föstudagur, maí 26, 2006

They say I'm crazy..


Andvaka, og hvað er þá betra en að koma með gamansögu handa ykkur úr daglega lífinu hér í OZ? Tungumálaörðuleikar eiga sér stundum stað hér, þrátt fyrir að ég sé nú almennt ekki það slæm í engilsaxneskunni, þá á ég samt mínar stundir. Stelpurnar hlægja stundum að mér ef ég ber orð vitlaust fram, en það er nú ekkert á við það sem ég gerði um daginn. Ég var nýkomin úr tíma og var að tala við vinkonu mína.. ég var eitthvað búin að vera að hugsa á íslensku þannig að eftirfarandi mistök áttu sér stað hjá mér.. Verð að skrifa þetta á ensku því annars kemst þetta ekki til skila..
Bek: So how many references do we need for the essay?
Andrea: You need sex.
Bek: I need what??
Andrea: OMG, sorry, I was thinking in icelandic, sex is six in icelandic..sorry, I didn't mean that you needed..oh, sorry! I'm such a dork..
Bek: That's ok.. (horfir á mig eins og ég sé vangefin og labbar í burtu)

Gleymdi þarna fyrstu tungumálakennslustundinni sem pabbi gaf okkur nonna..nefnilega að telja ekki á íslensku erlendis!! Hef það í huga næst! ;)