Congratulations!!

Jájá, alltaf gaman að slá um sig aðeins á þýskri tungu líka!
Allt gott að frétta hérna hinum megin, sama gamla bara!
Mér tókst að fá Hege og Petu til að horfa á Eurovision með mér á föstudagskvöldið. Ég vissi reyndar fyrirfram að við kæmumst ekki í gegn, slysaðist inná Mbl.is og rak augun í það.. en þótt ég væri pínulítið svekkt (þjóðarstoltið alltaf hreint) vildi ég samt sjá hana á sviðinu. Fannst engum öðrum eins og þetta væri keppni í því hver gæti verið í minnsta klæðnaðinum á sviðinu?? Við stelpurnar göptum bara, sérstaklega þegar sokkabanda-atriðið var! Hvað var málið? Man ekki hvaða land það var, en það hafði greinilega ekki efni á meiru en undirfötum handa dönsurunum!
Svo kom Silvía Nótt á svið. Ég hló svo mikið að það lá við að það myndi líða yfir mig, sérstaklega þegar ég leit á Hege og Petu sem störðu í forundran á sjónvarpið og svo á mig sem var í hláturskasti í sófanum. Vá, þetta var snilld.. Eftir atriðið spurði ég þær hvað þeim fyndist og þær áttu í erfiðleikum með að koma áliti sínu kurteisislega frá sér.. held að þær hafi mest verið að spá í hvernig þær ættu að komast í burtu frá þessum brjálaða Íslendingi sem fannst þetta gott atriði og söng með.. Neyddist því til að útskýra söguna á bakvið Silvíu Nótt og þær föttuðu þetta þá.. Peta hefur síðan ekki hætt að syngja lagið og heimtar að við tökum lagið við lendingu í Melbourne í sumar (Congratulations, I have arrived..) Er að sjá það gerast.. NOT! ;) Ah..gaman að þessu..
Annars eru bara tvær kennsluvikur eftir.. hjúkket! Verður eflaust minna um blogg í sumar þar sem ég verð ekki það mikið heima.. En sjáum til.. Allavega mánuður í það! Hey, vá, var að fatta að það eru fjórar vikur í Fiji!! Svalt...
Sjáumst (með Andí Mekk)!
<< Home