fimmtudagur, júní 29, 2006

Bula!!

Howdy!!

Vildi bara láta vita að ég er nú á lífi þrátt fyrir að það gerist lítið á þessari síðu þessa dagana..
Kom heim frá Fiji í gær, geðveik ferð, skrifa allt um hana eftir helgi :)
Er á leið til Melbourne núna, eftir 3 tíma reyndar.. Kem heim á þriðjudagskvöldið og reyni að skrifa eitthvað bitastæðara þá..

Neighbours here I come!!

góða helgi! :)

luv Andie

föstudagur, júní 16, 2006

ORÐLAUS!!



Jesús Pétur!! Það gerist nú ekki oft að ég verði orðlaus en það gerðist í dag! Maður veit varla hvað maður getur sagt annað en takk..! :)

Það beið mín pakki fyrir utan dyrnar hjá mér í morgun og eftir fyrstu undrunina yfir að ástralska póstþjónustan skyldi hafa borið hann heim að dyrum (sem gerist ekki oft, sérstaklega ekki stóra pakka) þá varð ég enn þá meira hissa þegar ég opnaði hann! Fyrrverandi vinnufélagar mínir í Spkef sáu greinilega aumur á mér og ákváðu að senda mér flíspeysu og langermabol til að halda á mér hita í vetrarkuldanum í Ástralíunni, hvoru tveggja vitanlega kyrfilega merkt hinni virðulegu stofnun Sparisjóði Keflavíkur eins og vera ber! :) Neðar í pakkanum var svo glás af íslensku nammi, sem var alveg jafnmikið nauðsynlegt eins og fatnaðurinn sem ég fékk. Ég var svo yfir mig komin af undrun og þakklæti að ég stóð bara í eldhúsinu og hló, m.a. vegna þess að ég sá píurnar fyrir mér úti í búð að reyna að finna það nammi sem væri nú mest íslenskt handa fjar-íslendingnum í langtíburtistan. Jeminn..get víst lítið sagt annað en TAKK!! TAKK!! TAKK!! kæru vinnufélagar og vinir! Þið eruð alveg mega frábær og bestust náttúrulega!! Það er líka greinilegt að Sparisjóðurinn sér sko um sína! sama hversu langt í burtu þeir eru.. ;) Smellti mér auðvitað strax í flíspeysuna þar sem ég var búin að vera að frjósa úr kulda frá því að ég vaknaði og valhoppaði út á stoppistöð til að fara í prófið mitt. Er alls ekki frá því að hún hafi veitt mér lukku peysan (og auðvitað Sparisjóðsblýanturinn sem ég notaði) því mér gekk bara fantavel í prófinu, þvert á það sem ég bjóst við! Fór svo auðvitað strax í bolinn þegar ég kom heim og hef fullt í hyggju að sitja svo fyrir framan imbann í kvöld og gæða mér á íslenska góðgætinu! Hugsa til ykkar yndislega fólks í kvöld, ekki spurning! :) :)

Greinilegt að ég er að eldast samt fyrst þetta er próflokafögnuðurinn hjá mér, að horfa á tellann og borða íslenskt nammi. O sei sei já.. kemur svosem fyrir besta fólk..að eldast sko..held að ég sé ekkert verri fyrir vikið! ;)

Pabbi var annars eitthvað ósáttur við síðustu færslu hjá mér og vildi ritskoða hana með því að banna mér að tala illa um fótbolta á blogginu.. ég er nú ekkert alltof sátt við að vera ritskoðuð ef ég á að segja ykkur alveg eins og er, en þar sem ég er nú góð og vel uppalin stúlka (*hóst**hóst*) þá geri ég nú eins og pabbi biður.. Fótbolti er snilld og ekki bara tilboðin á barnum, því eins og pabbi segir þá er það ekki hluti af leiknum.. Kannski ef ég skildi reglurnar í honum þá þætti mér meira til hans koma, skal vinna í því. Hef reyndar alveg reynt að horfa á heilan leik með pabba til að skilja vinsælasta sport heimsins en hann einhvern veginn hefur ekki þolinmæði til að útskýra reglurnar á meðan leikur er í gangi.. Ætti kannski að spyrja í leikhléi næst.. Rangstaða..was ist das?? Pabbi gekk meira að segja svo langt að koma með tilvitnun til að sannfæra mig um ágæti fótbolta um daginn og ég auðvitað hripaði hana niður í snarhasti til að geta deilt henni með ykkur líka: Einn framkvæmdastjóri í enska boltanum sagði: "They say soccer is a matter of life and death - that is not true. It is much more important than that" humm..já, dæmi hver fyrir sig hvort þetta sé raunhæft.. held mínu áliti fyrir mig þar sem að ég vil ekki að pabbi skammi mig aftur... (Já, ég er að verða 24ára og er hrædd við að pabbi skammi mig..I admit it!)

Annars ætla ég að ljúka þessum langa pistli með þessu:

AAHHHHHHHH.... *feginleika andvarp fjaríslendings sem var að klára prófin í dag*

VÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ!!! *fagnaðar óp fjaríslendings sem er að fara til Fiji eftir fimm daga*

Enn og aftur takk kæra Spkef fólk!! :)

Knúzes!!

Hasta la vista beibís!

luv

Andie

miðvikudagur, júní 14, 2006

Það er fátt sem fær haggað mér..

Stopp!

Ég veit hvað þú ert að hugsa...

"Sjitt, það er kominn 14.júní, bara mánuður í afmælið hennar Andreu og ég er ekki enn búin(n) að finna hina fullkomnu afmælisgjöf!"

Slakaðu á. Dragðu djúpt andann.. þú hefur nægan tíma..! ;)
Neinei, ég er bara að skensast (orðatiltæki úr nonnsense ef þú kannast ekki við það), gjafir eru gjörsamlega óþarfar. Ást ykkar og umhyggja er mér mun meira virði. Þó myndi ég ekki afþakka að fá eins og eina Opal flösku og poka af sterkum brjóstsykrum yfir hafið (höfin). Haha!..meira skens!! ;)

Vá, smá svefngalsi í manni í kvöld... :)

HM komið á fulla ferð að mér skilst og allir í Ástralíunni að missa sig yfir að Socceroos skyldu vinna sinn fyrsta leik. Já, til lukku.. Annars hef ég aldrei skilið þennan brennandi áhuga sem fólk hefur á þessu sporti...menn hlaupandi fram og tilbaka á eftir litlum bolta að reyna að koma honum í mark hinna.. tja..margt er skrítið í kýrhausnum.. en ef fólki finnst þetta skemmtilegt þá ætla ég nú ekki að láta rigna á skrúðgöngu þeirra.. (rain on their parade..do u get it? hah?? ;) ) Það eina sem ég kann að meta í sambandi við fótbolta eru tilboðin á barnum þegar leikur er í gangi.. ;) hehe..

Veit ekki af hverju ég er að hafa fyrir því að blogga.. algjörlega tóm í hausnum núna..
Talaði við uppáhaldsmanneskjuna mína áðan og hann getur alltaf fengið mig til að hlægja..
Komment vikunar hlýtur án vafa að vera: "I'm as hot as a volcano and as cool as ice baby.." vá, hvað ég hló... :) Ætti að prófa þessa línu næst þegar ég fer út á lífið.. ;)

Æi..blehh...skrifa meira síðar, ætla að fara að útskýra af hverju glæpir eiga sér stað.. gaman..ekki alveg..
KNÚZZZZZZZ....!!!!!
Cop yas..
Andie

laugardagur, júní 03, 2006

The vindication of the rights of a woman


Enn ein helgin gengin í garð. Hefðbundin kennsla liðin undir lok þessa önnina og nú eru bara eftir tvenn ritgerðarskil í næstu viku og eitt próf og þá er önninni formlega lokið. Hjúkket. Í tilefni þess að að kennslu lauk þá ákvað ég að taka mér frí frá öllu skólaveseni í gær (reyndar ákvað það ekki, varð bara ekkert úr verki, þannig að það varð bara niðurstaðan) og skellti mér í bíó í gærkvöldi. Við Peta og Hege þrömmuðum upp í Garden City og fórum á the Da Vinci Code. Mér fannst hún bara frekar góð, þvert á álit gagnrýnenda, miðað við að myndir sem eru gerðar eftir bókum eru yfirleitt ekki uppá marga fiska. Það fer alltaf mjög í taugarnar á mér þegar einhverju er breytt frá bókinni, eins og t.d. með Harry Potter myndirnar, en mér fannst þeir halda öllu nánast eins með þessa mynd. Smá breyting á endinum, en ekkert stórvægileg. Skil samt að fólk sem hefur ekki lesið bókina eigi erfitt með að fylgja söguþræðinum eftir. Það var samt fyndnast í heimi þegar Hege öskraði á einum tímapunkti, hún var sú eina í öllu bíóinu sem gerði það og ég og Peta hlógum svo mikið að henni.. Bara fyndið.. :) Munkurinn var samt ekkert smá skarí ógeðslegur, manni rann alveg kalt vatn milli skins og hörunds við að horfa á hann...
Í kvöld er mér boðið í póker með hóp af átján ára piltum hinum megin við Gaza svæðið. Er að melta það með mér hvort ég eigi að nenna að fara, í fyrsta lagi kann ég ekki póker og í öðru lagi þá eru átján ára strákar eins og sértrúarhópur sem ég fitta ekki alveg inní. En Hege er búin að grátbiðja mig um að koma.. Humm..sakar kannski ekki að fá sér eins og einn öl með þeim...sé til.. Ætti samt að vera heima að læra, en omg nenni því ekki. Er að reyna að byrja á ritgerð um sögu ríkisborgararétt kvenna og hvort hann hafi einhverja þýðingu fyrir konur í dag.. Eh..já! Arg, komin með slétt ógeð á ritgerðum, vil miklu frekar taka próf satt best að segja.. Var samt að spá í því í dag hversu margar ritgerðir ég hef eiginlega skrifað í gegnum alla skólagöngu mína.. þær ná örugglega langt uppí hundraðið, verst að maður getur ekki endurunnið þær heldur þarf alltaf að skrifa nýjar..
Annars hefur þetta svosem gengið ágætlega, ég fékk td. high distinction (hæsta einkunnin sem er gefin hérna) fyrir síðustu ritgerð og var í hópi 20 efstu í því verkefni af 300 manns.. Ekki svo slæmt fyrir manneskju sem er ekki af enskumælandi uppruna.. *blikk**blikk**mont* :) hehe..
Annars er ég bara hress..ennþá kalt..þarf að fara að kaupa mér vettlinga til að geta skrifað á tölvuna því puttarnir á mér eru frosnir eftir þetta allavega.. hlakka óendanlega mikið til þegar ég verð búin að skila ritgerðunum inn á miðvikudaginn, þá ætla ég sko að taka smá dekur á þetta, fara í lit og klippingu.. er samt enn ekki búin að ákveða hvort ég eigi að lita hárið á mér svart með bleikum og bláum strípum eða snoða mig.. hvað finnst ykkur?? ;)
Bestu kveðjur í Sjálfstæðisbæinn Reykjanesbæ!! Gæti vart verið sáttari við úrslit kosninganna síðustu helgi, greinilegt að flestir hafa verið sammála mér um hvert átti að greiða sitt atkvæði!! :)