þriðjudagur, júlí 11, 2006

Well I feel too young to hold on... And i'm much too old to break free and run



What up dudes?!

Well, komið að síðustu færslunni frá Brisbane. Held að það viti það nú flestir nú þegar að ég er á leið heim, þannig að það kemur ykkur væntanlega ekki óvart. :)

Er búin að eyða síðustu dögunum mínum hér í að kveðja alla og rölta um niðrí miðbæ, fara á markaðina og njóta sólskinsins, því mér skilst að það sé ekki mikið fyrir því að fara heima á klakanum þetta sumarið! Búið að vera mjög gott veður hérna undanfarið, sólskin (svosem ekkert nýtt, hefur verið sólskin á nánast hverjum degi frá því ég kom!) og nokkuð heitt, um 25 gráðurnar, sem er bara hinn ágætasti hiti! Ekki það að maður liggi í sólbaði eða neitt þannig, ástralarnir myndu horfa á mig eins og ég væri geðveik ef ég gerði það! ;) Ólík sólarmenning heimshorna á milli..

Blendnar tilfinningar yfir heimförinni, er mjög spennt yfir að fá að sjá fjölskyldu mína og vini aftur eftir hálft ár, en á hinn bóginn er ég mjög leið yfir því að vera að fara.. en maður getur víst ekki látið allt ganga upp.. sé allavega ekki eftir neinu og þessi tími hérna er búinn að vera alveg yndislegur, hefði ekki skipt á þessari reynslu fyrir nokkurn hlut, það er alveg pottþétt! :)

Ég og Amy fórum í Garden City í dag og skiptumst á afmælisgjöfum sem við fundum á röltinu um mollið. Hún fékk málverk frá mér í afmælis-og kveðjugjöf og ég fékk tíma hjá spákonu!! hehe..gaman að því.. eftir því sem hún sagði þá á ég eftir að gifta mig (eitthvað sem ég hef reyndar aldrei séð mig fyrir mér gera..) og á möguleikann á því að eiga þrjú börn (ef ég kýs svo..þeas) Ég á líka eftir að koma til Ástralíu aftur, allavega spáði hún því.. ekkert nema gott um það að segja :) Sagði að ég væri mjög sjálfstæð, ákveðin (ekki þrjósk, hún tók það fram!!) og get lesið fólk um leið og ég hitti það.. Og að mér finnst óþægilegt að tala í síma, sem er reyndar alveg 100% rétt, ég hata að tala í síma og kýs frekar að senda fólki sms.. that's just me..

Herbergið mitt er nú óþægilega tómt eftir að ég pakkaði niður, engin plaköt á veggjum, myndir af fjölskyldu og vinum og engin föt á víðadreif um gólfið í Feng Shui-ísku skipulagi. Hlakka alveg mest til að geta sofið í mínu eigin rúmi aftur í grænu svítunni minni. En það eru ellefu dagar í það samt sem áður.. Fyrst fæ ég að heimsækja hana Signýju litlu frænku í Wellington, Nýja-Sjálandi og við munum halda uppá afmælin okkar saman á þann hátt sem hæfir aldri okkar.. væntanlega frekar hennar heldur en mínum...ef ég þekki hana rétt.. :) Svo þarf maður aðeins að toppa uppá brúnkuna á Fiji, þar sem að ég get ekki látið sjá mig svona hvíta á klakanum eftir að hafa búið í hálft ár í the Sunshine State! Svo kíkir maður aðeins til San Francisco, svona í leiðinni sko.. rétt til að heilsa uppá kanann! Svo heim á Frónið!

Mun pottþétt skrifa eitthvað hérna inná á meðan þessum ferðum stendur, þó ekki nema rétt til að láta vita af mér.. So stay tuned!! :)

Vil líka óska Víði frænda, Möggu og familíu innilega til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn!! Var reyndar að vona að hann myndi bíða í viku í viðbót, en hann vildi greinilega frekar eiga afmæli sjöunda júlí.. skal ekki erfa það við hann! :) Sjöundi sjöundi er líka miklu flottara.. Á fyllilega von á því að hann verður skírður Andreas Mekkínó... hehe... :)

Rafrænt knús til ykkar allra, fáið alvöru eftir tæpar tvær vikur!! Hlakka til að hitta ykkur!!

Lúv Andie