laugardagur, júní 03, 2006

The vindication of the rights of a woman


Enn ein helgin gengin í garð. Hefðbundin kennsla liðin undir lok þessa önnina og nú eru bara eftir tvenn ritgerðarskil í næstu viku og eitt próf og þá er önninni formlega lokið. Hjúkket. Í tilefni þess að að kennslu lauk þá ákvað ég að taka mér frí frá öllu skólaveseni í gær (reyndar ákvað það ekki, varð bara ekkert úr verki, þannig að það varð bara niðurstaðan) og skellti mér í bíó í gærkvöldi. Við Peta og Hege þrömmuðum upp í Garden City og fórum á the Da Vinci Code. Mér fannst hún bara frekar góð, þvert á álit gagnrýnenda, miðað við að myndir sem eru gerðar eftir bókum eru yfirleitt ekki uppá marga fiska. Það fer alltaf mjög í taugarnar á mér þegar einhverju er breytt frá bókinni, eins og t.d. með Harry Potter myndirnar, en mér fannst þeir halda öllu nánast eins með þessa mynd. Smá breyting á endinum, en ekkert stórvægileg. Skil samt að fólk sem hefur ekki lesið bókina eigi erfitt með að fylgja söguþræðinum eftir. Það var samt fyndnast í heimi þegar Hege öskraði á einum tímapunkti, hún var sú eina í öllu bíóinu sem gerði það og ég og Peta hlógum svo mikið að henni.. Bara fyndið.. :) Munkurinn var samt ekkert smá skarí ógeðslegur, manni rann alveg kalt vatn milli skins og hörunds við að horfa á hann...
Í kvöld er mér boðið í póker með hóp af átján ára piltum hinum megin við Gaza svæðið. Er að melta það með mér hvort ég eigi að nenna að fara, í fyrsta lagi kann ég ekki póker og í öðru lagi þá eru átján ára strákar eins og sértrúarhópur sem ég fitta ekki alveg inní. En Hege er búin að grátbiðja mig um að koma.. Humm..sakar kannski ekki að fá sér eins og einn öl með þeim...sé til.. Ætti samt að vera heima að læra, en omg nenni því ekki. Er að reyna að byrja á ritgerð um sögu ríkisborgararétt kvenna og hvort hann hafi einhverja þýðingu fyrir konur í dag.. Eh..já! Arg, komin með slétt ógeð á ritgerðum, vil miklu frekar taka próf satt best að segja.. Var samt að spá í því í dag hversu margar ritgerðir ég hef eiginlega skrifað í gegnum alla skólagöngu mína.. þær ná örugglega langt uppí hundraðið, verst að maður getur ekki endurunnið þær heldur þarf alltaf að skrifa nýjar..
Annars hefur þetta svosem gengið ágætlega, ég fékk td. high distinction (hæsta einkunnin sem er gefin hérna) fyrir síðustu ritgerð og var í hópi 20 efstu í því verkefni af 300 manns.. Ekki svo slæmt fyrir manneskju sem er ekki af enskumælandi uppruna.. *blikk**blikk**mont* :) hehe..
Annars er ég bara hress..ennþá kalt..þarf að fara að kaupa mér vettlinga til að geta skrifað á tölvuna því puttarnir á mér eru frosnir eftir þetta allavega.. hlakka óendanlega mikið til þegar ég verð búin að skila ritgerðunum inn á miðvikudaginn, þá ætla ég sko að taka smá dekur á þetta, fara í lit og klippingu.. er samt enn ekki búin að ákveða hvort ég eigi að lita hárið á mér svart með bleikum og bláum strípum eða snoða mig.. hvað finnst ykkur?? ;)
Bestu kveðjur í Sjálfstæðisbæinn Reykjanesbæ!! Gæti vart verið sáttari við úrslit kosninganna síðustu helgi, greinilegt að flestir hafa verið sammála mér um hvert átti að greiða sitt atkvæði!! :)