
"Some people ask the secret of our long marriage. We take time to go to a restaurant two times a week. A little candlelight, dinner, soft music and dancing. She goes Tuesdays, I go Fridays." (Henry Youngman)
Hátíðisdagur í dag, mínir ástkæru foreldrar eiga hvorki meira né minna en 25 ára brúðkaupsafmæli og mér þykir vert að helga þeim eina færslu í tilefni dagsins! Innilega til hamingu með daginn mamma og pabbi!
Einnig á Rósa amma afmæli í dag og fær því hamingjuóskir sendar frá okkur öllum hér á
www.andieioz.blogspot.com!
Já, góðir hálsar, það var á þessum forkunnarfagra degi fyrir tuttuguogfimm árum að þau Ingibjörg Magnúsdóttir og Júlíus Jón Jónsson gengu í hjónaband, eftir mjöööög stutt tilhugalíf. Held að ég fari ekki rangt með mál þegar ég held því fram að þau hafi einungis þekkst í um tvo mánuði þegar pabbi spurði mömmu hvort þau ættu ekki bara að gifta sig. Rómantískur sá gamli! Kella var vitanlega til í það og viti menn, uppað altarinu voru þau komin! Ég hélt alltaf í æsku að þau hefðu verið að flýta sér svo mikið að þau hefðu gift sig á bókasafni (af því að á brúðkaupsmyndunum er fullt af bókum fyrir aftan þau, en það var víst bara "inn" í ljósmyndatískunni í "denn") en það var víst misskilningur hjá mér. Annað sem mér finnst einkar athyglisvert þegar ég lít á brúðkaupsmyndirnar (fyrir utan hversu ungleg þau eru á þeim) er að mamma sportar gríðarstórum hatti á þeim. Sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema ég held að þetta sé í eitt af fáum skiptum á ævinni sem hún hefur borið hatt á höfði. Hef aldrei skilið af hverju hún valdi einmitt brúðkaupsdaginn til þess arna... ein af ráðgátum lífsins býst ég við! Á ekki von á að finna svar núna frekar en síðustu tuttuguogtæpfjögur árin...
Mér þykir við hæfi að líta yfir farinn veg í tilefni dagsins (hafið þó í huga að þetta eru allt sögur sem deila ríkir um á meðal m&p, eins og td. hvort "reyndi við" hvort og svoleiðis.. líka gæti minni mínu hafa skolast til með aldrinum, þannig að takið þessu með fyrirvara um leiðréttingu frá hluteigandi aðilum):
M&P kynntust rétt eftir áramótin 1981, í þá tíma sem Glaumbær var heitasti staðurinn, pabbi spilaði enn fótbolta og mamma starfaði enn sem hárgreiðslukona. Það síðastnefnda hafði mikil áhrif, hún kenndi nefnilega Bigga bróður hans pabba að klippa og þannig kom sá gamli auga á skvísuna, þegar hann sótti brósa í vinnuna. Hann var ekki lengi að láta til skarar skríða og eins og fyrr segir þá voru þau komin upp að altarinu áður en nokkur gat sagt viltu-grjónagrautinn-með-rúsínum-eða-án? Brúðkaupið var low-key eins og vera ber, svo látlaust að brúðguminn eyddi brúðkaupsnóttinni úti í bíl að hlusta á úrslitin úr enska boltanum á BBC, sem í þá daga náðist ekki öðruvísi! (Brúðurin hefur nota bene ekki enn gleymt því, skiljanlega!)
Þetta fyrsta ár þeirra í hnappheldunni bjuggu þau á höfuðborgarsvæðinu, enda vann pápi í hafnarmálastofnun og mamma að klippa og Hildur sys var bara nýbyrjuð í skóla.
Þeim var ekki til setunnar boðið eftir brullupið að byrja að fjölga mannkyninu og þann 14.júlí 1982 fæddist þeim dóttir, forkunnarfögur og það var á allra manna vörum að annar eins kvennkostur hefði ekki fæðst á fæðingarheimili Reykjavíkur í manna minnum! (Vá, smá ýkjur, ég var þó sætara barn heldur en Nonni þegar hann fæddist!) Það var því fullt tilefni að fara að stækka við sig og finna framtíðarheimilið fyrir familíuna.
Ekki hugnaðist Júlíusi að eyða ævinni í höfuðborginni (eitthvað sem ég hef verið arfleidd af, þó mér skilst að það sé það eina sem ég muni fá eftir að ég "dissaði" gráu hárin hans!) og leitaði hugur hans suður með sjó... Sama gamla sagan: hann sá starfsauglýsingu í blaði frá Hitaveitu Suðurnesja (sem þá var vart meira en barn í bleyju), sótti um og fékk. Vadavúmm, eine kleine famílía flutt suður! Mamma var með ákveðnar hugmyndir um hvar í Keflavíkinni hún vildi nú búa, enda ákveðin með endemum og voru setningar á við: ekki vestan hringbrautar, ekki sunnan vesturgötu og ekki austur skólavegar, normið þegar leitin að framtíðarheimilinu tók við. Hún fékk sínu framgengt og Heiðargarður 4 var orðinn þeirra í október 1982. Heiðargarðurinn var greinilega frjósamur staður, því í september ári síðar fæddist þeim langþráður sonur. Hann var ekki myndarlegt barn fyrstu dagana, í því samhengi er vert að rifja upp fyrstu orð Halla frænda þegar hann sá Jón Hallvarð í fyrsta sinn: Eru öll börn svona þegar þau fæðast?? (með hryllings/undrunarsvip). .. En hann fríkkaði með tímanum, fór að líkjast systur sinni meira! hahaha...
Árin sem á eftir komu liðu hjá í rósrauðri móðu. Þau gátu vart trúað heppni sinni að eiga þrjú óendanlega falleg, stillt og í alla staði fyrirmyndarbörn og geta vart enn! ;) Þau stóðu sig með endemum vel í uppeldinu og gerðu allt fyrir okkur krakkana sem þau hefðu getað og meira til.
Ég vildi að ég gæti verið á staðnum til að fagna deginum með þeim, en það er víst ekki hægt. Skilst að Nonnsó bró sé að veiða í þjóðarbúið þannig að ég treysti Hildi sys til að fagna deginum með þeim fyrir hönd okkar systkininna.
Enn og aftur, innilega til hamingju með daginn mamma og pabbi!! Elsk'ykkur! :*