sunnudagur, febrúar 26, 2006

Back to school special

Well, þá tekur alvaran við hjá mér því í fyrramálið á slaginu átta (that's ten tonight for you folks back home) fer ég í fyrsta fyrirlesturinn minn. Er bara nokkuð spennt og kannski pínu kvíðin, en á vafalaust eftir að spjara mig vel, enda víkingur eins og einn kallaði mig á laugardaginn. Verð að viðurkenna að ég nenni ekki baun að segja ykkur frá vikunni minni núna því ég er grautsyfjuð. Í staðinn ætla ég að setja inn annan klukk-týpu-leik sem ég gerði hjá Lindu og "þarf" þá víst að setja hann inn hér.
Anyways, virkar þannig að ef þú vilt taka þátt þá skrifarðu bara nafnið þitt í kommentin að neðan og ég segi þér:

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðurðu að setja þetta á bloggið þitt (ætla reyndar ekkert að láta ykkur standa við þetta því ég er svo góðhjörtuð!)

Lofa að skrifa almennilegt blogg í vikunni!
Annars bara vona ég að þið hafið það öll gott og ég sakna ykkar!
Ps. í dag er ákkúrat mánuður síðan ég fór! ótrúlegt, finnst miklu lengra síðan.. Tíu mánuðir þá þangað til ég kem heim! :)

sunnudagur, febrúar 19, 2006

35/1848 Logan Road

Jæja, þá er maður bara fluttur inn og allt í fulle swing..
Heimilisfangið mitt er semsagt:
35/1848 Logan Road
Upper Mt.Gravatt 4122
Brisbane, Queensland
AUSTRALIA

Ég flutti inn í gær semsagt og líst bara vel á þetta, fyrir utan náttla að það er ekki nærri því allt tilbúið hérna, sérstaklega ekki úti við, þar er allt í klessu..Sundlaugin er t.d bara hola í jörðinni, sem sagt ekki sundlaug að ráði frekar en heima á Drangavöllunum! Svo er gat í loftinu á baðherberginu mínu, sem á að laga á morgun, þetta er reyndar ekki "gat" heldur man-hole, eitthvað sem ég var ekki alveg að skilja fyrst, en fattaði að lokum. Semsagt gat til að komast upp á þakið eða eitthvað svoleiðis! Herbergið mitt er líka ansi lítið, en eftir fyrstu vonbrigðin yfir því hef ég ákveðið að gera gott úr því og horfa á björtu hliðarnar.
1. Mér líkar vel við stelpurnar sem eru með mér í íbúð
2. Það er minna pláss fyrir drasl!
3. Ég er á þriðju hæð þannig að ef það verður brotist inn þá byrja þeir líklega ekki á minni íbúð! 4. Það er enn þrjátíu stiga hiti (þetta ætti reyndar að vera galli, það er bara OF heitt! en á hinn bóginn er frost hjá ykkur þannig að ég ætla að hafa þetta sem kost!

Set inn myndir af íbúðinni og herberginu leið og ég nenni að taka þær!

En já, fyrsta heimþrárkastið mitt kom síðastliðið mánudagskvöld. Var komin inná hótel og fannst ég vera rosalega ein eitthvað allt í einu. Sem ég var náttla. Sendi múttu sms og bað hana ad hringja og eftir langa bið gafst ég uppá að hún hefði séð skilaboðið. (Reyndar fattaði ég daginn eftir að það hefði ekki farið, þannig að hún á enga sök þar á) Tók þá til minna ráða og eftir að hafa hlustað á alla íslensku diskana mína endaði ég á því að spila HLH flokkinn í botni, lesa túristabækling um Ísland sem ég tók með til að fræða Ástrali um landið mitt og japlaði á Bingókúlum þess á milli.. Þetta hjálpaði töluvert, þó nokkur tár hafi læðst niður kinnarnar á meðan líka! En það var svosem viðbúið..
Svo eyddi ég restinni af kvöldinu að finna eitthvað í tellíinu til að glápa á fram að svefntíma. Þar var fátt um að velja. Annað hvort Jerry Springer, sem hlýtur að vera einn sorglegasti þáttur sem framleiddur hefur verið fyrir sjónvarp frá byrjun, fréttir eða íþróttastöðvarnar. Á tímabili ákvað ég að það væri ekki svo vitlaust að þróa með mér áhuga á körfubolta aftur, en eftir að hafa horft á CNS spila á móti HUN gafst ég upp. Ekki nóg með að ég vissi ekkert hvaða lið voru að spila þrátt fyrir að hafa skammstafirnar (?) fyrir framan mig, þá er bara ekkert varið í körfubolta án Jordans. Man í þá gömlu góðu þegar ég og Nonns læddumst fram um miðja nótt til að horfa á NBA playoffs þegar Bulls voru uppá sitt besta. Hvar eru klassískir leikmenn eins og Jordan, Pippen, Barkley og fleiri nú til dags? Hef ég kannski bara dottið svona algjörlega útúr boltanum að ég þekki þetta bara ekki lengur?? Líklegast... Og að horfa á leikinn á milli CNS og HUN var bara sorglegt.. Minnti mig á myndina White Men Can't Jump.. það voru svona tveir "kanar" (íslenskum skilningi) í hvoru liði! Hefði alveg eins getað verið að horfa á íslenskan körfubolta eins og bandarískan...Ekki það að það skipti öllu máli hvaða litur er á leikmönnunum, en í denn var þetta meira fifty-fifty heldur en þetta var.. Tekur allt fúttið úr þessu..
Þannig að ég hef ákveðið að gefa skít í körfuna aftur.. Ætti kannski að taka mið af núverandi aðstæðum mínum og fylgjast með ozzie-footie.. Sá reyndar brot úr einum leik og þetta virðist vera stúpid leikur, þeir kalla þetta footie og grípa boltann svo með höndunum!! Af hverju heitir þetta þá ekki handie?? Bara asnalegt.. Ég læt ykkur vita ef ég verð algjör fan, en ekki halda niðrí ykkur andanum yfir því!

Hvað á ég að segja ykkur meira? Það gengur allt bara mjög vel hjá mér, hef reyndar lítið að gera þangað til á fimmtudaginn, þá fer ég aftur í orientation. Held bara áfram að koma mér fyrir og svona þangað til, þarf að redda ýmsu svosem áður. Skólinn byrjar svo 27.feb, semsagt eftir rúma viku. Er orðin nett nervös, en ekki alvarlega!
Ætla að reyna að setja inn nokkrar myndir, tjekkið á því undir myndirnar mínar. Lofa engu samt...!
Pís át

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Stinky feet...

Sjitt..er að kafna úr táfýlu af sjálfri mér..já, þið þurftuð þessar upplýsingar!! ;)

Einar klukkaði mig..ætlaði að skrifa eitthvað skemmtilegra en þetta en ég get ekki skorist undan klukki so here goes..:

4 störf sem ég hef unnið um ævina:
-Á færibandinu í Saltver, sumarið sem ég varð sextán. Það eina sem gerði starfið skemmtilegt var að Kolla var að vinna með mér og við lætum eins og vitleysingar og sungum með fm957 á meðan við pilluðum rækjur. Við vorum ekki vinsælar meðal eldri kvennanna, en okkur var alveg sama.. Enda vorum við fullar allt þetta sumar, held að við höfum ekki sleppt úr helgi þrátt fyrir að vera ekki með aldur til að fara inná neina staði (sem stoppaði að vísu ekki að við færum á þá)... Skemmtilegt sumar í alla staði.
-Bistróið í BL.. missti næstum geðheilsuna í því starfi, reyndar er ég ekki alls kostar viss um að sú hafi ekki verið raunin.. of mörg sumur í þessu starfi amk..
-Eldborg hjá BL.. þetta var reyndar skemmtilegt á köflum, en ég nenni ekki að telja upp allt sem fólst í starfinu, gæti haldið áfram til morguns þá.. Langir vinnudagar og lítið frí.. fékk tvo frídaga í mánuði ef ég var heppin.
-Innheimtudeild SpKef.. hafði vissulega sína kosti og galla, en við skulum bara fara í kostina hérna: Skemmtilegt samstarfsfólk (sérstaklega í deildinni sjálfri!!), góður vinnutími, vinnan sjálf var líka alveg ágæt þegar ég loksins skildi hvað ég var að gera! hehe.. nei, þetta var fínt, en soldið leiðigjarnt til lengdar að vera á vinnustað þar sem er svona mikil "regla" þe. allt eftir ákveðnu formi. ef þið skiljið mig. Var líka heldur ekki alveg í meðalaldurskúrfunni þarna.. ;)

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
-Dirty Dancing
-Pretty Woman
-Forrest Gump
-Finding Forrester
(vá, þema í gangi..)

4 staðir sem ég hef búið á
-Heiðargarður 4, Kef
-Drangavellir 4, Kef
-Suðurgata nr?, görðunum, Rvk.
-1848 Logan Road, Upper Mt.Gravatt, Brisbane Australia (frá lau allavega!)

4 sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi
-THE O.C.
-One tree Hill
-Friends
-Super nanny (don't ask..)

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum
humm..bara fjórir..! byrja þá bara eftir fjölda skipta..
-Orlando, Flórída
-Köben, Danmörk
-Ástralía
-London, Singapore, Saigon, Hawaii, SF, NY, ...to many to count..

4 heimasíður sem ég skoða daglega
-www.vf.is
-www.andieioz.blogspot.com
-www.griffith.edu.au
-www.mbl.is

4 máltíðir sem ég held uppá
-læri með öllu a la mútta
-kjötbollur í brúnni a la mútta
-kjúklingur a la Andrea
-Dominos extra mínus lauk og ólífur og ísköld kók með (já, ég er klisja!)

4 bækur sem ég les oft
-Austan við Sól
-allar Harry Potter bækurnar
-æi, skammast mín fyrir að viðurkenna þessa..
-Tuesday's with Morrie (er reyndar bara búin að lesa hana einu sinni, en ætla að gera það aftur!)

4 staðir sem ég myndi vilja vera á núna
-ÍSLANDI hjá ykkur öllum!!
-ákkúrat þar sem ég er núna...og þó kannski svona hundrað metrum í burtu á kaffihúsinu í sólinni (er inná bókasafni núna)
-sofandi
-í sundi..það er of heitt til að hugsa..

4 manneskjur sem ég ætla að klukka
-Betu mína
-Rósu Ragnars
-Atla Birki
-Signý Björg

well..that took forever og griffith síðan er ekki enn komin í lag þannig að ég get ekki enrollað mig! damn.. örugglega of mikið álag á kerfið eða eikkvað..
Allavega, ég stinka verulega, ætla að fara að koma mér til baka og hoppa í sturtu og chilla í kvöld.. Fór nefnilega út í gærkvöldi ásamt hinum stelpunum sem eru á hótelinu að bíða eftir íbúðunum og er frekar þreytt því ég vaknaði snemma.. Ágætis stelpur svosem..nema sú bandaríska, sem er alveg fín þannig séð, bara of..bandarísk fyrir minn smekk..
En ég er að fara að hitta Katrine og Chathrine og Tom annað kvöld, ætlum út að borða og á pöbbarölt þannig að það ætti að verða gaman. Fíla þau í ræmur, reyndar hitti ég Tom bara fyrst í dag, en hann virðist vera fínn, þrátt fyrir að vera frá Hollandi! hehe ;)
So yebb..that's it.. ætlaði að segja ykkur frá heimþrár kastinu sem ég fékk á mánudaginn, en þetta klukk tók aðeins of mikinn tíma og pláss þannig að það bíður til næsta bloggs.
Until then
Spennið beltin!
Andie

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Griffith Uni

Jæja, íslenskir stafir elskurnar mínar!! Er samt að reyna að venjast því aftur að skrifa með þeim, þannig að ef ég geri þá ekki, þá afsakið þið það vonandi!! :)
Anyways, ég er í skólanum núna, sit á einu! af mörgum kaffihúsum Campusarins og hef það gott í hitanum.. Fór á eitt námskeið í morgun, svona getting started for international students og það var bara fínt. Róaði mann aðeins niður í stressinu! hehe.. tvö námskeið á morgun sem ég þarf að fara á og svo fleiri næstu daga. En það gengur allt rosa vel hingað til og ég er bara mjög bjartsýn á þetta allt saman. Kynntist tveimur stelpum í morgun og við ætlum að hittast aftur á morgun og hjálpast ad við að koma okkur inn í allt saman. Lýst mjög vel á þær, heita Cathrine og Kathrine og eru frá Danmörku og Þýskalandi.
Hef alveg helling að segja ykkur en get það því miður ekki núna, því það er geðveikt erfitt ad skrifa svona þar sem að borðið er mun hærra en stóllinn þannig að það verður að bíða betri tíma!!
Fæ vonandi íbúðina á morgun, en ég hef það fínt á hótelinu sem þau komu mér fyrir á í millitíðinni.. sér bað og sjónvarp er algjör lúxus eftir hostellífid!!
Annars er ég í alveg brilliant góðu skapi, ekki annad hægt eftir eins frábæran morgun og ég er búin að eiga, sem byrjadi með símtali frá elsku systur minni sem ég hef ekki heyrt í síðan ég fór! Miss ya loads! Luv ya sys.. :* Og svo hefur allt gengið svo vel síðan þá að ég er alveg í sjöunda himni hérna í hitanum! Só, nó níd tú vörrí abát mí!! :)
Hafið það gott heima, ég sakna ykkar allra !
Luv Andie

hey ps. ég er komin með ástralskt símanúmer og hefði bara gaman af að heyra í ykkur! Hafid bara í huga tímamismuninn, en ég er tíu tímum á undan ykkur!
Nr. er. 0406678743 (þarf að sleppa fyrsta núllinu og landskóðinn er 61) þannig að að heiman yrði það : 0061 406678743 :)

laugardagur, febrúar 11, 2006

Brisbane City

Ta er eg vist komin "heim". Eda tannig.. Flugid var svosem agaett tannig sed en mer leid bara svo illa ad mer fannst tad vera helviti.. Gat ekki sofid neitt ad radi og horfdi i stadinn a Walk the Line sem var nokkud god bara. Mesta vesenid byrjadi hins vegar tegar eg lenti. Allt i godu med visad mitt og allt svoleidis en tegar kom ad tvi ad fara i gegnum tollinn ta versnadi i tvi. Eg hafdi fyllt vitlaust ut spjaldid tar sem madur tarf ad taka fram hvort madur se med eitthvad tollskylt og gellan var ekki satt vid tad. Ok, eg fattadi samt ad segja henni ad eg vaeri med islenskt nammi og tad var i godu, en hins vegar var eg med myndaramma og madur ma ekki vera med neitt vidarkyns (hann er ad visu ur ikea tannig ad tad er nu ekki mikill vidur i honum!) og ta var svona two strikes and you're in trouble. Hun vard frekar grimm og spurdi mig hvort eg vaeri med eitthvad meira ologlegt og eg alveg..nei, held ekki, man ekki hvad eg er med.. Ta var eins og hun fattadi ad eg vaeri ekki alveg hress og spurdi hvort eg vaeri lasin. Eg svaradi nattla jatandi og syndi henni bitin og ta var eg dregin til hlidar og annar gaur dregin inni samraedurnar. Fleiri spurningar : "lestu flugfelagid vita af veikindum tinum?, veistu hvers konar bit tetta eru?, hefurdu leitad laeknis?" og fleira i teim dur. Svaradi eftir bestu getu og endadi med tvi ad eg fekk ad fara i gegn an vandraeda med tvi skilyrdi ad eg faeri strax aftur til laeknis. Sem eg og gerdi og fekk sterkari syklalyf sem virdast vera ad virka vel tvi bolgurnar hafa minnkad og bitin eru ad groa. Tannig ad: all is well that ends well.. Var samt ekkert sma stressud tegar eg var tarna i tollinum, lyg tvi ekki..
Anyways, ta er eg bara a hosteli nuna ad bida eftir manudeginum. Ta fer eg yfir a motel sem studentagardarnir eru bunir ad redda til bradabirgda og fer a fund med teim. Skolinn byrjar a tridjudaginn og vid getum svo vonandi flutt inn a fimmtudaginn, tad er allavega tad sem tau lofa nuna. Synist verktakar vera svipadir her og heima ad tessu leyti.. ;)
List mjog vel a Brisbane, tratt fyrir ad tad se SVO heitt herna! Sjitt.. bid spennt eftir vetrinum, ta verdur kannski haegt ad fara ut fyrir dyr.
Well, time's up, skrifa naest tegar eg verd flutt inn og komin med netid i tolvuna mina svo eg geti skrifad med islenskum stofum!! :)
Until next time
take care

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Last day..

Jaeja, ta er komid ad tvi ad halda ferdinni afram til lokaafangarstadarins. Flyg til Brisbane a midnaetti a minum tima (fjogur i dag hja ykkur heima ta!) og tad mun taka ca. sjo tima ad mer skilst. Eg er buin ad hafa tad rosa gott i Singapore, tratt fyrir allt! Hef samt ekki gert mikid sidustu daga, af heilsufarslegum astaedum adallega.
For og sotti krakkana uta flugvoll a manudaginn og hekk med teim a hostelinu til kvolds. I gaer hittumst vid svo aftur a hostelinu teirra og forum utad borda i gaerkvoldi. Beid i TRJA tima eftir ad STRAKARNIR yrdu tilbunir! Af atta manna hop, tar af sex stelpur er mjog ovanalegt ad teir skyldu verda sidastir tilbunir.. en oliklegustu hlutir gerast vist! hehe..
Forum a finasta stad nidri i bae, vid Clark Quay og fengu flestir ser pizzu eda einhverja tegund af svoleidis.. Svo nattla tvo Tower of Beer sem vid slatrudum a no time. Eftir matinn og bjorinn forum vid a HOOTERS! og fengum okkur einn i vidbot. Tegar okkur var hent ut tadan var mikil umraeda um hvad skyldi gera, tar sem tad var tridjudagskvold var kannski ekki mikid opid! og tvi endudum vid a hostelinu teirra i einn i vidbot og eg for svo heim rett eftir fimm i nott. Turfti svo ad fara a lappir um ellefu og pakka ollu dotinu minu og tjekka mig ut. Er bara ad chilla nuna og bida eftir fluginu, en er samt ad fara ad rulla uppa hostel til krakkana og knusa tau bless.
Tad er minna en vika tar til skolinn hefst tannig ad madur tarf ad fara ad koma ser i girinn. Aetla ad vona ad eg verdi buin ad na mer af bitunum adur en eg tarf ad byrja samt, tetta er frekar ogedslegt. Faeturnir a mer eru svona trefaldir teir eru svo bolgnir. En eg for til laeknis a manudaginn og er nu komin a trjar tegundir af pillum, tvenn syklalyf tar sem ad tad er komin igerd i morg bitin og svo svefntoflur lika svo eg geti sofid. En eg hef tad samt fint, engar ahyggjur af mer, tetta lagast med timanum!
Kved ykkur hedan ur Singapore, set inn myndir og faerslu um leid og eg get tegar eg er komin heim! til Brisbane..
Sakna ykkar
Luv