miðvikudagur, maí 31, 2006

ahm...ehhh...


Mér finnst ósanngjarnt að 20 stiga hiti í Ástralíu er ekki alveg eins mikill hiti og hann hljómar.. ef það væri 20stiga hiti á Íslandi þá væruð þið líklega ekki í tveimur peysum og með flísteppi yfir ykkur þegar þið sætuð við tölvuna að reyna að fá heilafrumurnar til að virka til að skrifa ritgerð.. Ég finn vart fyrir puttunum á mér og nefið er dofið.. Gott að ég pakkaði einungis sumarfötum þegar ég yfirgaf Ísland. Og gott að ég gleymdi flíspeysunni frá Spkef í flugvélinni. Hún hefði nefnilega verið algjörlega óþörf núna..ehhemm..
Og gott að það hefur enginn fyrir því að hafa kyndingu í Áströlskum húsum í Queensland.. það er að vísu kynding niðri en hún gerir lítið þar, hvað þá á efri hæðinni..
Annars ætti ég ekki að kvarta.. fólk nennir nefnilega yfirleitt ekki að hlusta á það... Ætla út í smá göngutúr, það er yfirleitt heitara úti og svo hitnar manni líka við hreyfingu hef ég heyrt..
Kaldar kveðjur frá Brisbane
Andie

föstudagur, maí 26, 2006

They say I'm crazy..


Andvaka, og hvað er þá betra en að koma með gamansögu handa ykkur úr daglega lífinu hér í OZ? Tungumálaörðuleikar eiga sér stundum stað hér, þrátt fyrir að ég sé nú almennt ekki það slæm í engilsaxneskunni, þá á ég samt mínar stundir. Stelpurnar hlægja stundum að mér ef ég ber orð vitlaust fram, en það er nú ekkert á við það sem ég gerði um daginn. Ég var nýkomin úr tíma og var að tala við vinkonu mína.. ég var eitthvað búin að vera að hugsa á íslensku þannig að eftirfarandi mistök áttu sér stað hjá mér.. Verð að skrifa þetta á ensku því annars kemst þetta ekki til skila..
Bek: So how many references do we need for the essay?
Andrea: You need sex.
Bek: I need what??
Andrea: OMG, sorry, I was thinking in icelandic, sex is six in icelandic..sorry, I didn't mean that you needed..oh, sorry! I'm such a dork..
Bek: That's ok.. (horfir á mig eins og ég sé vangefin og labbar í burtu)

Gleymdi þarna fyrstu tungumálakennslustundinni sem pabbi gaf okkur nonna..nefnilega að telja ekki á íslensku erlendis!! Hef það í huga næst! ;)

Are you just cool and am I just fake?


Heil og sæl!

Vá..í dag eru nákvæmlega fjórir mánuðir síðan ég yfirgaf klakann góða..finnst reyndar mun lengra síðan, veit ekki með ykkur. Þetta er það lengsta sem ég hef nokkurn tímann verið frá Íslandi..frekar fyndið, þar sem þetta er ekki einu sinni það langur tími. Söknuðurinn er frekar súrrealískt hugtak samt, það er svo sem ekki eins og ég sakni einhvers sérstaklega. Auðvitað vildi ég að ég gæti hitt vini og fjölskyldu, en ég græt mig ekkert í svefn yfir því. Hef reyndar bara grátið einu sinni á síðustu fjórum mánuðum og þá komu bara tvö tár. I'm so tough.. ;) Neinei, svona í alvöru, þá var ég að spá í þessu um daginn, söknuðinum þeas. Hef ekki fundið neitt átakanlega fyrir honum í þessari "ferð" minni. Þegar ég var í heimsreisunni þá saknaði ég fólksins heima miklu meira, kannski vegna þess að ég var ein þá, sem ég er ekki núna..ekki beint þeas. Hugsa líka miklu minna heim hérna, hef auðvitað miklu meira af öðrum hlutum til að hugsa um, eins og td. skólann! Það er líka bara auðveldara að hugsa ekki heim heldur en að velta sér uppúr því hvað allir séu að gera og hvað mig langi mikið til að knúsa litlu dúllurnar mínar og svoleiðis hluti. Annars eru það meira hversdagslegu hlutirnir sem maður saknar, eitthvað sem var hluti af daglegu lífi áður en ég fór. Eins og að geta farið á rúntinn með Unni, kíkt á Paddy's með Hjördísi, kíkt í heimsókn til Ingu eða bara það að vita að mamma yrði tilbúin með kvöldmatinn og þurfa ekki að spá í því sjálf! En daglegt líf er líka í föstum skorðum hérna, þannig séð ekki öðruvísi, bara með öðru fólki. :) Niðurstaða: ég sakna ykkar, en reyni að spá sem minnst í því. :) Hlakka samt mikið til að sjá ykkur aftur!

Annars vorum við með smá partí í gærkvöldi hjá Hege. Röltum alla leið yfir Gaza-svæðið (svo nefnt af okkur vegna fjölda austurlandabúa í þeim íbúðum) og skelltum okkur í Singstar! Endalaust gaman alltaf í Singstar, því verður seint neitað. Þeim fannst sérstaklega fyndið að heyra mig rappa með íslenskum hreim, það vakti mikla lukku... Planið var svo að kíkja í borgina, en vegna biðtímans eftir leigubíl var ákveðið að halda partíinu bara áfram í íbúðinni okkar (herbergisfélaga mínum til mikillar ánægju, eða þannig!) Fundum okkur nokkra átján ára pilta á leiðinni yfir og drógum þá með okkur. Maður finnur virkilega fyrir aldrinum þegar maður er með svona ungu fólki, það get ég sagt ykkur! Allir voða spenntir yfir því að mega loks drekka löglega, eitthvað sem ég hef mátt í sex ár hér í Ástralíu! En þetta var mjög skemmtilegt kvöld, ég gaf þeim íslenskan Apollo-lakkrís og Bingókúlur sem ég fékk sent fyrr í vikunni frá múttu ásamt íslenskum slúðurblöðum, og flestum fannst þetta bara ágætt sælgæti. Eða þá að þau þorðu ekki að dissa það fyrir framan mig! ;)

Ekkert djamm á næstunni hjá mér, síðustu vikurnar á önninni eru nefnilega frekar annasamar eins og margir kannast við. Er samt búin að láta stelpurnar lofa uppá djamm sautjánda júní! Ekki annað hægt en að djamma á þeim degi!

Jæja, senn líður að kvöldmat og Nágrönnum, þetta tvennt helst yfirleitt í hendur hérna... ;)
Knús og kram
Andie

sunnudagur, maí 21, 2006

Congratulations!!

Guten tag meine liebe freunde! Wie geht es?

Jájá, alltaf gaman að slá um sig aðeins á þýskri tungu líka!
Allt gott að frétta hérna hinum megin, sama gamla bara!

Mér tókst að fá Hege og Petu til að horfa á Eurovision með mér á föstudagskvöldið. Ég vissi reyndar fyrirfram að við kæmumst ekki í gegn, slysaðist inná Mbl.is og rak augun í það.. en þótt ég væri pínulítið svekkt (þjóðarstoltið alltaf hreint) vildi ég samt sjá hana á sviðinu. Fannst engum öðrum eins og þetta væri keppni í því hver gæti verið í minnsta klæðnaðinum á sviðinu?? Við stelpurnar göptum bara, sérstaklega þegar sokkabanda-atriðið var! Hvað var málið? Man ekki hvaða land það var, en það hafði greinilega ekki efni á meiru en undirfötum handa dönsurunum!
Svo kom Silvía Nótt á svið. Ég hló svo mikið að það lá við að það myndi líða yfir mig, sérstaklega þegar ég leit á Hege og Petu sem störðu í forundran á sjónvarpið og svo á mig sem var í hláturskasti í sófanum. Vá, þetta var snilld.. Eftir atriðið spurði ég þær hvað þeim fyndist og þær áttu í erfiðleikum með að koma áliti sínu kurteisislega frá sér.. held að þær hafi mest verið að spá í hvernig þær ættu að komast í burtu frá þessum brjálaða Íslendingi sem fannst þetta gott atriði og söng með.. Neyddist því til að útskýra söguna á bakvið Silvíu Nótt og þær föttuðu þetta þá.. Peta hefur síðan ekki hætt að syngja lagið og heimtar að við tökum lagið við lendingu í Melbourne í sumar (Congratulations, I have arrived..) Er að sjá það gerast.. NOT! ;) Ah..gaman að þessu..


Annars eru bara tvær kennsluvikur eftir.. hjúkket! Verður eflaust minna um blogg í sumar þar sem ég verð ekki það mikið heima.. En sjáum til.. Allavega mánuður í það! Hey, vá, var að fatta að það eru fjórar vikur í Fiji!! Svalt...

Sjáumst (með Andí Mekk)!

fimmtudagur, maí 18, 2006

Mér finnst það í góðu lagi..


Mig langar að fara Hafnargötu-rúnt með skvísunum mínum, fá pulsu (ekki með svona ógeðslegu sinnepi eins og er á þessari samt!), kók með lakkrísröri í og eina happaþrennu í kaupbæti...! Því sumarið er tíminn til þess arna! :) Miss ya leidís!

Annars er vetur hjá mér, sem er svo sem allt í lagi.. ekki eins og það sé snjór eða neitt þannig! Tvær ritgerðir, eitt próf og fjórar vikur eftir af þessari önn!! Bara ef ég kæmi mér í að byrja á ritgerðunum.. hafiði tekið eftir því að ég blogga meira þegar ég á að vera að gera eitthvað annað?? Annars er ég ein og yfirgefin þessa stundina, Amy mín fór heim til foreldra sinna til að jafna sig eftir bílslysið sem hún lenti í.. Held að það hvíli bölvun á nr.35... Alicia er sem betur fer að vinna, annars væri ég örugglega búin að snúa hana úr hálsliðnum.. pirrandi púnktur is.. Planið var að fara á djammið í kvöld en þar sem það er enginn á staðnum þá varð ekkert úr því.. Jordan er að vísu hérna, en kærastinn hennar er í heimsókn frá Flórída og ég er ekkert fyrir það að vera þriðja hjól undir vagni! Förum út á lífið næstu helgi..

Peta, I miss u! Can't believe you left me here all by my lonesome..! Good thing u r coming back 2moz!

Ok, er búin að vera að hlusta á íslenskt útvarp via internetið síðustu dagana, og my oh my, mikið dj***** er þetta Ó Maríu lag mega pirrandi... kræst! Hver syngur þetta helvíti, hljómar fáránlega Idol-lega allavega.. sorry til ykkar sem fílið þetta..!

Ætla að fara að hugsa um occupational socialisation, deviance and sexualites.. semsagt um samkynhneigða námumenn sem stunda peningaþvætti... úú..I'm really living on the edge!

Með þessu áframhaldi þá megið þið búast við daglegum bloggum...ætla að reyna að komast hjá því eftir fremsta megni..

ps. ykkur er velkomið að faxa mér eina pulsu með tómat og steiktum!! númerið er 0061-Hot-Icelander.. ;)

p.p.s. Hann Tómas, eða Tommi tekílamaster eins og ég vil kalla hann, á afmæli í dag! Til lukku með daginn kæri vinur, og fyrir hönd fjarstaddra Íslendinga vil ég bjóða þig velkominn heim á klakann!! Drakk þína skál áðan, fékk mér einn Smirnoff Ice í tilefni dagsins..skálaði vísu bara við sjálfa mig, en það bíttar ekki öllu! Later homie!! ;)

miðvikudagur, maí 17, 2006

Will you remember me if I won't forget you?


Ég eeeeeeeellllska Ástralíu!!! :) Enda ekki annað hægt! Man vart eftir að hafa verið svona ánægð nokkurs staðar, nokkurn tímann áður.. Ætlaði að fara útí þetta í details, en þið eruð líklega komin með æluna uppí kok bara af þessum línum þannig að ég ætla bara að fara að sofa með sælubros á vör.

Eurovision er ekki sýnt hér fyrr en á föstudagskvöld hjá mér, þannig að ekki dirfast að kjafta í mig hvort við komumst í gegn eða ekki!! ;) Ég verð með eins manns Eurovision party, það hefur enginn áhuga á þessu nema ég, ekki einu sinni hin norska Hege! Ótrúlegt... Ef þið eruð að leita að partíi, þá vitiði hvar ég er allavega!! ;)

Mín yndislega vinkona Hjördís Birna á afmæli í dag! Til hamingju með daginn krúttið mitt!!
Knús og kossar til þín og ykkar allra sem eigið það skilið!

Yfir og út
Andie

laugardagur, maí 13, 2006

Ég feta í engin fótspor nema mín eigin



Hello kiddies! How are ya's? ;)

Hressleiki púnktur is. Jájá, voða chill í gangi í fögrum laugardagseftirmiðdegi. Enginn á msn til að tala við, skil ekki letina í ykkur að vera ekki komin á fætur klukkan hálfsjö á laugardagsmorgni! Life waits for no man people! :)

Annars er bara allt gott að frétta, lífið gengur sinn vanagang, því ef það gerði það ekki þá gengi bara ekki neitt.. Komin með ógeð á ritgerðum og öðrum sambýlingnum mínum (við Amy erum báðar sammála um það, þannig að það er bara ekki dómharkan í mér..) Já, bara hress fyrir utan það, stelpurnar eru allar eitthvað þvers og kruss þessa helgina, þannig að djammið sem átti að vera í kvöld breyttist skyndilega í rólegt vídjókvöld. Kannski bara fyrir bestu, ég er að verða of gömul til að djamma..

Það er farið að hausta allsvakalega í Brisbane, hitinn fellur niður í ókristilegar tuttugu gráður á daginn, sem er náttúrulega ekki Íslendingi bjóðandi. Í mótmælaskyni keyptum við okkur miða til Fiji þar sem við munum eyða viku eftir prófin. Ah..sweet life... Svo Melbourne eftir það þar sem ég, Peta og Hege ætlum að fara í heimsókn til Nágranna! Ííí..hlakka svo til!

Ætla að fara að læra..eða leggja mig..óákveðið enn sem komið er..

Nenni ekki að elda í kvöld, hver vill bjóða mér í grill?? Ah..gæfi mikið fyrir íslenskt grillpartí með öllum vinum mínum og fjölskyldu, ískaldan Thule, grænar baunir og að fá að sofa í stóra, góða rúminu mínu. Ekki allt í einu samt, rúmið er ekki það stórt að þið komist öll fyrir í því, svo er eldhættan ef maður ætlaði að grilla þar og ég vil ekki fá grænar baunir og bjór á sængurfötin..

Have a crackin' weekend!

xoxo

Andie

þriðjudagur, maí 02, 2006

Þú færð bros..


"Some people ask the secret of our long marriage. We take time to go to a restaurant two times a week. A little candlelight, dinner, soft music and dancing. She goes Tuesdays, I go Fridays." (Henry Youngman)

Hátíðisdagur í dag, mínir ástkæru foreldrar eiga hvorki meira né minna en 25 ára brúðkaupsafmæli og mér þykir vert að helga þeim eina færslu í tilefni dagsins! Innilega til hamingu með daginn mamma og pabbi!
Einnig á Rósa amma afmæli í dag og fær því hamingjuóskir sendar frá okkur öllum hér á www.andieioz.blogspot.com!

Já, góðir hálsar, það var á þessum forkunnarfagra degi fyrir tuttuguogfimm árum að þau Ingibjörg Magnúsdóttir og Júlíus Jón Jónsson gengu í hjónaband, eftir mjöööög stutt tilhugalíf. Held að ég fari ekki rangt með mál þegar ég held því fram að þau hafi einungis þekkst í um tvo mánuði þegar pabbi spurði mömmu hvort þau ættu ekki bara að gifta sig. Rómantískur sá gamli! Kella var vitanlega til í það og viti menn, uppað altarinu voru þau komin! Ég hélt alltaf í æsku að þau hefðu verið að flýta sér svo mikið að þau hefðu gift sig á bókasafni (af því að á brúðkaupsmyndunum er fullt af bókum fyrir aftan þau, en það var víst bara "inn" í ljósmyndatískunni í "denn") en það var víst misskilningur hjá mér. Annað sem mér finnst einkar athyglisvert þegar ég lít á brúðkaupsmyndirnar (fyrir utan hversu ungleg þau eru á þeim) er að mamma sportar gríðarstórum hatti á þeim. Sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema ég held að þetta sé í eitt af fáum skiptum á ævinni sem hún hefur borið hatt á höfði. Hef aldrei skilið af hverju hún valdi einmitt brúðkaupsdaginn til þess arna... ein af ráðgátum lífsins býst ég við! Á ekki von á að finna svar núna frekar en síðustu tuttuguogtæpfjögur árin...
Mér þykir við hæfi að líta yfir farinn veg í tilefni dagsins (hafið þó í huga að þetta eru allt sögur sem deila ríkir um á meðal m&p, eins og td. hvort "reyndi við" hvort og svoleiðis.. líka gæti minni mínu hafa skolast til með aldrinum, þannig að takið þessu með fyrirvara um leiðréttingu frá hluteigandi aðilum):
M&P kynntust rétt eftir áramótin 1981, í þá tíma sem Glaumbær var heitasti staðurinn, pabbi spilaði enn fótbolta og mamma starfaði enn sem hárgreiðslukona. Það síðastnefnda hafði mikil áhrif, hún kenndi nefnilega Bigga bróður hans pabba að klippa og þannig kom sá gamli auga á skvísuna, þegar hann sótti brósa í vinnuna. Hann var ekki lengi að láta til skarar skríða og eins og fyrr segir þá voru þau komin upp að altarinu áður en nokkur gat sagt viltu-grjónagrautinn-með-rúsínum-eða-án? Brúðkaupið var low-key eins og vera ber, svo látlaust að brúðguminn eyddi brúðkaupsnóttinni úti í bíl að hlusta á úrslitin úr enska boltanum á BBC, sem í þá daga náðist ekki öðruvísi! (Brúðurin hefur nota bene ekki enn gleymt því, skiljanlega!)
Þetta fyrsta ár þeirra í hnappheldunni bjuggu þau á höfuðborgarsvæðinu, enda vann pápi í hafnarmálastofnun og mamma að klippa og Hildur sys var bara nýbyrjuð í skóla.

Þeim var ekki til setunnar boðið eftir brullupið að byrja að fjölga mannkyninu og þann 14.júlí 1982 fæddist þeim dóttir, forkunnarfögur og það var á allra manna vörum að annar eins kvennkostur hefði ekki fæðst á fæðingarheimili Reykjavíkur í manna minnum! (Vá, smá ýkjur, ég var þó sætara barn heldur en Nonni þegar hann fæddist!) Það var því fullt tilefni að fara að stækka við sig og finna framtíðarheimilið fyrir familíuna.

Ekki hugnaðist Júlíusi að eyða ævinni í höfuðborginni (eitthvað sem ég hef verið arfleidd af, þó mér skilst að það sé það eina sem ég muni fá eftir að ég "dissaði" gráu hárin hans!) og leitaði hugur hans suður með sjó... Sama gamla sagan: hann sá starfsauglýsingu í blaði frá Hitaveitu Suðurnesja (sem þá var vart meira en barn í bleyju), sótti um og fékk. Vadavúmm, eine kleine famílía flutt suður! Mamma var með ákveðnar hugmyndir um hvar í Keflavíkinni hún vildi nú búa, enda ákveðin með endemum og voru setningar á við: ekki vestan hringbrautar, ekki sunnan vesturgötu og ekki austur skólavegar, normið þegar leitin að framtíðarheimilinu tók við. Hún fékk sínu framgengt og Heiðargarður 4 var orðinn þeirra í október 1982. Heiðargarðurinn var greinilega frjósamur staður, því í september ári síðar fæddist þeim langþráður sonur. Hann var ekki myndarlegt barn fyrstu dagana, í því samhengi er vert að rifja upp fyrstu orð Halla frænda þegar hann sá Jón Hallvarð í fyrsta sinn: Eru öll börn svona þegar þau fæðast?? (með hryllings/undrunarsvip). .. En hann fríkkaði með tímanum, fór að líkjast systur sinni meira! hahaha...
Árin sem á eftir komu liðu hjá í rósrauðri móðu. Þau gátu vart trúað heppni sinni að eiga þrjú óendanlega falleg, stillt og í alla staði fyrirmyndarbörn og geta vart enn! ;) Þau stóðu sig með endemum vel í uppeldinu og gerðu allt fyrir okkur krakkana sem þau hefðu getað og meira til.

Ég vildi að ég gæti verið á staðnum til að fagna deginum með þeim, en það er víst ekki hægt. Skilst að Nonnsó bró sé að veiða í þjóðarbúið þannig að ég treysti Hildi sys til að fagna deginum með þeim fyrir hönd okkar systkininna.
Enn og aftur, innilega til hamingju með daginn mamma og pabbi!! Elsk'ykkur! :*