
Stopp!
Ég veit hvað þú ert að hugsa...
"Sjitt, það er kominn 14.júní, bara mánuður í afmælið hennar Andreu og ég er ekki enn búin(n) að finna hina fullkomnu afmælisgjöf!"
Slakaðu á. Dragðu djúpt andann.. þú hefur nægan tíma..! ;)
Neinei, ég er bara að skensast (orðatiltæki úr nonnsense ef þú kannast ekki við það), gjafir eru gjörsamlega óþarfar. Ást ykkar og umhyggja er mér mun meira virði. Þó myndi ég ekki afþakka að fá eins og eina Opal flösku og poka af sterkum brjóstsykrum yfir hafið (höfin). Haha!..meira skens!! ;)
Vá, smá svefngalsi í manni í kvöld... :)
HM komið á fulla ferð að mér skilst og allir í Ástralíunni að missa sig yfir að Socceroos skyldu vinna sinn fyrsta leik. Já, til lukku.. Annars hef ég aldrei skilið þennan brennandi áhuga sem fólk hefur á þessu sporti...menn hlaupandi fram og tilbaka á eftir litlum bolta að reyna að koma honum í mark hinna.. tja..margt er skrítið í kýrhausnum.. en ef fólki finnst þetta skemmtilegt þá ætla ég nú ekki að láta rigna á skrúðgöngu þeirra.. (rain on their parade..do u get it? hah?? ;) ) Það eina sem ég kann að meta í sambandi við fótbolta eru tilboðin á barnum þegar leikur er í gangi.. ;) hehe..
Veit ekki af hverju ég er að hafa fyrir því að blogga.. algjörlega tóm í hausnum núna..
Talaði við uppáhaldsmanneskjuna mína áðan og hann getur alltaf fengið mig til að hlægja..
Komment vikunar hlýtur án vafa að vera: "I'm as hot as a volcano and as cool as ice baby.." vá, hvað ég hló... :) Ætti að prófa þessa línu næst þegar ég fer út á lífið.. ;)
Æi..blehh...skrifa meira síðar, ætla að fara að útskýra af hverju glæpir eiga sér stað.. gaman..ekki alveg..
KNÚZZZZZZZ....!!!!!
Cop yas..
Andie