mitt, en þú verður að láta þér hina hundrað ættingjana duga! Mamma og pabbi mæta fyrir mína hönd allavega!

Fór samt að rifja upp ferminguna mína í tilefni dagsins. Ótrúlegt að það sé áratugur! síðan. Enda er tíu ára fermingarafmælið mitt núna í apríl. Kemst því miður ekki á það heldur, nema ykkur langi að halda kökubasar og safna fyrir farinu mínu heim, það væri ekki slæmt! ;) hehe..neinei, ég mæti bara spræk á fimmtán ára afmælið og bæti upp fyrir fjarveru mína þetta árið. Annars man ég best eftir fermingargjöfinni frá Hildi sys, sem entist þó ekki eins lengi og fermingargræjurnar frá moms&pops (sem eru enn í fullu fjöri! græjurnar þeas... jú og reyndar eru þau gömlu líka furðu spræk miðað við að hafa þurft að ala mig upp!). Frá Hildi sys fékk ég hins vegar hann Kela minn, sem hét reyndar fullu nafni Hrafnkell Starri (millinafnið kom að vísu síðar eftir að hann færði mér fyrstu af mörgum svipuðum gjöfum í þau tæpu þrjú ár sem hann blessaði þessa jörð). Hann var yndislegur, þó örlítið geðveikur greyið...ekki hans sök samt... Mér fannst samt mesta furða að pabbi skyldi leyfa mér að halda greyinu því hann er ekki mesti dýravinur sem fyrirfinnst... Hann hefur samt þverneitað að ég fái aftur kött á heimilið eftir að Keli minn var sendur til dýralæknisins í sína hinstu ferð eftir að hafa komið með lifandi (þó mikið slasaðan) fugl heim og pabbi þurfti að aflífa þar sem að ég var of hrædd til að gera það sjálf. Nú er mottóið: ef þú vilt kött þá geturðu fengið þér þitt eigið heimili til að hafa hann á! Sem ég skil alveg, ég meina, við systkinin fengum að eiga tvo ketti (annar þeirra margfaldaði sig fjórfalt meira að segja!) þrátt fyrir að hann þoli ekki ketti.. That's parents' love for ya... Dad you're the best! :)

Annars ætti ég að hætta að rifja upp áratuga gamlar minningar núna því ég er að fara í próf á morgun og ætti að lesa aðeins meira fyrir það. Og klukkan er hálfellefu og ég þarf að vakna klukkan sex (ókristilegur tími) til að ná strætó. Vá hvað ég verð fegin þegar þessi vika verður búin!
Önnur skemmtileg staðreynd: í dag eru TVEIR mánuðir síðan ég yfirgaf fósturjörðina. Einn í viðbót og þá hef ég bætt heimsreisuferðina í tíma. (Þetta hljómaði asnalega.. er hætt að geta sett saman eðlilegar setningar á Ísl..)

Spurning dagsins (sjáum hvort pabbi geti þessa líka):
Á ástralska skjaldarmerkinu eru tvö dýr, hver eru þau??

Later dudes! :)

laugardagur, mars 25, 2006

All my friends..are dear to me..oh when the storm comes..they're as close as family..



Ætla að taka mér smá pásu frá því að skrifa um hatursglæpi. Erfitt að einbeita sér að því í lengri tíma að skrifa um svoleiðis, ég verð svo döpur að þetta sé virkilega að ske í heiminum í dag. Svo segjumst við vera siðmenntuð!! Fussumsvei segi ég nú bara...

Annars er allt fínt að frétta af mér, þó ég hafi á tilfinningunni að þið haldið hið gagnstæða eftir síðasta blogg! Er í alvörunni ekki með svo mikla heimþrá að þið þurfið að peppa mig upp, en takk samt fyrir það! Kommon, hver myndi í alvöru sakna þess að vera í kuldarassgatinu þarna uppfrá?! ;)

Hef svo lítið spennandi að segja að það er bara enginn húmor í því. Vikan hefur farið í lærdóm (tja svona að mestu..) og mér tókst meira að segja að afþakka djamm á fimmtudagskvöldið! Og þetta verður annað laugardagskvöldið í röð sem ég verð heima hjá mér.. Met alveg. Ég fer í próf á mánudagsmorguninn, brilliant leið til að hefja vikuna! Er reyndar ekki stressuð, enda hef ég aldrei á ævinni verið stressuð fyrir próf. Finnst alltaf eins og ég eigi að vera það, en hef bara aldrei náð að fullkomna tilfinninguna.. Skilst að ég sé ekki að missa af miklu, hún er ekki það ljúf að mati margra.

Þið munið líklega flest eftir rauðhausapöddusögunni (eins og Inga mín nefndi hana réttlega)? Get toppað hana með atburðum síðustu viku. Var semsagt fyrir utan northern theatre nr.22 að bíða eftir að fyrirlesturinn myndi hefjast og var að spjalla við Becks (ekki bjórinn, heldur stelpa sem ég þekki) til að drepa tímann. Allt í einu kem ég auga á nokkuð sem að mínu mati á ekki nokkra samleið með æðri menntaveginum. Eftirfarandi er brot af samtali mínu og Becks í kjölfarið:

Brjálaði Íslendingurinn: WHAT IS THAT??!! (með bendingum og kerlingarskríkjum)

Becks: (horfir í átt bendingarinnar) A barbeque, they are selling hotdogs.. (sagt með þú-ert-geðbilaður-útlendingur-tóni)

Brjálaði Íslendingurinn: NO NO!! THAT!! (meiri bendingar) ON THE GROUND!! THE THING THAT IS CRAWLING? ?!

Becks: oh, that? That's a goana.

Brjálaði Íslendingurinn: A WHAT???!!

Becks: A GOANA (sagt mjög hægt til áherslu) Have you never seen one?

Brjálaði Íslendingurinn: NO! SJITT..WHAT'S IT DOING HERE?? (en í panikki því nú nálgast kvikindið..)

Becks: They live here, in the forest, they're everywhere..This one probably smelled the bbq and that's why it came out..

Brjálaði Íslendingurinn: this country is mad (sagt í hálfum hljóðum til að móðga ekki ástralann) Oh..ok...are they dangerous?

Becks: Not very, if you attack them, they could be... but usually they are just looking for food..

Brjálaði Íslendingurinn: (making a mental note; never attack a goana..) Right..ok..I think we should go inside now...

- afsakið að þetta er allt á ensku, fattaði ekki fyrr en eftirá að ég væri búin að skrifa þetta á ensku en ekki ísl.! æi, bætir karakterinn í sögunni..

Hef séð aðra goana eftir þetta samt, ein var á vappinu fyrir utan bókasafnið..sem hrekur þá tilgátu becks að þær leiti ætis því bókasafnið er stranglega no food, no drink policy. Er núna of hrædd að sitja á bekkjunum sem eru á jaðri skógarinns, af ótta við árás af goana.. Þær eru meter á lengd, bara svo ég réttlæti ótta minn!! og ég er bara 1.70.. munar ekki það miklu.. En myndin meðfylgjandi er einmitt af Goana, þó að það sé að vísu ekki sú sama og fjallað var um hér að ofan..

Well.. þarf víst að halda áfram að læra..því ef ég fell á þessu þá verður erfiðara að ná kúrsinum og ef ég fell á kúrsinum verður mér hent út úr landinu og ég fæ engin námslán. Upplífgandi, ekki satt??

Hamingjukveðjur frá Upper Mt. Gravatt!

ps. tíu rokkstig fyrir þann sem veit úr hvaða lagi fyrirsögnin er og hver flytur lagið!

einnig ætla ég að prófa hvað þið vitið um Ástralíu og koma með spurningar í lok hvers pistils (geri mér grein fyrir að það er alltof auðvelt að svindla, þannig að sá fyrsti sem svindlar fær stig)

Tíu gáfnaljósastig fyrir þann sem getur svarað þessari spurningu:

Hvað heitir forsætisráðherra Ástralíu?

þriðjudagur, mars 21, 2006

It's all fun and games till someone loses a finger..


Pirrelsi í gangi í dag og ég ætla að láta það bitna á þér. Sorry. Kemst ekki hjá því... !

Ég þoli ekki:
-að sofa í einbreiðu rúmi
-að vera pirruð og stressuð
-að vera alltaf heitt (stilli stundum loftkælinguna á milljón til að líða eins og heima.. )
-að vera svona hrikalega óskipulögð og koma mér þar af leiðandi í bobba
-að bíða eftir strætó
-að ég viti ekki lengur alla litlu hlutina sem gerast í lífi vina minna
-að íslensku stafirnir virka ekki á msn hjá mér..alls staðar annars staðar, en ekki á msn!
-að þurfa að skrifa ritgerðir og fara í próf (stress dauðans í gangi)
-að hafa ekki fengið almennilegt knús í næstum tvo mánuði
-að vera með heimþrá
-að finnast ég vera gömul
-að finnast ég ekki geta gert eitthvað, eins og t.d. ritgerðir!
-að ég eyði tímanum í að gera ekki neitt í staðinn fyrir að vera að læra
-ástralskt skordýralíf
-að það eru hlutir að gerast heima sem ég á eftir að missa af
-að geta ekki labbað inn til Nonna og finnast ég vera fyndnust í heimi því hann hlær að öllu sem ég segi (miss ya bró, veit að þú lest þetta ekki, en samt...)
-að geta ekki stolið Axel og Írisi á laugardögum og dekrað við þau, sætust í heimi!
-að ég geti ekki hringt í vinkonur mínar hvenær sem er því það kostar of mikið
-að þurfa að spara..
-að þurfa að dröslast með matarpokana í strætó og svo uppá þriðju hæð(engin lyfta)
-að ég er algjör gunga og á það til að fresta öllu þar til á síðustu stundu..
-að fótboltakvöld á Paddy's með Unni eru liðin tíð í bili ;)
-að ég muni stundum ekki hvernig ég á að segja hluti á íslensku
-að ég viti ekki hvernig sumt er sagt á ensku (ég er í einskismannslandi tungumálalega séð..)
-að ég hafi ekki keyrt bíl í tvo mán (sakna Púmba..ekki það að það þýði nokkuð því það er búið að selja hann..)
-að þurfa að elda og þvo þvott sjálf... *roðn*
...
ok, og hvernig væri að vera jákvæð í lokin?!

Ég elska:
-að vera í Ástralíu
-að vera að eldast!
-að það er sífellt sól (já, þetta er svona love/hate relationship)
-að ég er búin að eignast góða vini hérna
-að það er enginn hérna sem segir mér hvað ég eigi að gera, ræð mér sjálf!
-að ég sé búin að venjast flestu hérna
-að O.C. er í kvöld! ;)
-að horfa á Nágranna í Ástralíu, drama drama drama
-að fólk er farið að fatta húmorinn minn á ensku
-að ég eigi frábæra vini og fjölskyldu heima á Íslandi og annars staðar líka!

ok, svo neikvæði dálkurinn er stærri en sá jákvæði, en það eru stærri hlutir í þeim jákvæða!! :)

ÆTLA að fara að læra núna, þarf að lesa svona eittþúsund blaðsíður þannig að það er ekki seinna vænna að fara að koma sér af stað.. allavega næsta klukkutímann áður en O.C. byrjar.. ;)

Veit að allavega ein manneskja (amma Erla) hafði áhyggjur af að ég hefði orðið fyrir fellibylnum, en óttist eigi, hann lenti mun norðar, í kringum Cairns, þannig að það er allt í fína lagi með mig. Hann var samt frekar slæmur, miklar skemmdir.. :/

Og þau ykkar sem voruð farin að hafa áhyggjur af því að ég yrði ein um páskana og voruð komin á fremsta hlunn (ótrúlegt að ég kunni svona háfleyg orð..) með að bóka oneway ticket to OZ, óttist eigi! Signý kemur hingað 19.apríl þannig að ég verð ekki algjörlega yfirgefin. Svo eru tónleikarnir með Sigur Rós þann 15.apríl þannig að ég hef nóg að gera. Held að ég sé búin að sannfæra Daniel (sem er með mér í tveimur kúrsum+tutes) að koma líka.. Hann er ótrúlega fyndinn gaur, ekki fyndinn haha, heldur bara fyndin típa... :) Og ef ég held rétt á spilunum þá kannski sendir mútta mér eitt Nóa egg áður en hún fer sjálf í sólina í FL. Annars er mér farið að litast þannig á blikuna að ég verði ein í kotinu, það virðast allir vera að fara heim eða að ferðast eitthvað, sem ég get ekki gert vegna tónleikanna. Aldrei að vita nema ég nýti fríið þá til að læra!! Ekki veitir af...

I'm doing it again...fresta hlutunum þeas. típískt.. viljastyrkur koma svo!!
Later

laugardagur, mars 18, 2006

Twinkle twinkle little star...


Saturday night and I'm sitting at home.. Já, kæru lesendur (og þá sérstaklega pabbi!) ég fór ekki á djammið í kvöld, aldurinn færir margar gjafir og þrátt fyrir að ég hafi ekki beðið sérstaklega um þessa, þá hef ég ekki endalaust djammþol lengur.. Kannski fyrir bestu, mér finnst ég óendanlega gömul á köflum að djamma með átján ára krökkum niðrí bæ... En nóg um það!! :)

Já, ég ætlaði að segja ykkur restina af síðustu helgi, en nenni ekki að fara út í það í smáatriðum því ég hef heyrt að ég skrifa of löng blogg og fólk nenni einfaldlega ekki að lesa þau! Hnuss... Allavega, gleymdi því fyndnasta sem gerðist á fimmtudagskvöldið í síðasta bloggi! Ég er vitanlega stolt af rótum mínum og þeirri staðreynd að ég er íslensk í húð og (litað) hár, þannig að ég hef reynt að mennta Ástralina eftir bestu getu um kosti Íslands og Íslendinga. Því var tekið smá tungumálanámskeið áður en haldið var út á lífið á fim... Eftir að hafa reynt að kenna stelpunum í korter að segja góðan daginn og góða kvöldið var ég að þrotum komin. Þær voru bara ekki að ná þessu. Held að ég hafi ekki bætt um betur þegar ég reyndi að útskýra hvernig orðin breytast eftir því hvað maður segir, einhvern veginn fengu þær þá hugmynd að maður segi góðan daginn við stráka og góða kvöldið við bæði kynin.. Ekki spurja mig hvernig mér tókst að villa svo um fyrir þeim, ég hugga mig við það að þær eigi líklega ekki eftir að hitta fleiri Íslendinga á lífsleiðinni svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af að hafa orðið tungumáli mínu til skammar.. Gafst að lokum upp á að reyna að kenna þeim hefðbundnar kveðjur og endaði náttúrlega á því að kenna þeim tja.. ekki svo kurteis orð.. Tík var eina orðið sem þær náðu með góðu móti þannig að síðan þá hefur viðkvæðið verið: Skál mi tík! Heimska tík náði líka góðu flugi á tíma, en þær hafa blessunarlega gleymt því og ég hef neitað að rifja upp framburðinn á því.. Þannig að á göngum Genesis 1 (stúdentagarðarnir mínir) hafa þær heilsað kynsystrum sínum með þessu skemmtilega orði.. Og Amy vakti mikla lukku í vinnunni sinni með sömu kveðju.. Segi nú hver sem vill að ég geri ekki mitt til að auka hróður landsins! Að hugsa sér að ég hafi einu sinni unnið í túrista infói! ;)
Laugardagskvöldið var fáránlega skemmtilegt, Australia partíið var mjög skemmtilegt og svo var farið á the Victory (the Vic, if you will, sjá meðfylgjandi mynd). Vaknaði svo á sunnudaginn við hringingu með boð á deit, as in a REAL date, út að borða á fínum stað og alles. (Nota bene, ég svaraði ekki, en hann skildi eftir skilaboð á voicemailinu) Ok, ég veit að þetta er líklega ekki réttur hugsunarháttur (ég er að nálgast 24 ára aldurinn og við vitum öll að the big 3-0 is just around the corner, þannig að ég fer að nálgast síðasta söludag), en ég get bara ekki hugsað mér að fara á deit með gaur sem ég þekki ekki neitt... Get bara ímyndað mér að sitja þarna eins og fífl, reyna að finna eitthvað fyndið og áhugavert til að segja og almennt bara að finnast þetta óþarflega stirt og vandræðalegt. Kemur ekki til greina! Þannig að.. ég svaraði ekki.. og hringdi ekki til baka heldur.. :/ Fór samt að spá í deit menningunni hérna miðað við heima.. as in they have one here.. (vá, afsakið allar enskusletturnar, er bara orðin svo vön að hugsa á ensku að það kemur bara svona út!..hvernig ætli ég verði þegar ég kem heim, þarf að hafa túlk með mér örugglega!) Æi, nóg um þetta, hvað get ég sagt ykkur meira..?
Vikan er búin að vera fín, fékk 9.5 fyrir fyrsta verkefnið mitt (vá, má maður monta sig!) og skilaði öðru í gær sem ég fæ pottþétt EKKI 9.5 fyrir, en ég fell samt örugglega ekki á því..
Já, ég fór út á fimmtudaginn, ætlaði ekki að gera það, en Amy hitti á veikan blett.. Hún sagði að hún skildi það alveg að ég vildi vera heima, ég væri hvort eð er of gömul til að halda í við hana (eða eins og hún sagði það: you're too old to keep up with a nineteen year old..hell no!!) Þannig að ég "neyddist" til þess, þó ekki væri nema fyrir sjálfsvirðinguna! Fórum líka út í gær og það átti að vera frekar stórt kvöld á djammmælikvarða, útaf St.Patrick's day, en írski pöbbinn var með tveggja kílómetra röð þannig að við ákváðum fara bara á kojufyllerí. Sem var mjög gaman, leggið saman sjö stelpur, áfengi og ég-hef-aldrei leikinn og þá vitiði hvernig fór. ;) Skemmtilegar uppgvötanir vægast sagt... Í dag tók ég svo aktúallí upp bækurnar og lærði aðeins! A real life miracle in itself.. Svo þurfti ég að koma mér út úr íbúðinni í kvöld því Amy fékk gest í vidjó fyrir tvo þannig að ég og Peta tókum Sex and the City maraþon og fengum svo norskan gaur í heimsókn þannig að kvöldið var bara ansi gott, þrátt fyrir ekkert djamm! ;)

Næsta vika verður helguð glæpum, ekki í þeim skilningi að ég ætli að fremja þá, heldur þarf ég að skrifa um þá. Sem minnir mig á það að ég þarf topic fyrir ritgerðina, óska eftir aðstoð ykkar: ég þarf að skrifa um myths and facts on crime (sögusagnir og staðreyndir um glæpi?) og mig vantar glæp til að skrifa um, eins og t.d. heimilisofbeldi, rán, árásir eða eitthvað slíkt.. Hvað segið þið? Hef enga reynslu af glæpum, fyrir utan verðlag á Íslandi, þannig að help me out here.. Gæti verið áhugavert reyndar að skrifa um verðlag á Íslandi, en gæti átt erfitt með að finna heimildir hérna.. ;) Kommentið einhverju sniðugu, þarf að fara að byrja á þessu..

Ætti að fara að hætta núna, þetta er orðið fjandi langt eins og vanalega og ég ætla að reyna að lesa einn kafla í viðbót áður en ég fer í háttinn. Hversu sorgleg er ég að læra á miðnætti á laugardagskvöldi??!

See ya dalls..
Andrea glæpon

mánudagur, mars 13, 2006

My life is brilliant...


Hopp og hí og trallalí kæru lesendur!! Hressleikinn er alveg í hámarki hérna í Brisbane þessa dagana, en áður en við förum nánar út í þá sálma langar mig að segja þetta:
1. Til hamingju með afmælið elsku Íris mín! Veit að það er ekki fyrr en á fimmtudaginn og að þú kannt ekki að lesa, en hey..bíttar ekki máli.. Elska þig krúsídúllan mín!! Hildur, þú gefur henni stórt afmælisknús og koss frá mér!

2. Annað afmæli: Mútter verður XX gömul á föstudaginn og ætlar að fagna því á Oxford Street. Til hamingju elsku mamma mín! Hildur, þú sérð líka um að gefa henni koss og knús! Sorry, lendir allt á þér, en það þýðir ekkert að biðja Nonna og þú verður bara að líða fyrir það að vera eina systir mín!

eitthvað fleira?? það voru fleiri afmæli þarna eitthvers staðar, en ég er búin að færa hamingjuóskir í tilefni af þeim þannig að segjum þetta gott í bili og færum okkur í alvöru málsins!! ;)
- Stór spurning hvar skal byrja..þegar við hættum síðast þá var ég með skordýr í skorunni sem ollu svo sálrænu áfalli að ég man ekki hvað ég gerði frá þeim viðburðaríka þriðjudegi og fram á fimmtudagskvöldið..getur ekki hafa verið merkilegt hvort eð er.. Byrjum þá þar! Kom heim á fimmtudagseftirmiðdaginn tilbúin í að fara í verslunarleiðangur í Vestakurs Garðs Borgina (Westfield Garden City) en um leið og ég kom heim var mér tilkynnt af húsfélögunum að verslunarferðin hefði verið blásin af og til stæði að kynna sér tilboð á þriggja-dollara-Daquiries í Spilavítinu í staðinn. Ég var vitanlega treg í taumi eins og þið vitið, hef hingað til ekki verið þekkt fyrir að fara mikið út á lífið, en komst bara einfaldlega ekki undan því í þetta skiptið.. Þó ég hefði auðvitað frekar viljað vera heima yfir bókunum og Swiss Mokka en maður fær ekki allt sem maður vill, eða svo hef ég heyrt. Allavega, dubbaðar upp í okkar "fínasta" "skunduðum" við af stað, ég, Amy, Jordan, Peta og vinkona Amyar hitti okkur svo niðrí bæ. Casinoið (Spilavítið) var fyrsti stoppustaður þar sem önnur táin var sett í bleyti í 3$-Daqcuiries. Hillbillyið sem ég er fékk sér bara bjór því ég kann ekki að vera svona sex-and-the-city-típa. (innskot ritara: var rétt í þessu að fá sms frá Jordan og spyrja hvort ég vildi koma út í kvöld! Afþakkaði vitanlega, á að skila ritgerð á föstudaginn og einkaritarinn minn er ekki byrjaður á henni..það er svo erfitt að fá góða hjálp nú á dögum...*andvarp*) Eftir smá blackjack (tuttuguogeinn fyrir ykkur sem eruð eins glær og ég í spilamálunum!) og spjall við herramennina á staðnum var haldið á næsta stað!

The Victory varð fyrir valinu, mjög skemmtilegur staður, skiptist niður í nokkra bari þannig að maður getur farið t.d. upp að dansa við fm lögin, hlustað á live tónlist á útibarnum (uppáhaldið mitt) eða sest niður í rólegt horn og spjallað ef allt fútt er úr þér. Ok, nenni ekki að segja meira frá þessu kvöldi enda man ég sáralítið af restinni! hehe..djókur, ég var vitanlega bláedrú, aldursforsetinn í hópnum! ;) Kom heim um fjögur og rankaði ekki við mér fyrr en um hádegi þegar ég þurfti að berjast við timburmennina til að komast upp í skóla í strípurnar sem ég var búin að panta.
- hér þarf ég að segja staðar numið í kvöld kæru lesendur, mín bíður fjall af heimavinnu sem ég þarf að klára svo hægt sé að djamma aftur næstu helgi. Og áður en þið missið ykkur af hneykslun, þá er góð afsökun fyrir því núna, því á föstudaginn er St.Patricks day og er það víst meiri hátíðisdagur hér heldur en í Írlandi meira að segja! Þannig að maður getur víst ekki skrópað í þau fagnaðarlæti! ;)
Svo vil ég koma því á framfæri frá föður mínum að honum þykir heldur nóg um bjór-umræður í kommentunum og biður ykkur að koma umræðunni á hærra plan!
(Ef þið eruð hins vegar ófáanleg til að ræða um nokkuð annað (*blink*Unnz, Björn, Beta, Hjördís og fleiri, þið vitið hver þið eruð!) þá mæli ég með að þið minnist á samfylkinguna, umhverfisverndunarsinna, Manchester United svo fátt eitt sé nefnt, þá held ég að hann myndi frekar kjósa áframhaldandi bjórumræðu! ;) )

Ps.setti inn myndir undir efsta linkinn, "check out my photos"!!
P.P.S. reyni að skella inn restinni af sögunni á morgun, allavega við fyrsta tækifæri!

Knús og kram

þriðjudagur, mars 07, 2006

You say I only hear what I want to...

Hvað segirðu Unnsa mín, varstu að biðja um blogg?? Ætti að geta orðið við þeirri ósk... (sorry, þetta verður samt soldið langt hjá mér..!)

Nýkomin heim úr skólanum og er að teygja lopann áður en ég opna bækurnar. Þarf nefnilega að klára að læra í dag, því í kvöld er O.C. og ég missi sko ekki af því!! Nó vei Hósei!

Háskólinn minn hérna er þannig séð ekki svo ólíkur HÍ að mörgu leiti. Fyrir utan að hann er náttúrulega miklu stærri og skiptist niður í fimm campusa, fjórir þeirra eru hér í Brisbane og einn "niðri" á Gold Coast. Ég er á campus sem heitir Nathan og er elsti campusinn af þessum fimm og jafnframt sá stærsti. Nú man ég ekki nákvæmlega hvað ég var búin að segja ykkur frá honum, en allavega þá er allt til alls hérna. Það er hægt að búa on-campus, ef maður vill en íbúðirnar/herbergin þar eru lítilfjörleg að mér skilst. Það eru allavega fimm kaffihús að ég held og bar auðvitað líka. Það er banki, hárgreiðslustofa, pósthús, ferðaskrifstofa og litlar matvöruverslanir líka. Campusinn er inní miðjum skóg þannig að þú sérð ekki mikið meira en byggingarnar og svo bara guðsgræna náttúruna í kring. Það er harðlega mælt gegn því að maður labbi úti skóginn því þar er allt frá snákum, eðlum og öðrum kvikindum sem væri miður skemmtilegt að hitta, þó að ég sé nokkuð viss um að ekkert af þeim sé baneitrað eða neitt þannig, bara betra að forðast þetta heldur en að fara of nálægt! ;)

Típískur skólaklæðnaður er á við það sem við myndum klæðast í sólarferðum okkar á sumrin. Stelpurnar klæðast yfirleitt hlýrabolum, stuttum pilsum eða "hot-pants" (mjög stuttum stuttbuxum). Strákarnir eru í stuttbuxum, bolum og yfirleitt með derhúfu líka. Kennararnir eru klæddir á sama hátt, sem mér fannst reyndar erfiðara að venjast heldur en hinu, þeir mæta í stuttbuxum og sandölum, eins og þeir ætli að skreppa niðrá strönd eftir tímann. Er búin að venjast þessu núna, þetta er bara normið hérna, það eru allir mjög afslappaðir, bæði í klæðnaði, hegðun og öllu bara. Maður labbar t.d. út á stoppistöð á morgnanna og ef einhver stendur þar fyrir er ekki óalgengt að sá sami heilsi þér um leið og þú kemur að og segir "Hiya, how's it going?" Mér brá verulega fyrst þegar þetta gerðist og var ýkt lengi að spá hvort ég hefði hitt viðkomandi manneskju áður!

Annað er að það ganga ALLIR í flip-flops hérna, sem eru reyndar kallaðir Thongs hér í OZ. Eina fólkið sem ég hef ekki séð ganga í svoleiðis eru skólakrakkarnir en þau fá svaka klossa við búningana sína sem þau þurfa að ganga í. Og ég vorkenni þeim ekkert smá því það hlýtur að vera hell að vera í lokuðum skóm í þessum hita.
Talandi um veðrið, þá hef ég bara ekkert verið svo heppin með það undanfarið! Rigndi endalaust frá fimmtudegi og til sunnudags, þvílíkri hlussurigningu að maður komst vart út úr húsi. Minnti mig á gamla góða Ísland. Það er samt að skána núna, þótt sólin hafi ekki mikið látið sjá sig þá er allavega hætt að rigna! Veit samt að þið vorkennið mér ekki þó ég röfli um veðrið!! Því þrátt fyrir þetta hefur hitinn ekki farið niður fyrir 22 gráðurnar...
Vá, þetta hlýtur að vera orðið ansi leiðinlegt blogg hjá mér.. en ætla að segja ykkur hvað kom fyrir mig í morgun áður en ég hætti..

Ég fór semsagt í tíma í morgun klukkan níu og sat þar og glósaði af djöfulmóð eins og vanalega. Af og til kitlaði mig í hálsinn, en ég hélt bara að hárið á mér væri að flaksast útaf loftkælingunni. Fékk þó nóg að lokum og ætla að fara að festa hárið upp til að losna við þetta þegar ég finn að eitthvað dettur niðrá bringuna á mér og endar í brjóstaskorunni. Lít niður og er þá ekki ógeðslegasta skordýrskvikindi á mér! Fæ hroll þegar ég skrifa þetta meira að segja.. Gult kvikindi með sjö milljón lappir og rauðan haus..jakk. Ég náttla kippist við og þrusa kvikindinu uppúr og var næstum búin að kasta því í næsta mann en það flaug sem betur fer yfir hann og lenti á tröppunni. Hjúkkit. Hjartað á mér á milljón af því að mér brá svo og ég vona að enginn hafi tekið eftir þessu því viðbrögðin hafa vafalaust verið skopleg. Róa mig aðeins niður og byrja að fylgjast með fyrirlestrinum aftur en lít svo niður tveimur mínútum seinna og brá ennþá meira. Sá gommu af einhverju brúnrauðleitu gumsi á mér og ég hélt kannski að helvítis kvikindið hefði náð að "losa sig" á mig áður en ég gat fleygt honum af og fékk viðbjóðshroll við hugsunina. En ég hafði víst kramið ógeðið í óðagotinu og greinilega tæmt hann af líkamlegum vökvum og skilið þá eftir í brjóstaskorunni! annað jakk.. Ég byrja náttúrulega að reyna að þrífa ógeðið af, sem var erfitt því ég var ekki með tissjú eða neitt þannig að ég sit þarna með hendurnar á milli brjóstanna í miðjum fyrirlestri meðal 300 nemenda að reyna að þrífa af mér skordýrablóð. Guð, ég vona að enginn hafi verið að horfa á mig, very embarrasing!! Átti náttla bágt með að einbeita mér eftir þetta því mér klæjaði allsstaðar og beið bara eftir að systir ógeðisins myndi ráðast á mig í hefndarskyni fyrir bróður sinn, sem var þó ekki dauður þrátt fyrir blóðleysið því ég fylgdist með honum skríða burt á tröppunni! Sem var synd, því Bruce var að tala um útbreiðslu Víkinganna í Evrópu og Ísland kom til tals tvisvar og ég hefði viljað getað einbeitt mér að því sem hann var að segja..
En nú þarf ég að fara að baða mig í klór, eða að minnsta kosti fara í mjög heita sturtu og reyna að losa mig við klígjuna af þessu atviki.
Góðar stundir.

fimmtudagur, mars 02, 2006

Blow up day!

Jæja, kannski kominn tími til að skrifa eitthvað! Vonandi mun þessi eini Carlsberg sem ég innbyrti áðan hrekja burt ritstífluna sem ég hef þjáðst af undanfarið..! ;)

Ég er sest aftur á skólabekk og líkar það bara prýðisvel. Kennslufyrirkomulag er keimlíkt því sem gengur og gerist heima á Fróni þannig að það er nú ekki mikið sjokk þar á bæ. Þetta gengur þannig fyrir sig að ég er skráð í fjóra kúrsa og í hverjum þeirra er fyrirlestur (lecture) og umræðutími? (tutorial) einu sinni í viku. Breytilegt samt, en ykkur er líklega ****sama um smáatriðin! Það eru um 400 manns skráðir í hvern kúrs og svo er okkur skipt niður í tutorial tímana þannig að það eru um 30 manns í hverjum og einum svoleiðis. Annars eru góðu fréttirnar þær að ég þarf bara að fara í eitt lokapróf, en þær slæmu eru þær að ég þarf að skila einhverjum tuttugu verkefnum rúmlega yfir önnina.. En nóg um skólann, er nógu stressuð fyrir honum nú þegar!!
(þessi carlsberg er ekki að gera sig, finn ekkert skemmtilegt að segja..)

Í kvöld fór ég í fyrsta sinn í ástralskt kvikmyndahús í fylgd með öðru fólki. Fór með stelpunum (Amy og Aliciu sem ég bý með og Pedru sem býr fyrir neðan okkur) á myndina Just Friends. Einkennilegt að fara með öðrum í bíó hérna, var orðin frekar vön því að fara ein.. Eftir myndina kom upp sú spurning frá Amy (nenni ekki að fara út í formálann að henni hérna) hvort ég hefði nokkurn tíman "dottið í það".. Það var mjög freistandi að beygja sannleikann örlítið og segja nei, það er ekki til áfengi á íslandi! (mjög alvarleg á svip auðvitað) en ég hefði aldrei náð að halda aftur hlátrinum þannig að ég viðurkenndi að ég hefði "einu sinni eða tvisvar" fengið mér fjóra bjóra.. ;) Held að hún eigi eftir að fylgjast náið með mér næstu helgi í Australia partíinu til að sjá til þess að ég fari ekki algjörlega yfir strikið.. ;) Pedru fannst þetta hinsvegar hið skoplegasta mál og lagði til að þær færu með mig beint heim og helltu mig fulla, bara til að sjá hvernig Íslendingar væru drukknir. (Bið alla Íslendinga afsökunar fyrirfram á því hvernig álit Ástrala á okkur á eftir að vera eftir næstu helgi..ég er ekki besti kandítatinn til að halda kúlinu eftir nokkur glös..gefið að ég hafi haft nokkuð fyrir, sem er langt frá því sjálfgefið)
Það var einnig mjög skoplegt þegar ég reyndi að útskýra fyrir Amy að foreldrar mínir hefðu hringt í mig í tilefni af Sprengideginum. (Hringdu reyndar ekkert í tilefni af honum, held að þau hafi bara haft lúmskt gaman af því að vekja mig fyrir allar aldir og minna mig á eina viðbjóðslegustu kvöldmáltíð sem tíðkast á íslenskum heimilum (þorramatur undanskilinn)) Allavega, þá gerðu voru útskýringar á borð við Ball Day og Blow-up Day lítið til að fá Amy ofan af því áliti sínu að Íslendingar séu í raun villimenn. Held að hún hafi ekki séð mikinn tilgang í því að tileinka heilan dag á ári því að éta "cream balls" og fylgja því svo eftir með því að fá meatballs og "fish balls" í kvöldmat. Blow-up Day bætti svo ekki um betur, salted meat and peasoup verða líklega ekki á matseðlinum hjá henni á næstunni. Það varð mér þó til happs að Öskudagur er mun auðveldari viðureignar, því hver skilur ekki hugmyndina á bak við Halloween? Náði að bjarga allmiklu með því... Ég verð samt líklega seint ráðin í að semja túristabæklinga fyrir Ísland, það er á kristaltæru!

Nenni ekki að segja ykkur meira, líf mitt er ekki endalaust opin bók!! ;) Klukkan er líka að verða tvö þannig að ég ætti líklega að fara að sofa.. Ætti líka að vakna snemma og fara að læra á morgun, en af biturri reynslu veit ég að það mun líklega ekki gerast á þessari öld... ;)
Fair dinkum mate!