föstudagur, júlí 28, 2006

Svo hvar er sakleysið ég spyr...?


Well boys and girls!

I've been asked to put something on here in the universal language of english since not everybody is privilaged enough to be able to understand the wonderful icelandic language... and being the all around accommodating and lovely person that I am, I will of course grant these people their wish.

So..I'm back on the Iceberg as Amy calls it.. And it's fantastic as always! :) Although I must say that the weather is a bit shitty, especially since for the last six months I've gotten used to looking out my window and seeing nothing but sunny skies in good ol' Brissy.. but since the majority of my friends and family are living on this weather-retarded iceberg I shall ignore the lack of sunshine.. at least i won't have to worry about skincancer or level 3 water-restrictions! ;) Took a bloody long shower last night and left the water running while I brushed my teeth! I like to live on the edge.. ;)
Amy texted me before to tell me that Big Brother ends this weekend! I hope Camilla wins or David.. he's so adorable when he smiles.. although he is a bit of an overthinker and a dramaqueen.. but I love him just the same! Jamie has his good points (wink wink) but they are hardly big enough (inuendo intended ;) ) for him to win the game.. LOL.. u know what I mean ;)

So, all is well back home, it's great seeing my family and everybody again, what is not so great is starting working again.. but i guess one can't be irresponsible for ever..
It's odd that I'm missing Brissy already.. not that I regret leaving (not yet anyway) but I miss the constant good weather, the cheap beer and even the never-on-time buses.. ;) and of course my aussie friends as well as the scandinavian and european ones!

well.. I'm getting absolutely shitfaced this weekend!! that's the plan anyways!

Cheers mate(s)!
Andie

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Nyjasta nytt... :)

Heil og sael!

Loksins kemst madur i almennilega tolvu...eda almennilega, tad ma nu alveg deila um hvort makki se almennileg talva eda ekki..eg kann allavega ekki mikid a slika tegund talvna..(tolvna?? hef aldrei verid mikid ad fylgjast med hvernig a ad beygja tetta ord..)
Anywho..komin til San Francisco eftir afsloppun a Fiji og heimsokn til Signyjar.. heimsoknin til Signyjar byrjadi reyndar alveg a afturfotunum, eg lenti um midnaetti og var komin nidur i bae tar sem hun byr um eittleytid.. var ekki alveg ad finna husid hennar, siminn neitadi ad virka, gat ekki hringt ur tikallasimanum af einhverri astaedu og eg endadi a tvi ad rafa um melluhverfid um midja nott med allan farangurinn minn! Stud. Endadi a tvi ad tjekka mig inn a hotel og nadi ad hringja heim til ad fa mommu til ad redda tvi ad eg gaeti hringt i signyju ur islenska numerinu minu.. allt reddadist ad lokum samt!! :) Held samt ad mamma hafi fengid nett sjokk tar sem ad tad var alltaf ad slitna sambandid og samtalid byrjadi nokkurn veginn svona:
eg: hae mamma, eg er tynd i wellington, nae ekki i Signyju..bibb bibb..sambandid slitnadi..hehe..held ad henni hafi ekki tott tad neitt serstaklega fyndid!
En eins og eg segi, allt reddadist ad lokum og eg eyddi tveimur dogum hja Signyju. Heldum uppa afmaelid hennar tann 13.juli og svo var mitt 14.juli. Takk allir fyrir afmaeliskvedjurnar!! Eg var reyndar frekar hissa a hverjir sendu mer sms eda hringdu i mig og hverjir ekki..atti alls ekki von a tvi. ;) en mer fannst samt alls ekki eins og tad vaeri afmaeli hja mer, mjog oekta afmaelisdagur. Kannski vegna tess ad tad vantadi m&p.. ekki tad ad tau hafi verid heima sidustu afmaelisdaga, virdist sem golfmotin hafa tekid yfir a sidustu arum!
Svo atti yndislega systir min afmaeli i gaer, 17.juli, og ef hun hefur ekki fengid sms-id fra mer ta oska eg henni til hamingju med daginn nuna! love you sys!

Var rosalega anaegd (NOT) tegar fluginu minu fra wellington var cancellad! djis, tipiskt alveg.. komst to um bord i vel og nadi fluginu til fiji sem betur fer. Eyddi tar 3 dogum i ad sitja a solbekk og reyna ad fa sma brunku til ad klinast a mig. gekk svona lala..er orlitid dekkri allavega!
Tipiskt ad tad var svo 2 tima seinkun a fluginu fra Fiji! Eg missti alveg tolinmaedina a air new zealand ta.. en flugid hingad til SF var nu bara alveg agaett, tratt fyrir ad hafa verid tolf! timar.. horfdi a trjar myndir, nadi ad sofa i 3 tima og lesa slatta.. fekk lika trju saeti fyrir mig sem gerdi tetta mun baerilegra.. :)
Tad er nu bara helv..gott vedur i SF, allvega i dag.. buin ad labba utum allt og er svoooo treytt, enda buin ad hanga a flugvollum og i flugvelum sidustu 36 timana og bara buin ad sofa i 3 af teim.. er alveg a leid uppi koju, tad get eg sagt ykkur!

Annars hlakka eg bara ansi mikid til ad koma heim a fostudagskvoldid!! tratt fyrir ad tad seu allir of uppteknir til ad koma ad taka a moti mer, eg enda liklega a tvi ad taka leigubil heim! M&P turfa vist ad fara ad veida i sodid, hraedd um ad eg hafi ekki bordad naegan fisk sidasta halfa arid (sem er alveg rett!), Nonnso lika ad veida, en uta sjo ekki i fokdyrri a.. finnst ekki haegt ad fa hildi til ad keyra ur moso til ad skutla mer fimm minutna leid, svo er hun lika olett og madur a ad syna ofriskum konum tillitsemi! Vinkonur minar..tja, taer sem eg hef heyrt i eru utum hvippin og hvappinn.. Tannig ad..eru leigubilstjorarnir enn a tvi ad keyra folk bara i rvk en ekki kef?? tvi tad vaeri pirrandi...
annars er ekki gott fyrir salina ad vera neikvaedur, er viss um ad einhver laetur sja sig i leifstodinni.. hehe
Annars er siminn minn batterislaus (hint m&p ef tid hafid reynt ad hringja), fjarfesti kannski i adaptor a morgun ef eg man eftir tvi..
well, verd ad fara ad sofa, adur en tad lidur yfir mig af treytu..sem myndi eflaust bera sama arangur tegar eg hugsa ut i tad...

l8r
Andie

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Well I feel too young to hold on... And i'm much too old to break free and run



What up dudes?!

Well, komið að síðustu færslunni frá Brisbane. Held að það viti það nú flestir nú þegar að ég er á leið heim, þannig að það kemur ykkur væntanlega ekki óvart. :)

Er búin að eyða síðustu dögunum mínum hér í að kveðja alla og rölta um niðrí miðbæ, fara á markaðina og njóta sólskinsins, því mér skilst að það sé ekki mikið fyrir því að fara heima á klakanum þetta sumarið! Búið að vera mjög gott veður hérna undanfarið, sólskin (svosem ekkert nýtt, hefur verið sólskin á nánast hverjum degi frá því ég kom!) og nokkuð heitt, um 25 gráðurnar, sem er bara hinn ágætasti hiti! Ekki það að maður liggi í sólbaði eða neitt þannig, ástralarnir myndu horfa á mig eins og ég væri geðveik ef ég gerði það! ;) Ólík sólarmenning heimshorna á milli..

Blendnar tilfinningar yfir heimförinni, er mjög spennt yfir að fá að sjá fjölskyldu mína og vini aftur eftir hálft ár, en á hinn bóginn er ég mjög leið yfir því að vera að fara.. en maður getur víst ekki látið allt ganga upp.. sé allavega ekki eftir neinu og þessi tími hérna er búinn að vera alveg yndislegur, hefði ekki skipt á þessari reynslu fyrir nokkurn hlut, það er alveg pottþétt! :)

Ég og Amy fórum í Garden City í dag og skiptumst á afmælisgjöfum sem við fundum á röltinu um mollið. Hún fékk málverk frá mér í afmælis-og kveðjugjöf og ég fékk tíma hjá spákonu!! hehe..gaman að því.. eftir því sem hún sagði þá á ég eftir að gifta mig (eitthvað sem ég hef reyndar aldrei séð mig fyrir mér gera..) og á möguleikann á því að eiga þrjú börn (ef ég kýs svo..þeas) Ég á líka eftir að koma til Ástralíu aftur, allavega spáði hún því.. ekkert nema gott um það að segja :) Sagði að ég væri mjög sjálfstæð, ákveðin (ekki þrjósk, hún tók það fram!!) og get lesið fólk um leið og ég hitti það.. Og að mér finnst óþægilegt að tala í síma, sem er reyndar alveg 100% rétt, ég hata að tala í síma og kýs frekar að senda fólki sms.. that's just me..

Herbergið mitt er nú óþægilega tómt eftir að ég pakkaði niður, engin plaköt á veggjum, myndir af fjölskyldu og vinum og engin föt á víðadreif um gólfið í Feng Shui-ísku skipulagi. Hlakka alveg mest til að geta sofið í mínu eigin rúmi aftur í grænu svítunni minni. En það eru ellefu dagar í það samt sem áður.. Fyrst fæ ég að heimsækja hana Signýju litlu frænku í Wellington, Nýja-Sjálandi og við munum halda uppá afmælin okkar saman á þann hátt sem hæfir aldri okkar.. væntanlega frekar hennar heldur en mínum...ef ég þekki hana rétt.. :) Svo þarf maður aðeins að toppa uppá brúnkuna á Fiji, þar sem að ég get ekki látið sjá mig svona hvíta á klakanum eftir að hafa búið í hálft ár í the Sunshine State! Svo kíkir maður aðeins til San Francisco, svona í leiðinni sko.. rétt til að heilsa uppá kanann! Svo heim á Frónið!

Mun pottþétt skrifa eitthvað hérna inná á meðan þessum ferðum stendur, þó ekki nema rétt til að láta vita af mér.. So stay tuned!! :)

Vil líka óska Víði frænda, Möggu og familíu innilega til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn!! Var reyndar að vona að hann myndi bíða í viku í viðbót, en hann vildi greinilega frekar eiga afmæli sjöunda júlí.. skal ekki erfa það við hann! :) Sjöundi sjöundi er líka miklu flottara.. Á fyllilega von á því að hann verður skírður Andreas Mekkínó... hehe... :)

Rafrænt knús til ykkar allra, fáið alvöru eftir tæpar tvær vikur!! Hlakka til að hitta ykkur!!

Lúv Andie

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Segðu mér sögu, já segðu mér frá...

Jæja!
Erfitt að vita hvar maður á eiginlega að byrja, það hefur svo mikið gerst síðan síðast! Þetta verður eflaust mjög langur pistill eins og mér hættir til, skal setja kaflaskil til að auðvelda lesturinn! ;)
Allavega.. það er eflaust best að byrja bara á byrjuninni, á ferðinni til Fiji!
Við fórum 4 saman, ég, Jordan (hin bandaríska), Amy (sem ég bý með, áströlsk) og Gisele (vinkona Amy, einnig áströlsk). Við flugum til Nadi og gistum eina nótt þar. Svo sem ekki mikið að segja frá fyrsta deginum, vorum allar frekar þreyttar og tókum því bara rólega.. Daginn eftir fórum við svo til Beachcomber eyjunnar og þá hófst sko fjörið. Beachcomber er þekkt fyrir að vera partíeyja dauðans og hún stóð sko alveg undir nafni. Þvílík gargandi snilld! Kynntumst alveg glás af fólki, stelpurnar drukku fancy kokteila á meðan ég hélt mig við Fiji Gold bjórinn og lágum svo á ströndinni á daginn í aumlegri tilraun til að fá á okkur lit. Ekki mikið við þetta að bæta þar sem að þetta er ritskoðaða útgáfan af ferðasögunni. Djamm, djús og sólbað þessa tvo daga basically. Það gefur auga leið að þar sem að ég tók fram að þetta væri eyja að bátsferð væri svo gott sem nauðsynleg til að komast þangað. Leiðin til baka var hins vegar öllu verri en leiðin að eyjunni. Ég starði svo ákaft á slökkvitækið (eini fasti punkturinn í bátnum, sjóndeildarhringurinn meðtalinn) að ég náði næstum að kveikja á því með hugarorkunni. Hef sjaldan verið eins fegin að komast í land og sór þess heit að fara ekki aftur um borð í bát á næstunni.

Það var því eins gott að næsti áfangastaður var á aðaleyjunni og því var önnur bátsferð óþörf. Fórum til Mango Bay á Coral Coast, sem við héldum að væri frekar basic bakpokaferðalanga hostel en þetta var mjög flott resort og ódýrt miðað við það sem maður fékk. Ætluðum td. upphaflega að vera bara 2 daga þarna en þeir teygðust í 5. Fengum safarítjald fyrir okkur fjórar (tjald með gólfi og "baðherbergi" og alvöru rúmum) þar sem maður gat farið í sturtu undir stjörnubjörtum himni án þess að óttast að einhver gæti séð mann.. Ég verð að viðurkenna að "sukkið" frá Beachcomber hélt áfram á Mango Bay. Reyndar tóku Jordan og Amy ekki virkan þátt í því, en ég og Gisele reyndum að standa undir nafni (þótt að hún hafi verið mun afkastameiri heldur en ég, með fylleríisbrúðkaupi og þáttöku í raunveraleikasjónvarpsþætti sem afleiðingar sukki sínu). Bara fyndið. Gisele er semsagt enn á Fiji að taka þátt í sjónvarpsþætti sem verður sýndur í Bretlandi eftir ca. 3 vikur! Þvílíkur endir á fríinu hennar!
jebb..hvert var ég komin? tók smá pásu..

Ah..Mango Bay, alveg rétt... Ég fékk næstum hjartaáfall þar. Ég og Jordan vorum að tjekka á emailunum okkar (þó ég bloggi ekki, þá læt ég allavega foreldra mína vita að ég sé enn á lífi) og ég var að spá hvað það væri skrítið að einhver hefði notað tölvuna til að fara á mbl.is þegar ég heyri einhverja tala íslensku útundan mér! Tók mig tvö augnablik að fatta að ég væri ekki að ímynda mér neitt og spyr (eins og gufa!) hvort þær (stelpurnar tvær sem höfðu verið að tala saman) séu íslenskar.. (spáði reyndar ekki í því fyrr en eftir á að þetta væri kannski frekar heimskuleg spurning, en anyways..) Þær urðu jafnhissa og ég var að hitta íslending á Fiji, líkurnar eru ekki yfirgnæfandi, held að við getum öll verið sammála um það! Og auðvitað kom í ljós að við þekktum fólk sameiginlega, Gullu&Tóta, Tomma og Guðrún úr mötuneytinu í Holtó var móðursystir annarrar þeirra.. It's a small world after all.. ;) Bara gaman að þessu, það var orðið svo langt síðan ég talaði íslensku við einhvern face-2-face að ég naut þess í botn!
úff..þetta er orðið svo langt hjá mér, verð að hoppa yfir slatta af dóti..

Við gerðum svosem ekki mikið á Mango Bay, en við ákváðum þó að fara í smá sightseeing og skelltum okkur í island day trip. Oh.My.God. ok, ég veit að ég sagði áðan að ég hefði svarið þess eið að fara ekki aftur um borð í bát...en mér fannst ég bara ekki geta sleppt þessu..þó, ef ég hefði séð bátinn (lesist KÆNUNA) sem við fórum með, áður en ég hefði ákveðið mig þá hefði ég kannski ekki farið.. og ef ég hefði vitað hversu langt við þyrftum að fara..já..hefði pottþétt ekki farið..ekki það að ég sjái eftir því núna, en ég hélt að ég myndi deyja. Í Alvöru. Er Ekki Að Djóka. Fimm mínútum eftir að við stigum upp í "bátinn" var ég orðin holdvot vegna þess að öldurnar ákváðu að stíga einnig um borð. Gaman. Not. Ég eyddi allri bátsferðinni í að ríghalda mér í allt það naglfasta sem var í seilingarfæri og skrifaði erfðaskránna mína í huganum. Reyndar kom fljótlega í ljós að ég á ekki neitt til að arfleiða ykkur af, þannig að ég ákvað að hafa áhyggjur af því í staðinn hvort líftryggingin mín myndi duga fyrir skuldunum mínum. Ákvað að ef það væri afgangur eftir skuldirnar og jarðarförina og svoleiðis þá færi það til systurbarnanna minna. Bara svo það sé á hreinu, þó ég hafi reyndar endurnýjað heit mitt um að fara ekki um borð neins sem flýtur aftur á lífsleiðinni þannig að ég ætti að sleppa.

Restin af Island Trip-inu var samt mega. Sáum höfrunga, fórum á eyðieyju og lágum þar í sólbaði, reyndum að veiða og hinir fóru að snorkla. Ég er á móti öllu sem felur í sér að ég þurfi aktúallí að fara útí sjóinn prívat og persónulega. Jakk..of skarí.. Ég brann frekar skrautlega í þessari bátsferð, endaði með skemmtilegt gleraugnafar eftir sólgleraugun. Smart. Var nefnilega of upptekin við að halda mér í bátinn til að geta sleppt og set á mig sólarvörn. Típískt.

Eyddum svo síðasta deginum okkar í Pacific Harbor þar sem stelpurnar versluðu og ég..tja fylgdi bara með reyndar. Gisele varð svo eftir eins og ég sagði og við fórum til Nadi og eftir 2 tíma seinkun á fluginu okkar lögðum við loks af stað heim. Og úff..hvað það var gott að koma heim! Þó ég hefði reyndar þurft að byrja strax á því að þvo hverja einustu spjör svo ég gæti farið til Melbourne daginn eftir..

(Vá, á ekki von á því að neinn nenni að lesa svona langt því ég er á mörkunum á því að nenna að skrifa..en best að klára þetta áður en ég gleymi öllu)

Melbourne! Fór þangað 30.jún og hitti Petu og Hege þar. Eins og þið munið líklegast þá er Peta áströlsk og frá Newcastle en býr í sömu "blokk" og ég og Hege er norsk og býr líka á sama stað. Hege var með ákveðnar hugmyndir um hvað hún vildi gera í Melbourne og því fylgdum við Peta bara með eins og hvolpar í taumi. Mætti segja að frá föstudegi til mánudags gerðum við ekkert nema ganga um Melbourne eins og hún leggur sig. Gaman að því samt, sáum helling af borginni sem ég nenni ekki að telja upp því ég er of þreytt í puttunum og þið vitið eflaust ekki hvað ég er að tala um! Þannig að förum beint í krassandi stöffið!! ;) þær fóru heim á mánudaginn og um leið og mér var sleppt lausri fór ég beint í Nágranna, of course!!
Á mánudagskvöldið var Neighbours Night þar sem maður gat hitt "stjörnurnar úr þáttunum". Og auðvitað fór ég!! ;) Pakkað af bretum og írum og allir geðveikt spenntir að hitta alvöru nágranna ;) Ég var "tekin á löpp" af tveimur írum (Jonathan og Lauru) í röðinni og eyddi kvöldinu með þeim. Það eru alltaf þrír leikarar sem koma á hvert svona kvöld, þau skiptast á, og þegar ég fór þá var röðin komin að Harold!!!, Elle og Dylan! Mega.. allir náttúrlega spenntastir yfir því að hitta Harold, enda er kallinn búinn að vera í þáttunum frá byrjun ef mér skjátlast ekki (og það gerist sjaldan).

Harold heitir Ian Smith í alvöru og er eins ólíkur karakternum sínum að það væri vart hægt að vera meira eins og svart og hvítt! Algjör perri, in a good way though!! ;) hehe.. Hann var slæmur í löppinni og því var hann bara kjurr í einu herbergi og fólk var kallað til hans til að fá mynd en Dylan og Elle löbbuðu um. Frekar fyndið að þau voru öll með sína lífverði með sér og Harold með tvo meira að segja! algjör celebs.. ;) Fékk mynd af mér með öllum of course. Harold talaði svo mikið við mig á meðan það var verið að taka mynd af okkur að það var nánast ómögulegt að fá almennilega mynd! Hann lifnaði allur við þegar ég sagðist vera íslensk og spurði hvort þátturinn væri nokkuð sýndur þar.. ég hélt það nú! Svo fór hann að tala um að hann hefði verið að horfa á einhverja íslenska mynd um daginn, eitthvað í sambandi við Bakarí eða eitthvað álíka.. kannast reyndar ekkert við þá mynd, en þið? nema þetta hafi verið heimildamynd um íslensk bakarí, sem ég hef reyndar ekki heldur heyrt um! ;)

Eftir myndatökurnar og allt heila klabbið var maður búinn að drekka ansi mikið af bjór og ég og írarnir vorum orðin ansi hress.. ákvað þó að taka kvöldið snemma þar sem ég þurfti að tjekka út daginn eftir og fór heim í háttinn um hálf-eitt, írunum til vonbrigða. I'm so popular, I know ;) hehe...

Var furðu hress daginn eftir, sem var eins gott þar sem að nú var komið að því að sjá Ramsay street sjálfa! Fór í Neighbours túr, sem var mjög gaman, þrátt fyrir að manni liði eins og algjörum asna að láta taka myndir af sér þarna! Get ekki ímyndað mér hvernig það er fyrir fólkið sem býr í húsunum að fá 2, stundum allt upp í 4, túristarútur í götuna sína á hverjum einasta degi og allir að láta taka myndir af sér fyrir framan húsin þeirra! ég yrði nett pirruð ef ég byggi þarna!

Anyways, skemmtileg tilviljun: það var ákkúrat verið að mynda fyrir heimildamynd um Skye í Nágrönnum og það var tekið viðtal við okkur sem vorum í rútunni og við sungum þemalagið og alles fyrir myndavélarnar! þannig að ég verð í sjónvarpinu hérna í OZ á channel 10 eftir ca. 3 vikur! úff..embarrassing!!! Of fyndið samt.. vonandi verður þetta svona blink-and-you-missed-it skot af okkur.. ;)

Eftir túrinn var kominn tími á heimför til Brissy og vá, hvað það var gott að komast loks "heim" aftur. Eftir 2 vikna dvöl þvers og kruds var gott að sofa í sínu "eigin" rúmi og soleis.. Fyndið að þegar ég lenti í gær þá fékk ég svona: ég er komin heim tilfinningu.. eins og þegar maður kemur heim til ísl.. ekki nærri því eins sterka og sú íslenska samt!!! engar áhyggjur! ;)
Eyddi deginum í dag í að finna gólfið í herberginu mínu, það var orðið frekar drullugt hérna. Vissi reyndar ekki áður en ég flutti að heiman að það þyrfti að þrífa sturtur. Það var ekkert sérlega skemmtileg uppgvötun satt best að segja... *Ógeðishrollur* Fór svo og kíkti á einkunnirnar mínar sem komu í hús í dag og mér gekk bara bærilega þó ég segi sjálf frá! Þrjár Distinctions og eitt Credit. (Sem þýðir nokkurn veginn að ég fékk ca. þrjár rúmlega áttur og eina sjöu..jebb..nokkurn vegin rétt..)

Jæja, þetta er orðið ALLTOF langt hjá mér, verðlaun fyrir þá sem hafa nennt að lesa þetta allt saman!!
Setti inn myndir! (bara ef ég fyndi slóðina á þær....wait..)
http://mekkin.spaces.msn.com/photos/ sjáum hvort þetta virkar..kommentið ef ekki..
Later aligator
luv
Andie