miðvikudagur, september 20, 2006

Eitt lítið og sætt á íslenskri tungu..


Ætli Osta-og smjörsölunni hafi aldrei dottið í hug að búa til svona hringlóttan ost (nú eða jafnvel bara sneiðar í pakka) með gati í miðjunni svo þær myndu nú passa á beyglurnar? Það er alveg mega erfitt að sníða til ostsneiðarnar á morgnanna þannig að þær þekji alveg beygluna án þess að þær lafi fram af.. Kannski er ég bara með svona óþarflega mikla fullkomnunaráráttu þegar kemur að því að borða ost, maður veit ekki....
Ætti kannski að koma þessari hugmynd á borð þróunardeild osta-og smjörsölunnar.. ætli þeir myndu greiða mér prósentur ef þessi hugmynd færi "á flug" og slægi í gegn eins og silent velcro? ja seisei..

Á morgun er tuttugasti september.. ekkert merkilegt svosem í sjálfu sér fyrir utan það að á morgun er styttra til jóla heldur en var í dag.. obobobb... !