föstudagur, júní 16, 2006

ORÐLAUS!!



Jesús Pétur!! Það gerist nú ekki oft að ég verði orðlaus en það gerðist í dag! Maður veit varla hvað maður getur sagt annað en takk..! :)

Það beið mín pakki fyrir utan dyrnar hjá mér í morgun og eftir fyrstu undrunina yfir að ástralska póstþjónustan skyldi hafa borið hann heim að dyrum (sem gerist ekki oft, sérstaklega ekki stóra pakka) þá varð ég enn þá meira hissa þegar ég opnaði hann! Fyrrverandi vinnufélagar mínir í Spkef sáu greinilega aumur á mér og ákváðu að senda mér flíspeysu og langermabol til að halda á mér hita í vetrarkuldanum í Ástralíunni, hvoru tveggja vitanlega kyrfilega merkt hinni virðulegu stofnun Sparisjóði Keflavíkur eins og vera ber! :) Neðar í pakkanum var svo glás af íslensku nammi, sem var alveg jafnmikið nauðsynlegt eins og fatnaðurinn sem ég fékk. Ég var svo yfir mig komin af undrun og þakklæti að ég stóð bara í eldhúsinu og hló, m.a. vegna þess að ég sá píurnar fyrir mér úti í búð að reyna að finna það nammi sem væri nú mest íslenskt handa fjar-íslendingnum í langtíburtistan. Jeminn..get víst lítið sagt annað en TAKK!! TAKK!! TAKK!! kæru vinnufélagar og vinir! Þið eruð alveg mega frábær og bestust náttúrulega!! Það er líka greinilegt að Sparisjóðurinn sér sko um sína! sama hversu langt í burtu þeir eru.. ;) Smellti mér auðvitað strax í flíspeysuna þar sem ég var búin að vera að frjósa úr kulda frá því að ég vaknaði og valhoppaði út á stoppistöð til að fara í prófið mitt. Er alls ekki frá því að hún hafi veitt mér lukku peysan (og auðvitað Sparisjóðsblýanturinn sem ég notaði) því mér gekk bara fantavel í prófinu, þvert á það sem ég bjóst við! Fór svo auðvitað strax í bolinn þegar ég kom heim og hef fullt í hyggju að sitja svo fyrir framan imbann í kvöld og gæða mér á íslenska góðgætinu! Hugsa til ykkar yndislega fólks í kvöld, ekki spurning! :) :)

Greinilegt að ég er að eldast samt fyrst þetta er próflokafögnuðurinn hjá mér, að horfa á tellann og borða íslenskt nammi. O sei sei já.. kemur svosem fyrir besta fólk..að eldast sko..held að ég sé ekkert verri fyrir vikið! ;)

Pabbi var annars eitthvað ósáttur við síðustu færslu hjá mér og vildi ritskoða hana með því að banna mér að tala illa um fótbolta á blogginu.. ég er nú ekkert alltof sátt við að vera ritskoðuð ef ég á að segja ykkur alveg eins og er, en þar sem ég er nú góð og vel uppalin stúlka (*hóst**hóst*) þá geri ég nú eins og pabbi biður.. Fótbolti er snilld og ekki bara tilboðin á barnum, því eins og pabbi segir þá er það ekki hluti af leiknum.. Kannski ef ég skildi reglurnar í honum þá þætti mér meira til hans koma, skal vinna í því. Hef reyndar alveg reynt að horfa á heilan leik með pabba til að skilja vinsælasta sport heimsins en hann einhvern veginn hefur ekki þolinmæði til að útskýra reglurnar á meðan leikur er í gangi.. Ætti kannski að spyrja í leikhléi næst.. Rangstaða..was ist das?? Pabbi gekk meira að segja svo langt að koma með tilvitnun til að sannfæra mig um ágæti fótbolta um daginn og ég auðvitað hripaði hana niður í snarhasti til að geta deilt henni með ykkur líka: Einn framkvæmdastjóri í enska boltanum sagði: "They say soccer is a matter of life and death - that is not true. It is much more important than that" humm..já, dæmi hver fyrir sig hvort þetta sé raunhæft.. held mínu áliti fyrir mig þar sem að ég vil ekki að pabbi skammi mig aftur... (Já, ég er að verða 24ára og er hrædd við að pabbi skammi mig..I admit it!)

Annars ætla ég að ljúka þessum langa pistli með þessu:

AAHHHHHHHH.... *feginleika andvarp fjaríslendings sem var að klára prófin í dag*

VÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ!!! *fagnaðar óp fjaríslendings sem er að fara til Fiji eftir fimm daga*

Enn og aftur takk kæra Spkef fólk!! :)

Knúzes!!

Hasta la vista beibís!

luv

Andie